Engu gleymt og ekkert lært 13. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Í nýútkomnu sagnfræðiriti segir frá formanni öflugra hagsmunasamtaka sem orðinn var sjötugur og hafði verið við stjórnvölinn á fjórða áratug án þess að sú hugsun hefði kviknað að rétt væri að svipast um eftir arftaka sínum. Þegar hann svo veiktist og leit yfir sviðið, þar sem gat að líta marga helstu framtaksmenn þjóðarinnar, komst hann að þeirri niðurstöðu að engum þeirra væri treystandi. Hann bað því jafnaldra sinn sem setið hafði í stjórninni með honum frá upphafi að taka að sér formennskuna. Þetta dæmi sem er dagsatt má hafa til marks um hve blindir hinir ágætustu menn geta orðið á sjálfa sig. Viðhafnarviðtalið við Davíð Oddsson sem Morgunblaðið birti í gær er þessu sama merki brennt nema hvað efasemdir hans um samherjana í flokksforystunni virðast enn meiri. Eftir þrettán ár, Íslandsmet, í stól forsætisráðherra boðar ekki aðeins áframhaldandi setu í ráðherraembætti heldur telur hann ástæðu til að taka sérstaklega fram að hann muni bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á næsta landsfundi sem hann tekur sér fyrir hendur að dagsetja í nóvember á næsta ári þótt ákvörðun um slíkt sé með réttu í höndum miðstjórnar flokksins. Ekki skal dregið í efa að Davíð hefur "mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til [sín] taka" eins og hann kemst að orði; spurningin er fremur hvort sú afstaða eigi sér hljómgrunn í þjóðfélaginu. Davíð getur að sönnu horft hreykinn um öxl til verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að sjá að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina við allt önnur skilyrði og verkefni í upphafi nýrrar aldar. Til þess er hann of fastur í gamla farinu, of íhaldssamur í skoðunum og of gamaldags í stjórnunarstíl. Hann hefði frekar átt að hasla sér völl á nýjum vettvangi þar sem hæfileikar hans fengju notið sín. Það er hins vegar hans eigið verkefni að finna þann vettvang og fráleitt að gera umræður um svo persónulegt mál að einhvers konar þjóðfélagslegu viðfangsefni. Það sem veldur þó mestum vonbrigðum í viðtalinu er að forsætisráðherra virðist engu hafa gleymt og ekkert lært af átökum síðasta sumars þar sem hann beið einhvern mesta ósigur íslensks stjórnmálaforingja fyrr og síðar. Í viðtalinu á þessum tímamótum telur hann við hæfi að skjóta einu sinni enn í allar áttir, á pólitíska andstæðinga, á fjölmiðla og forsetann. Í hugann kemur bókartitillinn Þetta eru asnar, Guðjón! Hvergi örlar hið minnsta á sjálfsgagnrýni eða efasemdum um eigin getu og stefnu. Tími er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að snúast um Davíð Oddsson, hvað hann vilji, hvað honum finnist, hverjir séu í náðinni hjá honum og hvernig hann sé stemmdur. Verkefnin framundan eru of brýn og mikilsverð til þess að við höfum efni á slíkum leik. Í þeim orðum felst ekki vanmat á stjórnmálamanninum og enn síður óvild gagnvart persónunni sem er merkileg og fín manneskja. Í þeim felast aðeins hin sígildu sannindi að nýir tímar krefjast nýrra manna og nýrra vinnubragða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Í nýútkomnu sagnfræðiriti segir frá formanni öflugra hagsmunasamtaka sem orðinn var sjötugur og hafði verið við stjórnvölinn á fjórða áratug án þess að sú hugsun hefði kviknað að rétt væri að svipast um eftir arftaka sínum. Þegar hann svo veiktist og leit yfir sviðið, þar sem gat að líta marga helstu framtaksmenn þjóðarinnar, komst hann að þeirri niðurstöðu að engum þeirra væri treystandi. Hann bað því jafnaldra sinn sem setið hafði í stjórninni með honum frá upphafi að taka að sér formennskuna. Þetta dæmi sem er dagsatt má hafa til marks um hve blindir hinir ágætustu menn geta orðið á sjálfa sig. Viðhafnarviðtalið við Davíð Oddsson sem Morgunblaðið birti í gær er þessu sama merki brennt nema hvað efasemdir hans um samherjana í flokksforystunni virðast enn meiri. Eftir þrettán ár, Íslandsmet, í stól forsætisráðherra boðar ekki aðeins áframhaldandi setu í ráðherraembætti heldur telur hann ástæðu til að taka sérstaklega fram að hann muni bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á næsta landsfundi sem hann tekur sér fyrir hendur að dagsetja í nóvember á næsta ári þótt ákvörðun um slíkt sé með réttu í höndum miðstjórnar flokksins. Ekki skal dregið í efa að Davíð hefur "mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til [sín] taka" eins og hann kemst að orði; spurningin er fremur hvort sú afstaða eigi sér hljómgrunn í þjóðfélaginu. Davíð getur að sönnu horft hreykinn um öxl til verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að sjá að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina við allt önnur skilyrði og verkefni í upphafi nýrrar aldar. Til þess er hann of fastur í gamla farinu, of íhaldssamur í skoðunum og of gamaldags í stjórnunarstíl. Hann hefði frekar átt að hasla sér völl á nýjum vettvangi þar sem hæfileikar hans fengju notið sín. Það er hins vegar hans eigið verkefni að finna þann vettvang og fráleitt að gera umræður um svo persónulegt mál að einhvers konar þjóðfélagslegu viðfangsefni. Það sem veldur þó mestum vonbrigðum í viðtalinu er að forsætisráðherra virðist engu hafa gleymt og ekkert lært af átökum síðasta sumars þar sem hann beið einhvern mesta ósigur íslensks stjórnmálaforingja fyrr og síðar. Í viðtalinu á þessum tímamótum telur hann við hæfi að skjóta einu sinni enn í allar áttir, á pólitíska andstæðinga, á fjölmiðla og forsetann. Í hugann kemur bókartitillinn Þetta eru asnar, Guðjón! Hvergi örlar hið minnsta á sjálfsgagnrýni eða efasemdum um eigin getu og stefnu. Tími er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að snúast um Davíð Oddsson, hvað hann vilji, hvað honum finnist, hverjir séu í náðinni hjá honum og hvernig hann sé stemmdur. Verkefnin framundan eru of brýn og mikilsverð til þess að við höfum efni á slíkum leik. Í þeim orðum felst ekki vanmat á stjórnmálamanninum og enn síður óvild gagnvart persónunni sem er merkileg og fín manneskja. Í þeim felast aðeins hin sígildu sannindi að nýir tímar krefjast nýrra manna og nýrra vinnubragða.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun