Stál í stál 21. september 2004 00:01 Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag. Nokkrum tímum áður en verkfall hófst á miðnætti á sunnudag slökuðu kennarar nokkuð á kröfum sínum og drógu til baka kröfu um fækkun skóladaga um fimm. Samninganefnd sveitarfélaga taldi að það lækkaði kröfu kennara um hálfan milljarð króna. Þá lögðu kennarar fram tilboð um skammtímasamning til loka þessa skólaárs sem þeir töldu að hefði sextán prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu tilboði og taldi að það leiddi til 24 prósenta kostnaðarauka. Hún ítrekaði þess í stað tillögu sína að samningi til ársloka 2008 sem hún taldi fela í sér tæplega nítján prósenta hækkun fyrir sveitarfélögin. Þá var ljóst að samningar næðust ekki og ríkissáttasemjari sleit samningafundi á tíunda tímanum. Í gær hélt samninganefnd kennara áfram störfum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir kennara ætla að nýta tímann fram á fimmtudag til að skoða málið ofan í kjölinn. Hann segir töluvert skilja á milli kennara og launanefndarinnar. "Samningstilboðið sem við lögðum fram á sunnudeginum var mun kostnaðarminna en fyrri hugmyndir. Þar lögðum við áherslu á breytingar á vinnutíma og reiknuðum með launahækkunum á við aðrar stéttir. Samninganefnd sveitarfélaga missti þar af góðu tækifæri til að leysa deiluna." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að tilboð kennara um breyttan vinnutíma hefði þýtt að hluti dagvinnu hefði breyst í yfirvinnu. "Þetta hefði orðið of dýrt. Auk þess höfðum við áður hafnað þessum tillögum í þriggja ára samningi. Þannig að ég trúi því ekki að kennarar hafi talið líklegt að við myndum samþykkja þetta tilboð." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag. Nokkrum tímum áður en verkfall hófst á miðnætti á sunnudag slökuðu kennarar nokkuð á kröfum sínum og drógu til baka kröfu um fækkun skóladaga um fimm. Samninganefnd sveitarfélaga taldi að það lækkaði kröfu kennara um hálfan milljarð króna. Þá lögðu kennarar fram tilboð um skammtímasamning til loka þessa skólaárs sem þeir töldu að hefði sextán prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu tilboði og taldi að það leiddi til 24 prósenta kostnaðarauka. Hún ítrekaði þess í stað tillögu sína að samningi til ársloka 2008 sem hún taldi fela í sér tæplega nítján prósenta hækkun fyrir sveitarfélögin. Þá var ljóst að samningar næðust ekki og ríkissáttasemjari sleit samningafundi á tíunda tímanum. Í gær hélt samninganefnd kennara áfram störfum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir kennara ætla að nýta tímann fram á fimmtudag til að skoða málið ofan í kjölinn. Hann segir töluvert skilja á milli kennara og launanefndarinnar. "Samningstilboðið sem við lögðum fram á sunnudeginum var mun kostnaðarminna en fyrri hugmyndir. Þar lögðum við áherslu á breytingar á vinnutíma og reiknuðum með launahækkunum á við aðrar stéttir. Samninganefnd sveitarfélaga missti þar af góðu tækifæri til að leysa deiluna." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að tilboð kennara um breyttan vinnutíma hefði þýtt að hluti dagvinnu hefði breyst í yfirvinnu. "Þetta hefði orðið of dýrt. Auk þess höfðum við áður hafnað þessum tillögum í þriggja ára samningi. Þannig að ég trúi því ekki að kennarar hafi talið líklegt að við myndum samþykkja þetta tilboð."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira