Viku verkfall hið minnsta 20. september 2004 00:01 Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti. Verkfallið nær til rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara og raskar námi um það bil 45 þúsund nemenda. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari metur stöðuna í deilunni svo að ekki sé tilefni til að kalla samningamenn aftur til fundar fyrr en klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Útlit er því fyrir að ekkert skólahald verði þessa vikuna í það minnsta. Aðspurður af hverju þetta langa hlé verður á viðræðunum segir ríkissátasemjari að tvær ástæður liggi þar að baki. Annars vegar sú að málsaðilar þurfi tíma til að leggja málum gagnvart fjölmiðlum og þar með gagnvart sínum félgsmönnum, auk þess sem þeir þurfi að fylgja því eftir að verkfallið fari fram eins og ætlast sé til. Hin ástæðan er sú að það mikið ber í milli hjá deiluaðilum að Ásmundur telur líklegra til árangurs að þeir fari yfir málin, hvor fyrir sig, á næstu dögum. Mikið ber í milli krafna kennara og tilboðs sveitarfélaganna og eru deilendur ekki einu sinni á sama máli um hversu mikið ber í milli eða hvernig. Þannig segja samningamenn sveitarfélaga að kröfur kennara hafi hækkað úr nítján prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin í vor upp í 30-35 prósenta kostnaðarauka núna og fari bilið breikkandi ef eitthvað er. Kennarar segja að samninganefndin hafi hafnað tilboði þeirra um samning sem leitt hefði af sér aðeins sextán prósenta kostnaðarauka á þessu skólaári. Samningamenn sveitarfélaga segja aftur á móti að það tilboð hefði í raun þýtt tuttugu og fjögurra prósenta kostnaðarauka en ekki sextán prósenta þannig að á þessu stigi virðast deilendur aðeins vera sammála um það eitt að vera ósammála. En lítum nú á nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og nemendur. Einkaskólar starfa nær ótruflaðir þar sem þeir hafa í flestum tilvikum gert sérsamninga við kennara sína. Viðvera fyrir yngri börnin úr fyrsta til fjórða bekk, sem hefst upp úr klukkan eitt á daginn og stendur til fimm, verður með eðlilegum hætti, a.m.k. næstum því alls staðar, því það heyrir til undantekninga að kennarar annist gæslu þar. Hins vegar verða engar skólamáltíðir í hádeginu þótt starfsfólk möguneyta skólanna mæti í verkfallinu þar sem kennarar annast gæslu í mötuneytunum. Heimakennsla eftir skóla fellur niður þar sem hún er í boði því kennarar annast hana. Þá verða flest eða öll skólabókasöfn lokuð þar sem starfsmenn þeirra eru lang flestir í Kennarasambandinu. Nemendur þurfa hins vegar að mæta hjá stundakennurum eins og ekkert hafi í skorist. Það er einkum í efri bekkjum grunnskólans að stundakennarar, sem ekki eru í Kennarasambandinu, hlaupa undir bagga með kennslu í ýmsum valgreinum. Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta í þá tíma, sem geta verið tveir til fjórir tímar í viku, og verða þeir á þeim tímum sem búið var að ákveða áður en til verkfalls kom og má ekki breyta þeirri tímasetningu. Þær félagsmiðstöðvar sem reknar eru í skólum fyrir eldri nemendur verða áfram opnar. Skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og annað starfsfólk skólanna sem ekki er kennarar mætir svo í skólana í dag og hefur ekki verið sett verkbann á þá hópa. Skrifstofur skólanna verða því opnar. Skólastjórarnir mega hins vegar ekki ganga í störf kennara á neinu sviði. Hægt er að hlusta á viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjari með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti. Verkfallið nær til rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara og raskar námi um það bil 45 þúsund nemenda. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari metur stöðuna í deilunni svo að ekki sé tilefni til að kalla samningamenn aftur til fundar fyrr en klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Útlit er því fyrir að ekkert skólahald verði þessa vikuna í það minnsta. Aðspurður af hverju þetta langa hlé verður á viðræðunum segir ríkissátasemjari að tvær ástæður liggi þar að baki. Annars vegar sú að málsaðilar þurfi tíma til að leggja málum gagnvart fjölmiðlum og þar með gagnvart sínum félgsmönnum, auk þess sem þeir þurfi að fylgja því eftir að verkfallið fari fram eins og ætlast sé til. Hin ástæðan er sú að það mikið ber í milli hjá deiluaðilum að Ásmundur telur líklegra til árangurs að þeir fari yfir málin, hvor fyrir sig, á næstu dögum. Mikið ber í milli krafna kennara og tilboðs sveitarfélaganna og eru deilendur ekki einu sinni á sama máli um hversu mikið ber í milli eða hvernig. Þannig segja samningamenn sveitarfélaga að kröfur kennara hafi hækkað úr nítján prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin í vor upp í 30-35 prósenta kostnaðarauka núna og fari bilið breikkandi ef eitthvað er. Kennarar segja að samninganefndin hafi hafnað tilboði þeirra um samning sem leitt hefði af sér aðeins sextán prósenta kostnaðarauka á þessu skólaári. Samningamenn sveitarfélaga segja aftur á móti að það tilboð hefði í raun þýtt tuttugu og fjögurra prósenta kostnaðarauka en ekki sextán prósenta þannig að á þessu stigi virðast deilendur aðeins vera sammála um það eitt að vera ósammála. En lítum nú á nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og nemendur. Einkaskólar starfa nær ótruflaðir þar sem þeir hafa í flestum tilvikum gert sérsamninga við kennara sína. Viðvera fyrir yngri börnin úr fyrsta til fjórða bekk, sem hefst upp úr klukkan eitt á daginn og stendur til fimm, verður með eðlilegum hætti, a.m.k. næstum því alls staðar, því það heyrir til undantekninga að kennarar annist gæslu þar. Hins vegar verða engar skólamáltíðir í hádeginu þótt starfsfólk möguneyta skólanna mæti í verkfallinu þar sem kennarar annast gæslu í mötuneytunum. Heimakennsla eftir skóla fellur niður þar sem hún er í boði því kennarar annast hana. Þá verða flest eða öll skólabókasöfn lokuð þar sem starfsmenn þeirra eru lang flestir í Kennarasambandinu. Nemendur þurfa hins vegar að mæta hjá stundakennurum eins og ekkert hafi í skorist. Það er einkum í efri bekkjum grunnskólans að stundakennarar, sem ekki eru í Kennarasambandinu, hlaupa undir bagga með kennslu í ýmsum valgreinum. Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta í þá tíma, sem geta verið tveir til fjórir tímar í viku, og verða þeir á þeim tímum sem búið var að ákveða áður en til verkfalls kom og má ekki breyta þeirri tímasetningu. Þær félagsmiðstöðvar sem reknar eru í skólum fyrir eldri nemendur verða áfram opnar. Skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og annað starfsfólk skólanna sem ekki er kennarar mætir svo í skólana í dag og hefur ekki verið sett verkbann á þá hópa. Skrifstofur skólanna verða því opnar. Skólastjórarnir mega hins vegar ekki ganga í störf kennara á neinu sviði. Hægt er að hlusta á viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjari með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent