Fleiri störf eða betri bætur 23. ágúst 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þrátt fyrir aukinn hagvöxt, ívið meiri verðbólgu og nokkra eignaþenslu þessi misserin er augljóst að ekki dregur úr atvinnuleysi fólks. Hagræðing innan fyrirtækja, sparnaðaraðgerðir og fækkun starfsfólks virðast vega upp áhrif af framkvæmdum tengdum álverum og virkjunum. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir -- sem nefndar hafa verið mestu framkvæmdir Íslandssögunnar -- hefur atvinnuleysi aukist fremur en að dregið hafi úr því. Í júlí voru rúmlega fimm þúsund manns án atvinnu. Það eru ekki mörg ár síðan slíkt hefði verið talið stórkostlegt vandamál sem bregðast yrði við sem allra fyrst. Þetta er hins vegar að verða sá fjöldi sem er reglulega án atvinnu. Innan þessa hóps er fólk sem hefur verið atvinnulaust mánuðum og jafnvel árum saman. Aukin samkeppni meðal íslenskra fyritækja, aukin samkeppni við vörur og þjónustu að utan og auknar kröfur hluthafa um arð af fjárfestingu sinni hafa breytt svipmóti íslensks atvinnurekstrar á undanförnum árum. Fyrirtækin hafa þurft að laga sig að þessum breytingum með hagræðingu, aukinni framlegð og betri nýtingu mannaflans. Þessi breyting er í sjálfu sér góð. Í einangruðu hagkerfi síðustu aldar urðu íslensk fyrirtæki helst til of löt og feit. Flestum þeirra veitti ekki af því að skerpa markmiðin og laga starfsemi sína að þeim. Gamla kerfið fól í sér verðmætasóun og lélega nýtingu á starfsorku fólks. Slíkt er léleg verkmenning. Ef við erum á annað borð að mæta til vinnu eigum við að gera þá kröfu að sem mest verðmæti verði til við vinnu okkar. Í breytingum á íslenskum fyrirtækjum liggja óteljandi tækifæri. Um leið og eitt fyrirtæki bætir framlegð starfsfólksins, og fækkar þar af leiðandi þeim einstaklingum sem þurfa að sinna störfunum án þess að draga úr framleiðslu sinni eða þjónustu, gefst öðrum fyrirtækjum tækifæri á að krækja í þetta starfsfólk og virkja það til nýrra verka. Það má jafnvel fagna því að ónýtt fyrirtæki með lélega framlegð og vonda nýtingu starfsfólks og fjármagns fari á höfuðið. Það má þá nýta orku starfsfólksins og hugmyndaflug betur á nýjum vettvangi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið að fara í gegnum svona umbreytingatíma um nokkurt skeið. Ef litið er yfir atvinnuleysistölur undanfarinna ára virðist hins vegar sem nýsköpun atvinnulífsins hafi ekki haldið í við umbreytinguna. Fyrirtæki hafa fækkað starfsfólki en ný störf hafa ekki orðið til í sama mæli. Og það er langt í land að atvinnulífinu takist að búa til störf fyrir reglulega fjölgun atvinnubærra manna. Atvinnulífinu virðist þannig hafa tekist að nýta fjármagnið betur en mannauðinn. Íslendingar hafa aldrei þurft að búa við langvarandi atvinnuleysi á borð við flestar Evrópuþjóðir. Það sést ekki aðeins á atvinnuleysistölum heldur ekki síður á stuðningskerfi okkar við þá sem ekki njóta atvinnu. Okkar kerfi er miðað við smávægilega aðstoð vegna mjög tímabundins ástands. Sá sem verður atvinnulaus mánuðum saman á Íslandi lendir í alvarlegum vanda; honum og fjölskyldu hans er í raun varpað niður að hungurmörkum. Ef atvinnulífinu tekst ekki að byggja upp meiri nýsköpun og fjölga störfum verðum við að endurskoða stöðuna og fara að feta okkur að evrópsku kerfi til stuðnings atvinnulausum. Og við skulum ekki blekkja okkur á því að við getum séð til og vonað að bráðum rætist úr. Þeir rúmlega fimm þúsund manns sem eru atvinnulausir -- og þær fimm þúsund fjölskyldur sem þetta atvinnuleysi snertir -- hafa ekki mikla biðlund við hungurmörkin. Íslenskt atvinnulíf stendur því frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að auka nýbreytni og fjölga störfum og hins vegar að bera kostnað af dýrara stuðningskerfi við atvinnulausa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þrátt fyrir aukinn hagvöxt, ívið meiri verðbólgu og nokkra eignaþenslu þessi misserin er augljóst að ekki dregur úr atvinnuleysi fólks. Hagræðing innan fyrirtækja, sparnaðaraðgerðir og fækkun starfsfólks virðast vega upp áhrif af framkvæmdum tengdum álverum og virkjunum. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir -- sem nefndar hafa verið mestu framkvæmdir Íslandssögunnar -- hefur atvinnuleysi aukist fremur en að dregið hafi úr því. Í júlí voru rúmlega fimm þúsund manns án atvinnu. Það eru ekki mörg ár síðan slíkt hefði verið talið stórkostlegt vandamál sem bregðast yrði við sem allra fyrst. Þetta er hins vegar að verða sá fjöldi sem er reglulega án atvinnu. Innan þessa hóps er fólk sem hefur verið atvinnulaust mánuðum og jafnvel árum saman. Aukin samkeppni meðal íslenskra fyritækja, aukin samkeppni við vörur og þjónustu að utan og auknar kröfur hluthafa um arð af fjárfestingu sinni hafa breytt svipmóti íslensks atvinnurekstrar á undanförnum árum. Fyrirtækin hafa þurft að laga sig að þessum breytingum með hagræðingu, aukinni framlegð og betri nýtingu mannaflans. Þessi breyting er í sjálfu sér góð. Í einangruðu hagkerfi síðustu aldar urðu íslensk fyrirtæki helst til of löt og feit. Flestum þeirra veitti ekki af því að skerpa markmiðin og laga starfsemi sína að þeim. Gamla kerfið fól í sér verðmætasóun og lélega nýtingu á starfsorku fólks. Slíkt er léleg verkmenning. Ef við erum á annað borð að mæta til vinnu eigum við að gera þá kröfu að sem mest verðmæti verði til við vinnu okkar. Í breytingum á íslenskum fyrirtækjum liggja óteljandi tækifæri. Um leið og eitt fyrirtæki bætir framlegð starfsfólksins, og fækkar þar af leiðandi þeim einstaklingum sem þurfa að sinna störfunum án þess að draga úr framleiðslu sinni eða þjónustu, gefst öðrum fyrirtækjum tækifæri á að krækja í þetta starfsfólk og virkja það til nýrra verka. Það má jafnvel fagna því að ónýtt fyrirtæki með lélega framlegð og vonda nýtingu starfsfólks og fjármagns fari á höfuðið. Það má þá nýta orku starfsfólksins og hugmyndaflug betur á nýjum vettvangi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið að fara í gegnum svona umbreytingatíma um nokkurt skeið. Ef litið er yfir atvinnuleysistölur undanfarinna ára virðist hins vegar sem nýsköpun atvinnulífsins hafi ekki haldið í við umbreytinguna. Fyrirtæki hafa fækkað starfsfólki en ný störf hafa ekki orðið til í sama mæli. Og það er langt í land að atvinnulífinu takist að búa til störf fyrir reglulega fjölgun atvinnubærra manna. Atvinnulífinu virðist þannig hafa tekist að nýta fjármagnið betur en mannauðinn. Íslendingar hafa aldrei þurft að búa við langvarandi atvinnuleysi á borð við flestar Evrópuþjóðir. Það sést ekki aðeins á atvinnuleysistölum heldur ekki síður á stuðningskerfi okkar við þá sem ekki njóta atvinnu. Okkar kerfi er miðað við smávægilega aðstoð vegna mjög tímabundins ástands. Sá sem verður atvinnulaus mánuðum saman á Íslandi lendir í alvarlegum vanda; honum og fjölskyldu hans er í raun varpað niður að hungurmörkum. Ef atvinnulífinu tekst ekki að byggja upp meiri nýsköpun og fjölga störfum verðum við að endurskoða stöðuna og fara að feta okkur að evrópsku kerfi til stuðnings atvinnulausum. Og við skulum ekki blekkja okkur á því að við getum séð til og vonað að bráðum rætist úr. Þeir rúmlega fimm þúsund manns sem eru atvinnulausir -- og þær fimm þúsund fjölskyldur sem þetta atvinnuleysi snertir -- hafa ekki mikla biðlund við hungurmörkin. Íslenskt atvinnulíf stendur því frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að auka nýbreytni og fjölga störfum og hins vegar að bera kostnað af dýrara stuðningskerfi við atvinnulausa.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun