Víðtækasta verkfall um árabil 20. september 2004 00:01 Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. Það var tómlegt um að litast í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í hádeginu. Hann er meðal þeirra 180 grunnskóla í landinu sem nú eru lokaðir vegna verkfalls um 4300 kennara. Í kennslustofunum var búið að setja stólana upp á borð. Um 44 þúsund börn á aldrinum sex til fimmtán ára fengu þær fréttir í morgun að það yrði enginn skóli í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands eru 30.500 fjölskyldur á Íslandi með börn á grunnskólaaldri. Þetta þýðir að verkfallið bitnar með beinum hætti á nærri þrjátíu prósent heimila í landinu. Verkfall grunnskólakennara er það fyrsta sem verður á Íslandi í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ríkissáttasemjara. Þannig voru engin verkföll árið 2003 né 2002. Árið 2001 voru sjómenn í verkfalli í sex vikur, þroskaþjálfar og sjúkraliðar fóru í smærri verkföll, tónlistarkennarar fóru í 5 vikna verkfall en verkföll flugumferðarstjóra og hjúkrunarfræðinga urðu örstutt. Árið 2000 áttu framhaldsskólakennarar lengsta verkfallið sem stóð í 8 vikur. Verkamannasambandið samdi hins vegar samdægurs, mjólkurfræðingar eftir einn dag en rútubílstjórar voru í löngu verkfalli. 1999 var ekkert verkfall en 1998 var sex vikna sjómannaverkfall. 1997 fóru grunnskólakennarar einnig í verkfall sem stóð í einn dag, sömuleiðis Dagsbrún, Framsókn og Hlíf en það ár var sjö vikna verkfall á Vestfjörðum. 1996 leið án verkfalla en 1995 voru bæði grunn- og framhaldskólakennarar í 5 vikna verkfalli og þarf í raun að fara aftur til þess tíma til að finna vinnustöðvun með jafnvíðtæk áhrif og það kennaraverkfall sem nú er brostið á. Á venjulegum skóladegi eru um 600 krakkar í Austurbæjarskóla á degi hverjum, en í dag var lítið um að vera. Þó er skólinn ekki alveg mannlaus. Um tuttugu starfsmenn hans eru ekki í verkfalli en það eru skólaliðar, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, starfsmenn skrifstofu og húsvörður. Það var hins vegar lítið að gerast í skólamötuneytinu en starfsmenn sögðu að bannað væri að gefa nemendum að borða á skólatíma í verkfalli. En það eru ekki allir grunnskólar lokaðir. Eftir því sem næst verður komist eru sex einkaskólar starfandi, þeirra á meðal Ísaksskóli í Reykjavík. Þar eru sex kennarar þó í verkfalli, þeir sem hafa elstu samningana, en tíu kennarar halda áfram að kenna. Aðrir einkaskólar starfa óhindrað, þeirra á meðal Landakotsskóli, Tjarnarskóli og Suðurhlíðarskóli. Og krakkar í verkfalli finna sér ýmislegt til dundurs. Skammt frá Ísaksskóla stóðu þrír 7 og 8 ára guttar, þeir Pétur Ágústsson, Kári Bjarnason og Breki Guðmundsson, fyrir tómbólu en þeir eru í Háteigsskóla sem er lokaður. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. Það var tómlegt um að litast í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í hádeginu. Hann er meðal þeirra 180 grunnskóla í landinu sem nú eru lokaðir vegna verkfalls um 4300 kennara. Í kennslustofunum var búið að setja stólana upp á borð. Um 44 þúsund börn á aldrinum sex til fimmtán ára fengu þær fréttir í morgun að það yrði enginn skóli í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands eru 30.500 fjölskyldur á Íslandi með börn á grunnskólaaldri. Þetta þýðir að verkfallið bitnar með beinum hætti á nærri þrjátíu prósent heimila í landinu. Verkfall grunnskólakennara er það fyrsta sem verður á Íslandi í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ríkissáttasemjara. Þannig voru engin verkföll árið 2003 né 2002. Árið 2001 voru sjómenn í verkfalli í sex vikur, þroskaþjálfar og sjúkraliðar fóru í smærri verkföll, tónlistarkennarar fóru í 5 vikna verkfall en verkföll flugumferðarstjóra og hjúkrunarfræðinga urðu örstutt. Árið 2000 áttu framhaldsskólakennarar lengsta verkfallið sem stóð í 8 vikur. Verkamannasambandið samdi hins vegar samdægurs, mjólkurfræðingar eftir einn dag en rútubílstjórar voru í löngu verkfalli. 1999 var ekkert verkfall en 1998 var sex vikna sjómannaverkfall. 1997 fóru grunnskólakennarar einnig í verkfall sem stóð í einn dag, sömuleiðis Dagsbrún, Framsókn og Hlíf en það ár var sjö vikna verkfall á Vestfjörðum. 1996 leið án verkfalla en 1995 voru bæði grunn- og framhaldskólakennarar í 5 vikna verkfalli og þarf í raun að fara aftur til þess tíma til að finna vinnustöðvun með jafnvíðtæk áhrif og það kennaraverkfall sem nú er brostið á. Á venjulegum skóladegi eru um 600 krakkar í Austurbæjarskóla á degi hverjum, en í dag var lítið um að vera. Þó er skólinn ekki alveg mannlaus. Um tuttugu starfsmenn hans eru ekki í verkfalli en það eru skólaliðar, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, starfsmenn skrifstofu og húsvörður. Það var hins vegar lítið að gerast í skólamötuneytinu en starfsmenn sögðu að bannað væri að gefa nemendum að borða á skólatíma í verkfalli. En það eru ekki allir grunnskólar lokaðir. Eftir því sem næst verður komist eru sex einkaskólar starfandi, þeirra á meðal Ísaksskóli í Reykjavík. Þar eru sex kennarar þó í verkfalli, þeir sem hafa elstu samningana, en tíu kennarar halda áfram að kenna. Aðrir einkaskólar starfa óhindrað, þeirra á meðal Landakotsskóli, Tjarnarskóli og Suðurhlíðarskóli. Og krakkar í verkfalli finna sér ýmislegt til dundurs. Skammt frá Ísaksskóla stóðu þrír 7 og 8 ára guttar, þeir Pétur Ágústsson, Kári Bjarnason og Breki Guðmundsson, fyrir tómbólu en þeir eru í Háteigsskóla sem er lokaður.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira