Þörf er á meiri sveigjanleika 8. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Auðvelt er að setja sig í spor beggja deilenda í máli öryrkjans sem borinn var út úr leiguíbúð í eigu Reykjavíkurborgar í lok síðustu viku vegna vangreiddrar húsaleigu til langs tíma. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir réttilega hér í blaðinu í gær að ekki sé hægt að una við það að einstakir leigjendur félagslegra íbúða hækki velferðarstyrk sinn mánuðum og jafnvel árum saman með því að vanrækja greiðslu húsaleigu. Í orðum hennar liggur að umrætt mál snúist ekki um greiðslugetu viðkomandi skjólstæðings Félagsþjónustunnar heldur viljaleysi og skort á ábyrgðarkennd. Sjónarmið Ögmundar Jónassonar alþingismanns er líka réttmætt og raunar almennt viðurkennt hér á landi. Enginn á að þurfa að standa uppi án húsnæðis í einhverju ríkasta þjóðfélagi veraldar. Enginn á að vera á götunni eða búa við umkomuleysi vegna fátæktar eða aðstæðna sem viðkomandi ræður ekki við. Deila Bjarkar og Ögmundar er áhugaverð frá stjórnmálasjónarmiði. Þau tilheyra bæði flokki Vinstri grænna sem telur sig helsta málsvara láglaunafólks og hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Vegna aðildar að Reykjavíkurlistanum hafa fulltrúar flokksins komist til valda og áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar. Með Björk Vilhelmsdóttur sem formann félagsmálaráðs má heita að Vinstri grænir ráði því sem þeir vilja ráða um félagsþjónustu borgarinnar. Ekki er órökrétt er að álykta að vinnubrögð þeirra hjá borginni endurspegli hvernig þeir stæðu að málum ef þeir færu með völdin í þjóðfélaginu öllu. Þó að Vinstri grænir vilji í orði kveðnu gera allt fyrir alla og mæli í kosningum af meira örlæti um samhjálp og jafna dreifingu lífsgæða en nokkur annar stjórnmálaflokkur vita forystumenn þeirra að jafnvel í gnægtaþjóðfélagi eru félagslegri aðstoð takmörk sett. Hafi einhver trúað því að Vinstri grænir hefðu undir höndum lykil að allsherjarlausn félagslegra vandamála sýnir framganga þeirra í valdastöðu að svo er ekki. Vinstri grænir eru þó auðvitað aukaatriði í öryrkjamálinu sjálfu. Miklu mikilvægari hlið málsins snýr að vinnubrögðum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Spurningar vakna um sveigjanleika hennar við erfið skilyrði. Alkunna er að jafnvel hin bestu samhjálparkerfi hafa tilhneigingu til að frjósa og lokast og blindast þegar þau standa frammi fyrir óvenjulegum úrlausnarefnum. Kerfin virka best þegar hægt er að fylgja forskrift og venjum. Félagsþjónustan braut engar reglur í öryrkjamálinu. Frá almennu sjónarmiði er ekkert aðfinnsluvert við að fólk sem sýnir ábyrgðarleysi og ámælisverða framkomu, hvort sem það á við í þessu máli eða ekki, sé látið taka afleiðingum þess. En í öryrkjamálinu stendur Félagsþjónustan frammi fyrir því að með því að fylgja reglum sínum út í æsar "leysir" hún vandann eins og hann birtist á einu sviðinu en skapar um leið annan vanda á öðru sviði sem henni samkvæmt sömu reglum ber að finna lausn á. Einhvers staðar verða "vondir" að vera. Í þessu ljósi virðist aðkallandi að Félagsþjónustan leggi aukna hugsun og vinnu í að fást við "erfiða" skjólstæðinga og finna úrræði handa þeim án þess að þeir lendi í óviðunandi aðstæðum og vítahring sem hætt er við að magni aðeins ógæfu þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Auðvelt er að setja sig í spor beggja deilenda í máli öryrkjans sem borinn var út úr leiguíbúð í eigu Reykjavíkurborgar í lok síðustu viku vegna vangreiddrar húsaleigu til langs tíma. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir réttilega hér í blaðinu í gær að ekki sé hægt að una við það að einstakir leigjendur félagslegra íbúða hækki velferðarstyrk sinn mánuðum og jafnvel árum saman með því að vanrækja greiðslu húsaleigu. Í orðum hennar liggur að umrætt mál snúist ekki um greiðslugetu viðkomandi skjólstæðings Félagsþjónustunnar heldur viljaleysi og skort á ábyrgðarkennd. Sjónarmið Ögmundar Jónassonar alþingismanns er líka réttmætt og raunar almennt viðurkennt hér á landi. Enginn á að þurfa að standa uppi án húsnæðis í einhverju ríkasta þjóðfélagi veraldar. Enginn á að vera á götunni eða búa við umkomuleysi vegna fátæktar eða aðstæðna sem viðkomandi ræður ekki við. Deila Bjarkar og Ögmundar er áhugaverð frá stjórnmálasjónarmiði. Þau tilheyra bæði flokki Vinstri grænna sem telur sig helsta málsvara láglaunafólks og hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Vegna aðildar að Reykjavíkurlistanum hafa fulltrúar flokksins komist til valda og áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar. Með Björk Vilhelmsdóttur sem formann félagsmálaráðs má heita að Vinstri grænir ráði því sem þeir vilja ráða um félagsþjónustu borgarinnar. Ekki er órökrétt er að álykta að vinnubrögð þeirra hjá borginni endurspegli hvernig þeir stæðu að málum ef þeir færu með völdin í þjóðfélaginu öllu. Þó að Vinstri grænir vilji í orði kveðnu gera allt fyrir alla og mæli í kosningum af meira örlæti um samhjálp og jafna dreifingu lífsgæða en nokkur annar stjórnmálaflokkur vita forystumenn þeirra að jafnvel í gnægtaþjóðfélagi eru félagslegri aðstoð takmörk sett. Hafi einhver trúað því að Vinstri grænir hefðu undir höndum lykil að allsherjarlausn félagslegra vandamála sýnir framganga þeirra í valdastöðu að svo er ekki. Vinstri grænir eru þó auðvitað aukaatriði í öryrkjamálinu sjálfu. Miklu mikilvægari hlið málsins snýr að vinnubrögðum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Spurningar vakna um sveigjanleika hennar við erfið skilyrði. Alkunna er að jafnvel hin bestu samhjálparkerfi hafa tilhneigingu til að frjósa og lokast og blindast þegar þau standa frammi fyrir óvenjulegum úrlausnarefnum. Kerfin virka best þegar hægt er að fylgja forskrift og venjum. Félagsþjónustan braut engar reglur í öryrkjamálinu. Frá almennu sjónarmiði er ekkert aðfinnsluvert við að fólk sem sýnir ábyrgðarleysi og ámælisverða framkomu, hvort sem það á við í þessu máli eða ekki, sé látið taka afleiðingum þess. En í öryrkjamálinu stendur Félagsþjónustan frammi fyrir því að með því að fylgja reglum sínum út í æsar "leysir" hún vandann eins og hann birtist á einu sviðinu en skapar um leið annan vanda á öðru sviði sem henni samkvæmt sömu reglum ber að finna lausn á. Einhvers staðar verða "vondir" að vera. Í þessu ljósi virðist aðkallandi að Félagsþjónustan leggi aukna hugsun og vinnu í að fást við "erfiða" skjólstæðinga og finna úrræði handa þeim án þess að þeir lendi í óviðunandi aðstæðum og vítahring sem hætt er við að magni aðeins ógæfu þeirra.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun