Nýtt þjóðfélag í sköpun 31. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Samtök verslunar og þjónustu birtu í gær nýjar tölur um hlutfall erlendra tekna þjónustugreina af heildargjaldeyristekjum landsmanna. Urðu þær 36,6% á síðasta ári sem er aukning um átta prósent frá árinu 2002 þegar hlutfallið var 33,9%. Til samanburður voru gjaldeyristekjur af sjávarútvegi í fyrra litlu meiri eða 39,5%. Þessar tölur segja okkur að nýtt þjóðfélag er í sköpun á Íslandi; árétta að einhæfni atvinnulífsins er liðin tíð. Sjávarútvegur, bæði veiðar og vinnsla, hefur löngum verið skilgreindur sem "undirstöðuatvinnuvegur" þjóðarinnar, ekki síst vegna framlags hans til gjaldeyrisöflunar. Án erlends gjaldeyris til að greiða fyrir innfluttar vörur og þjónustu má segja að íslenskt þjóðfélag sé óstarfhæft. Eru fáar þjóðir jafn háðar utanríkisviðskiptum og við Íslendingar. Vægi sjávarútvegs setti mark sitt á atvinnulíf og efnahagsmál á öldinni sem leið. Allt þjóðlífið var með einum eða öðrum hætti merkt áherslunni á sjávarútveginn. Afli, vinnsla og sala fiskafurða voru helstu fréttir fjölmiðla. Málefni atvinnugreinarinnar voru órjúfanlega tengd öllum kjarasamningum á vinnumarkaði. Hinar frægu "efnahagsaðgerðir" ríkisstjórna, sem voru fastur liður á þriggja mánaða fresti um langt árabil, miðuðu öðru fremur að því að tryggja að sjávarútvegsfyrirtæki væru ekki rekin með halla. Þessi áhersla leiddi til vondrar skekkju í hagstjórn og skaðaði uppbyggingu annarra atvinnugreina. Forsjárhyggjan olli sjávarútvegi einnig tjóni; það var ekki fyrr en kvótakerfið varð að markaðskerfi með framseljanlegum aflaheimildum á tíunda áratugnum sem greinin í heild náði raunverulegu flugi á eigin forsendum.Síðan hefur hún eflst og dafnað þannig að það er ekki hnignun sjávarútvegs sem veldur því að hann er að falla úr fyrsta sæti gjaldeyrisskapandi atvinnugreina. Því ræður stórsókn þjónustugreina og iðnaðar við ný og frjálsleg skilyrði atvinnulífsins. Hinn erlendi gjaldeyrir sem þjónustugreinar afla kemur að drýgstum hluta frá samgöngum, þ.e. flutningastarfsemi, síðan fjármálastarfsemi bankanna og loks frá erlendum ferðamönnum. Fyrirtæki í þessum þjónustugreinum og skyldum hafa innan sinna vébanda rúmlega sjötíu prósent allra Íslendinga á vinnumarkaði. Þau greiða jafnframt langmest allra lögaðila í opinber gjöld. Í þessu ljósi er ekki órökrétt sú uppástunga í Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu í gær að tala um Íslendinga sem þjónustuþjóð fremur en fiskveiðiþjóð. Breytingarnar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á undanförnum árum hafa orðið ýmsum áhyggjuefni. Hafa áhrifamenn hvatt til þess að stjórnvöld setji starfsemi fyrirtækja þrengri skorður. Það væri misráðið. Hér eiga ekki að vera aðrar reglur um viðskiptalíf og atvinnuvegi en tíðkast í nágrannalöndum okkar og helstu viðskiptalöndum. Það er einmitt frjálsræðið og skynsamleg skattastefna ríkisstjórnarinnar sem hefur ráðið miklu um þá gleðilegu þróun sem orðið hefur í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Samtök verslunar og þjónustu birtu í gær nýjar tölur um hlutfall erlendra tekna þjónustugreina af heildargjaldeyristekjum landsmanna. Urðu þær 36,6% á síðasta ári sem er aukning um átta prósent frá árinu 2002 þegar hlutfallið var 33,9%. Til samanburður voru gjaldeyristekjur af sjávarútvegi í fyrra litlu meiri eða 39,5%. Þessar tölur segja okkur að nýtt þjóðfélag er í sköpun á Íslandi; árétta að einhæfni atvinnulífsins er liðin tíð. Sjávarútvegur, bæði veiðar og vinnsla, hefur löngum verið skilgreindur sem "undirstöðuatvinnuvegur" þjóðarinnar, ekki síst vegna framlags hans til gjaldeyrisöflunar. Án erlends gjaldeyris til að greiða fyrir innfluttar vörur og þjónustu má segja að íslenskt þjóðfélag sé óstarfhæft. Eru fáar þjóðir jafn háðar utanríkisviðskiptum og við Íslendingar. Vægi sjávarútvegs setti mark sitt á atvinnulíf og efnahagsmál á öldinni sem leið. Allt þjóðlífið var með einum eða öðrum hætti merkt áherslunni á sjávarútveginn. Afli, vinnsla og sala fiskafurða voru helstu fréttir fjölmiðla. Málefni atvinnugreinarinnar voru órjúfanlega tengd öllum kjarasamningum á vinnumarkaði. Hinar frægu "efnahagsaðgerðir" ríkisstjórna, sem voru fastur liður á þriggja mánaða fresti um langt árabil, miðuðu öðru fremur að því að tryggja að sjávarútvegsfyrirtæki væru ekki rekin með halla. Þessi áhersla leiddi til vondrar skekkju í hagstjórn og skaðaði uppbyggingu annarra atvinnugreina. Forsjárhyggjan olli sjávarútvegi einnig tjóni; það var ekki fyrr en kvótakerfið varð að markaðskerfi með framseljanlegum aflaheimildum á tíunda áratugnum sem greinin í heild náði raunverulegu flugi á eigin forsendum.Síðan hefur hún eflst og dafnað þannig að það er ekki hnignun sjávarútvegs sem veldur því að hann er að falla úr fyrsta sæti gjaldeyrisskapandi atvinnugreina. Því ræður stórsókn þjónustugreina og iðnaðar við ný og frjálsleg skilyrði atvinnulífsins. Hinn erlendi gjaldeyrir sem þjónustugreinar afla kemur að drýgstum hluta frá samgöngum, þ.e. flutningastarfsemi, síðan fjármálastarfsemi bankanna og loks frá erlendum ferðamönnum. Fyrirtæki í þessum þjónustugreinum og skyldum hafa innan sinna vébanda rúmlega sjötíu prósent allra Íslendinga á vinnumarkaði. Þau greiða jafnframt langmest allra lögaðila í opinber gjöld. Í þessu ljósi er ekki órökrétt sú uppástunga í Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu í gær að tala um Íslendinga sem þjónustuþjóð fremur en fiskveiðiþjóð. Breytingarnar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á undanförnum árum hafa orðið ýmsum áhyggjuefni. Hafa áhrifamenn hvatt til þess að stjórnvöld setji starfsemi fyrirtækja þrengri skorður. Það væri misráðið. Hér eiga ekki að vera aðrar reglur um viðskiptalíf og atvinnuvegi en tíðkast í nágrannalöndum okkar og helstu viðskiptalöndum. Það er einmitt frjálsræðið og skynsamleg skattastefna ríkisstjórnarinnar sem hefur ráðið miklu um þá gleðilegu þróun sem orðið hefur í atvinnulífinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun