Íslenskar vörur ódýrari 7. september 2004 00:01 Verðkönnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í fjórum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í júlí síðastliðnum leiddi í ljós að samanlagt meðalverð íslenskra vara í könnuninni var 10,3% lægra en þeirra erlendu. Samtökin segja niðurstöðuna athyglisverða í ljósi niðurstaðna könnunar IMG Gallups fyrir Samtök iðnaðarins frá í vor þar sem 83,7% töldu verð íslenskra matvara almennt hærra en á hliðstæðum erlendum matvörum. Í tilkynningu samtakanna segir að verðkönnunin hafi verið gerð í verslunum Hagkaupa, Nóatúns, Fjarðarkaupa og Samkaupa. Valdar voru almennar neysluvörur til heimilisnota í ýmsum vöruflokkum og þess vandlega gætt að velja eins sambærilegar vörur og kostur var. Reiknað var meðalverð hverrar vöru í verslununum fjórum. Þegar um þyngdarmun eða mismunandi magn var að ræða var verð varanna umreiknað til að það yrði samanburðarhæft. Kannað var verð á 23 vörutegundum og reyndist meðalverð íslensku varanna lægra í 13 tilvikum. Heildarverð innkaupakörfunnar með íslensku vörunum var 4.710 krónur en verð erlendu körfunnar 5.195 krónur. Mismunurinn var 485 krónur eða 10,3%. Í könnun IMG Gallups frá því í vor var spurt: Telur þú að verð á íslenskum matvörum sé almennt hærra eða lægra en verð á hliðstæðum erlendum matvörum? Þá töldu 83,7% að íslensku vörurnar væru dýrari, 13,8% töldu verðið svipað en 2,5% að íslensku vörurnar væru ódýrari. Þótt hér sé spurt um matvörur gefur könnunin vísbendingar um viðhorf Íslendinga. Verðkönnun SI frá í sumar gefur hins vegar vísbendingar um hið gagnstæða. Árið 1995 var sams konar verðkönnun gerð á vegum átaksins Íslenskt, já takk. Tilefnið þá var, eins og nú, könnun IMG Gallups sem sýndi að 70% íslenskra neytenda töldu að íslenskar vörur væru dýrari en erlendar. Niðurstaða verðkönnunarinnar 1995 leiddi í ljós að íslensku vörurnar reyndust 17% ódýrari að meðaltali. Þótt heildarverðmunurinn sé minni nú en 1995 segja Samtök iðnaðarins vert að líta til þeirrar staðreyndar að gengi krónunnar er mun sterkara nú og samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu erfiðari en fyrir níu árum. Neytendur Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Verðkönnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í fjórum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í júlí síðastliðnum leiddi í ljós að samanlagt meðalverð íslenskra vara í könnuninni var 10,3% lægra en þeirra erlendu. Samtökin segja niðurstöðuna athyglisverða í ljósi niðurstaðna könnunar IMG Gallups fyrir Samtök iðnaðarins frá í vor þar sem 83,7% töldu verð íslenskra matvara almennt hærra en á hliðstæðum erlendum matvörum. Í tilkynningu samtakanna segir að verðkönnunin hafi verið gerð í verslunum Hagkaupa, Nóatúns, Fjarðarkaupa og Samkaupa. Valdar voru almennar neysluvörur til heimilisnota í ýmsum vöruflokkum og þess vandlega gætt að velja eins sambærilegar vörur og kostur var. Reiknað var meðalverð hverrar vöru í verslununum fjórum. Þegar um þyngdarmun eða mismunandi magn var að ræða var verð varanna umreiknað til að það yrði samanburðarhæft. Kannað var verð á 23 vörutegundum og reyndist meðalverð íslensku varanna lægra í 13 tilvikum. Heildarverð innkaupakörfunnar með íslensku vörunum var 4.710 krónur en verð erlendu körfunnar 5.195 krónur. Mismunurinn var 485 krónur eða 10,3%. Í könnun IMG Gallups frá því í vor var spurt: Telur þú að verð á íslenskum matvörum sé almennt hærra eða lægra en verð á hliðstæðum erlendum matvörum? Þá töldu 83,7% að íslensku vörurnar væru dýrari, 13,8% töldu verðið svipað en 2,5% að íslensku vörurnar væru ódýrari. Þótt hér sé spurt um matvörur gefur könnunin vísbendingar um viðhorf Íslendinga. Verðkönnun SI frá í sumar gefur hins vegar vísbendingar um hið gagnstæða. Árið 1995 var sams konar verðkönnun gerð á vegum átaksins Íslenskt, já takk. Tilefnið þá var, eins og nú, könnun IMG Gallups sem sýndi að 70% íslenskra neytenda töldu að íslenskar vörur væru dýrari en erlendar. Niðurstaða verðkönnunarinnar 1995 leiddi í ljós að íslensku vörurnar reyndust 17% ódýrari að meðaltali. Þótt heildarverðmunurinn sé minni nú en 1995 segja Samtök iðnaðarins vert að líta til þeirrar staðreyndar að gengi krónunnar er mun sterkara nú og samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu erfiðari en fyrir níu árum.
Neytendur Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira