Frá Viðey til Rauðarár 15. september 2004 00:01 Engum dylst að ákveðin tímamót verða í íslenskum stjórnmálum klukkan eitt í dag þegar Davíð Oddsson víkur úr forsætisráðherrastól fyrir Halldóri Ásgrímssyni á ríkisráðsfundi sem forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, boðar til. Á þeim rúmu þrettán árum sem liðin eru frá því að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi og raunar í heiminum öllum. "Á þessum 13 ára stjórnartíma hefur eynni verið umbylt með stórum skömmtum af læknameðali ættuðum úr lyfjabúri hins frjálsa markaðar," segir Bart Cameron, fréttamaður AP, í gær í grein um forsætisráðherraskiptin hér á Íslandi. Segja má um feril Davíðs að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fáa hefði grunað þegar Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, sömdu um stjórnarmyndun á mettíma í Viðey vorið 1991 að 13 árum síðar viki Davíð úr forsætisráðherrastól fyrir framsóknarmanni, á ríkisráðsfundi hjá gamla Alþýðubandalagsmanninum Ólafi Ragnari til að verða yfirmaður Jóns Baldvins í utanríkisráðuneytinu. Hvað þá að slíkt gerðist eftir þá rimmu sem varð þegar forseti neitaði að undirrita fjölmiðlalögin en um það mál segir Bart Cameron fréttamaður AP að þar hafi Davíð misreiknað sig sem hafi þó verið sjaldgæft. Lög sem áttu að hindra "kaupsýsluauðvaldið", eins og það hét í eina tíð, í að eignast fjölmiðla. Fáa hefði grunað að viðreisnarsamstarfið sem kennt var við Viðey yrði jafn skammlíft og raun ber vitni og að Davíð stýrði ríkisstjórn mun lengur í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Davíð varð forsætisráðherra í skugga mikilla efnahagserfiðleika og kvótaniðurskurðar. Flestum ber saman um að tveir atburðir standi upp úr í forsætisráðherratíð hans þegar til langs tíma er litið: EES-samningurinn og stórfelld einkavæðing, ekki síst ríkisbankanna þótt menn deili svo um hvort hann eigi heiðurinn af þessu. Sjálfur vildi Davíð ekki kveða upp úr um hver hefðu verið sín erfiðustu og ljúfustu verk þegar hann stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Síðustu atburðir væru ævinlega ferskastir í minni og fjölmiðlamálið hefði vissulega verið honum erfitt. "Ég held þó ekki að stjórnin hafi verið í hættu eins og sumir hafa sagt." Davíð segist sáttur við að kveðja stjórnarráðið sjálfvilijugur án þess að fara þaðan sigraður. "Oftast er önnur stjórn að taka við, við þessar aðstæður, en ég þarf ekki að fara með pokann á öxlinni. Ég get því lokið störfum í stjórn sem situr áfram, sterk og sátt, og verið þakklátur fyrir að hafa fengið að sitja svona lengi." Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Engum dylst að ákveðin tímamót verða í íslenskum stjórnmálum klukkan eitt í dag þegar Davíð Oddsson víkur úr forsætisráðherrastól fyrir Halldóri Ásgrímssyni á ríkisráðsfundi sem forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, boðar til. Á þeim rúmu þrettán árum sem liðin eru frá því að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi og raunar í heiminum öllum. "Á þessum 13 ára stjórnartíma hefur eynni verið umbylt með stórum skömmtum af læknameðali ættuðum úr lyfjabúri hins frjálsa markaðar," segir Bart Cameron, fréttamaður AP, í gær í grein um forsætisráðherraskiptin hér á Íslandi. Segja má um feril Davíðs að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fáa hefði grunað þegar Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, sömdu um stjórnarmyndun á mettíma í Viðey vorið 1991 að 13 árum síðar viki Davíð úr forsætisráðherrastól fyrir framsóknarmanni, á ríkisráðsfundi hjá gamla Alþýðubandalagsmanninum Ólafi Ragnari til að verða yfirmaður Jóns Baldvins í utanríkisráðuneytinu. Hvað þá að slíkt gerðist eftir þá rimmu sem varð þegar forseti neitaði að undirrita fjölmiðlalögin en um það mál segir Bart Cameron fréttamaður AP að þar hafi Davíð misreiknað sig sem hafi þó verið sjaldgæft. Lög sem áttu að hindra "kaupsýsluauðvaldið", eins og það hét í eina tíð, í að eignast fjölmiðla. Fáa hefði grunað að viðreisnarsamstarfið sem kennt var við Viðey yrði jafn skammlíft og raun ber vitni og að Davíð stýrði ríkisstjórn mun lengur í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Davíð varð forsætisráðherra í skugga mikilla efnahagserfiðleika og kvótaniðurskurðar. Flestum ber saman um að tveir atburðir standi upp úr í forsætisráðherratíð hans þegar til langs tíma er litið: EES-samningurinn og stórfelld einkavæðing, ekki síst ríkisbankanna þótt menn deili svo um hvort hann eigi heiðurinn af þessu. Sjálfur vildi Davíð ekki kveða upp úr um hver hefðu verið sín erfiðustu og ljúfustu verk þegar hann stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Síðustu atburðir væru ævinlega ferskastir í minni og fjölmiðlamálið hefði vissulega verið honum erfitt. "Ég held þó ekki að stjórnin hafi verið í hættu eins og sumir hafa sagt." Davíð segist sáttur við að kveðja stjórnarráðið sjálfvilijugur án þess að fara þaðan sigraður. "Oftast er önnur stjórn að taka við, við þessar aðstæður, en ég þarf ekki að fara með pokann á öxlinni. Ég get því lokið störfum í stjórn sem situr áfram, sterk og sátt, og verið þakklátur fyrir að hafa fengið að sitja svona lengi."
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira