Lögmálin gilda líka um útgerð 17. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Íslendingar gera sér á stundum nokkuð einkennilegar hugmyndir um áhuga annarra þjóða á sér. Frægt er í umræðu um EES samninginn þegar sumir sáu það sem sérstaka ógn að með frjálsu flæði fjármagns myndu útlendingar hópast til þess að kaupa upp jarðir á Íslandi. Frá 1994 hafa margar jarðir verið til sölu á Íslandi og lítið sést til biðraða útlendinga. Eitt var það sem lokunarmönnum tókst að verja. Það var fjárfesting erlendra aðila í sjávarútvegi. Eftir tíu ára reynslu af frjálsu flæði fjármagns milli Íslands og umheimsins ættu menn að staldra við og velta fyrir sér hvort fótur sé fyrir óttanum sem stjórnaði ákvörðun manna við innleiðingu EES samningsins. Reynsla íslensks atvinnulífs er að erfitt er að fá erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar, fyrir utan stóriðju, er tilkominn vegna þess að hlutabréf innlendra fyrirtækja hafa verið notuð sem skiptimynt í yfirtöku íslenskra fyrirtækja á erlendum. Virkur hlutabréfamarkaður hefur stutt innlend fyrirtæki og gert þeim kleift að nýta sér tækifæri erlendis í mörgum tilfellum með glæsilegum árangri. Eðlilegt er að menn spyrji sig, líkt og forstjóri Kauphallar Íslands gerði í Fréttablaðinu í gær, hvort sér reglur um sjávarútveg séu fremur markaðshindrun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í útrás, en hindrun fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Fyrir tíu árum litu flestir svo á að sjávarútvegurinn yrði forystugrein Íslendinga í útrás atvinnulífsins. Rökin voru þau að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru best reknu sjávarútvegsfyrirtæki í heimi. Hér á landi byggju menn yfir yfirburðar þekkingu á greininni. Þessi spásögn hefur ekki orðið að veruleika. Lyfjaframleiðsla, stoðtæki, framleiðsla kældra matvara og fjármálaþjónusta hafa verið helstu útrásargreinar þjóðarinnar undanfarin ár. Í ljósi þess eiga menn að spyrja sig róttækrar spurningar. Ef sjávarútvegurinn sæti við sama borð og aðrar atvinnugreinar stæði þá erlendum útgerðarmönnum ekki meiri ógn af útrás Íslendinga, en Íslendingum af erlendri innrás? Sjávarútvegurinn hefur verið að feta braut frá veröld veiðimannsins til veraldar viðskiptanna. Rökin um samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja frá því fyrir tíu árum eru í fullu gildi. Frjálst flæði fjármagns inn og út úr sjávarútvegi mun að líkindum færa greininni nýjan kraft og ný sóknarfæri. Hindrunin er að enn líta menn á sjávarútveginn eins og eitthvert einangrað fyrirbæri í heimi rekstrar og viðskipta. Sjávarútvegurinn er eins og hver önnur atvinnugrein sem lýtur sömu lögmálum og aðrar greinar. Umræðan um hana hefur hingað til lotið öðrum lögmálum af sögulegum og tilfinningalegum ástæðum. Sú afstaða getur takmarkað framþróun og sókn íslensks sjávarútvegs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Íslendingar gera sér á stundum nokkuð einkennilegar hugmyndir um áhuga annarra þjóða á sér. Frægt er í umræðu um EES samninginn þegar sumir sáu það sem sérstaka ógn að með frjálsu flæði fjármagns myndu útlendingar hópast til þess að kaupa upp jarðir á Íslandi. Frá 1994 hafa margar jarðir verið til sölu á Íslandi og lítið sést til biðraða útlendinga. Eitt var það sem lokunarmönnum tókst að verja. Það var fjárfesting erlendra aðila í sjávarútvegi. Eftir tíu ára reynslu af frjálsu flæði fjármagns milli Íslands og umheimsins ættu menn að staldra við og velta fyrir sér hvort fótur sé fyrir óttanum sem stjórnaði ákvörðun manna við innleiðingu EES samningsins. Reynsla íslensks atvinnulífs er að erfitt er að fá erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar, fyrir utan stóriðju, er tilkominn vegna þess að hlutabréf innlendra fyrirtækja hafa verið notuð sem skiptimynt í yfirtöku íslenskra fyrirtækja á erlendum. Virkur hlutabréfamarkaður hefur stutt innlend fyrirtæki og gert þeim kleift að nýta sér tækifæri erlendis í mörgum tilfellum með glæsilegum árangri. Eðlilegt er að menn spyrji sig, líkt og forstjóri Kauphallar Íslands gerði í Fréttablaðinu í gær, hvort sér reglur um sjávarútveg séu fremur markaðshindrun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í útrás, en hindrun fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Fyrir tíu árum litu flestir svo á að sjávarútvegurinn yrði forystugrein Íslendinga í útrás atvinnulífsins. Rökin voru þau að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru best reknu sjávarútvegsfyrirtæki í heimi. Hér á landi byggju menn yfir yfirburðar þekkingu á greininni. Þessi spásögn hefur ekki orðið að veruleika. Lyfjaframleiðsla, stoðtæki, framleiðsla kældra matvara og fjármálaþjónusta hafa verið helstu útrásargreinar þjóðarinnar undanfarin ár. Í ljósi þess eiga menn að spyrja sig róttækrar spurningar. Ef sjávarútvegurinn sæti við sama borð og aðrar atvinnugreinar stæði þá erlendum útgerðarmönnum ekki meiri ógn af útrás Íslendinga, en Íslendingum af erlendri innrás? Sjávarútvegurinn hefur verið að feta braut frá veröld veiðimannsins til veraldar viðskiptanna. Rökin um samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja frá því fyrir tíu árum eru í fullu gildi. Frjálst flæði fjármagns inn og út úr sjávarútvegi mun að líkindum færa greininni nýjan kraft og ný sóknarfæri. Hindrunin er að enn líta menn á sjávarútveginn eins og eitthvert einangrað fyrirbæri í heimi rekstrar og viðskipta. Sjávarútvegurinn er eins og hver önnur atvinnugrein sem lýtur sömu lögmálum og aðrar greinar. Umræðan um hana hefur hingað til lotið öðrum lögmálum af sögulegum og tilfinningalegum ástæðum. Sú afstaða getur takmarkað framþróun og sókn íslensks sjávarútvegs.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun