Rangt stríð í sviðsljósinu 7. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Vofa Víetnamstríðsins er ljóslifandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum þótt liðin séu nærri þrjátíu ár síðan þátttöku þeirra í stríðsrekstrinum lauk. Þetta hefur leitt til þess að veruleiki stríðsins í Írak, sem ætti að vera eitt helsta umræðuefni kosningabaráttunnar, hverfur í skuggann. Það var John Kerry, forsetaefni demókrata, sem setti Víetnamstríðið á dagskrá kosninganna. Hann var sjálfboðaliði í herliði Bandaríkjanna í Víetnam í nokkra mánuði í lok sjöunda áratugarins og hlaut þrjár orður fyrir frækna framgöngu. Líklegt er að Kerry hafi viljað leggja áherslu á hugprýði sína í samhengi við orðasveim um að George Bush, núverandi forseti, hafi með klíkuskap komið sér undan herþjónustu í Víetnam. Þá hefur Kerry látið þau orð falla að maður sem tekið hafi þátt í stríði eins og hann eigi auðveldara með að stýra herafla Bandaríkjanna og skilja þarfir hans en maður sem enga reynslu hefur af vígvellinum. Vandi Kerrys er hins vegar sá að eftir að hann kom heim frá Víetnam gerðist hann einn ákveðnasti andstæðingur styrjaldarinnar og þátttöku Bandaríkjamanna í henni. Hann lét þá þung orð falla um framferði bandarískra hermanna og taldi sig hafa vitneskju um að ýmsir í þeirra hópi hefðu orðið berir að stríðsglæpum. Þessi orð hafa margir fyrrverandi hermenn frá Víetnam átt erfitt með að fyrirgefa honum. Þeir eru nú fjölmennur og öflugur þrýstihópur í Bandaríkjunum. Þeim finnst Kerry hafa logið upp á þá sökum. Segja má að þeir hafi verið á eftir honum allt frá því að hann hóf stjórnmálaafskipti á áttunda ártugnum. Þótt Kerry hefði ekki sett Víetnam á dagskrá kosningabaráttunnar hefðu þessir fyrrverandi hermenn gert það eins og sjónvarpsauglýsingin illræmda og bókin Unfit for Command eru til marks um. En ekki er víst að herferðin gegn Kerry hefði orðið sá smellur og miðdepill athygli sem raun ber vitni ef hann hefði ekki sjálfur plægt jarðveginn. Ástæða er til að efast um þá fullyrðingu Kerrys að þátttaka hans í Víetnamstríðinu geri hann hæfari en Bush forseta til að vera leiðtogi Bandaríkjanna. Fyrir utan það hve þversagnarkenndur þessi málflutningur er í ljósi þess að Kerry var einn nafnkunnasti andstæðingur stríðsins er rétt að hafa í huga að eðli og skipulag hernaðar og hernaðarbúnaður allur hefur tekið grundvallarbreytingum á undanförnum árum og áratugum. Ósennilegt er að nokkurn markverðan lærdóm megi draga af stríðsrekstrinum í Víetanam fyrir nútímaátök. Bandaríkjamenn ættu frekar að tala um Írak en Víetnam nú þegar þeir ganga að kjörborðinu til að ákveða hver utanríkis- og hermálastefna landsins verður næstu fjögur árin. Þar er hins vegar sá vandi að Kerry var stuðningsmaður innrásarinnar og hefur ekki veitt trúverðug svör við því hvert hann stefni í málefnum Íraks verði hann kjörinn forseti. Hann hefur gagnrýnt Bush og gert mikið úr óförum hersins í Írak en enga leiðsögn veitt um hvernig hann sjálfur hugsi sér að halda á málum. Bandaríkjamenn hafa því enga skýra valkosti í Íraksmálinu, einu mikilvægasta máli samtímans, og sitja uppi með fáránlegar deilur um þrjátíu ára gamalt stríð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Vofa Víetnamstríðsins er ljóslifandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum þótt liðin séu nærri þrjátíu ár síðan þátttöku þeirra í stríðsrekstrinum lauk. Þetta hefur leitt til þess að veruleiki stríðsins í Írak, sem ætti að vera eitt helsta umræðuefni kosningabaráttunnar, hverfur í skuggann. Það var John Kerry, forsetaefni demókrata, sem setti Víetnamstríðið á dagskrá kosninganna. Hann var sjálfboðaliði í herliði Bandaríkjanna í Víetnam í nokkra mánuði í lok sjöunda áratugarins og hlaut þrjár orður fyrir frækna framgöngu. Líklegt er að Kerry hafi viljað leggja áherslu á hugprýði sína í samhengi við orðasveim um að George Bush, núverandi forseti, hafi með klíkuskap komið sér undan herþjónustu í Víetnam. Þá hefur Kerry látið þau orð falla að maður sem tekið hafi þátt í stríði eins og hann eigi auðveldara með að stýra herafla Bandaríkjanna og skilja þarfir hans en maður sem enga reynslu hefur af vígvellinum. Vandi Kerrys er hins vegar sá að eftir að hann kom heim frá Víetnam gerðist hann einn ákveðnasti andstæðingur styrjaldarinnar og þátttöku Bandaríkjamanna í henni. Hann lét þá þung orð falla um framferði bandarískra hermanna og taldi sig hafa vitneskju um að ýmsir í þeirra hópi hefðu orðið berir að stríðsglæpum. Þessi orð hafa margir fyrrverandi hermenn frá Víetnam átt erfitt með að fyrirgefa honum. Þeir eru nú fjölmennur og öflugur þrýstihópur í Bandaríkjunum. Þeim finnst Kerry hafa logið upp á þá sökum. Segja má að þeir hafi verið á eftir honum allt frá því að hann hóf stjórnmálaafskipti á áttunda ártugnum. Þótt Kerry hefði ekki sett Víetnam á dagskrá kosningabaráttunnar hefðu þessir fyrrverandi hermenn gert það eins og sjónvarpsauglýsingin illræmda og bókin Unfit for Command eru til marks um. En ekki er víst að herferðin gegn Kerry hefði orðið sá smellur og miðdepill athygli sem raun ber vitni ef hann hefði ekki sjálfur plægt jarðveginn. Ástæða er til að efast um þá fullyrðingu Kerrys að þátttaka hans í Víetnamstríðinu geri hann hæfari en Bush forseta til að vera leiðtogi Bandaríkjanna. Fyrir utan það hve þversagnarkenndur þessi málflutningur er í ljósi þess að Kerry var einn nafnkunnasti andstæðingur stríðsins er rétt að hafa í huga að eðli og skipulag hernaðar og hernaðarbúnaður allur hefur tekið grundvallarbreytingum á undanförnum árum og áratugum. Ósennilegt er að nokkurn markverðan lærdóm megi draga af stríðsrekstrinum í Víetanam fyrir nútímaátök. Bandaríkjamenn ættu frekar að tala um Írak en Víetnam nú þegar þeir ganga að kjörborðinu til að ákveða hver utanríkis- og hermálastefna landsins verður næstu fjögur árin. Þar er hins vegar sá vandi að Kerry var stuðningsmaður innrásarinnar og hefur ekki veitt trúverðug svör við því hvert hann stefni í málefnum Íraks verði hann kjörinn forseti. Hann hefur gagnrýnt Bush og gert mikið úr óförum hersins í Írak en enga leiðsögn veitt um hvernig hann sjálfur hugsi sér að halda á málum. Bandaríkjamenn hafa því enga skýra valkosti í Íraksmálinu, einu mikilvægasta máli samtímans, og sitja uppi með fáránlegar deilur um þrjátíu ára gamalt stríð.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun