Fleiri störf eða betri bætur 23. ágúst 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þrátt fyrir aukinn hagvöxt, ívið meiri verðbólgu og nokkra eignaþenslu þessi misserin er augljóst að ekki dregur úr atvinnuleysi fólks. Hagræðing innan fyrirtækja, sparnaðaraðgerðir og fækkun starfsfólks virðast vega upp áhrif af framkvæmdum tengdum álverum og virkjunum. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir -- sem nefndar hafa verið mestu framkvæmdir Íslandssögunnar -- hefur atvinnuleysi aukist fremur en að dregið hafi úr því. Í júlí voru rúmlega fimm þúsund manns án atvinnu. Það eru ekki mörg ár síðan slíkt hefði verið talið stórkostlegt vandamál sem bregðast yrði við sem allra fyrst. Þetta er hins vegar að verða sá fjöldi sem er reglulega án atvinnu. Innan þessa hóps er fólk sem hefur verið atvinnulaust mánuðum og jafnvel árum saman. Aukin samkeppni meðal íslenskra fyritækja, aukin samkeppni við vörur og þjónustu að utan og auknar kröfur hluthafa um arð af fjárfestingu sinni hafa breytt svipmóti íslensks atvinnurekstrar á undanförnum árum. Fyrirtækin hafa þurft að laga sig að þessum breytingum með hagræðingu, aukinni framlegð og betri nýtingu mannaflans. Þessi breyting er í sjálfu sér góð. Í einangruðu hagkerfi síðustu aldar urðu íslensk fyrirtæki helst til of löt og feit. Flestum þeirra veitti ekki af því að skerpa markmiðin og laga starfsemi sína að þeim. Gamla kerfið fól í sér verðmætasóun og lélega nýtingu á starfsorku fólks. Slíkt er léleg verkmenning. Ef við erum á annað borð að mæta til vinnu eigum við að gera þá kröfu að sem mest verðmæti verði til við vinnu okkar. Í breytingum á íslenskum fyrirtækjum liggja óteljandi tækifæri. Um leið og eitt fyrirtæki bætir framlegð starfsfólksins, og fækkar þar af leiðandi þeim einstaklingum sem þurfa að sinna störfunum án þess að draga úr framleiðslu sinni eða þjónustu, gefst öðrum fyrirtækjum tækifæri á að krækja í þetta starfsfólk og virkja það til nýrra verka. Það má jafnvel fagna því að ónýtt fyrirtæki með lélega framlegð og vonda nýtingu starfsfólks og fjármagns fari á höfuðið. Það má þá nýta orku starfsfólksins og hugmyndaflug betur á nýjum vettvangi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið að fara í gegnum svona umbreytingatíma um nokkurt skeið. Ef litið er yfir atvinnuleysistölur undanfarinna ára virðist hins vegar sem nýsköpun atvinnulífsins hafi ekki haldið í við umbreytinguna. Fyrirtæki hafa fækkað starfsfólki en ný störf hafa ekki orðið til í sama mæli. Og það er langt í land að atvinnulífinu takist að búa til störf fyrir reglulega fjölgun atvinnubærra manna. Atvinnulífinu virðist þannig hafa tekist að nýta fjármagnið betur en mannauðinn. Íslendingar hafa aldrei þurft að búa við langvarandi atvinnuleysi á borð við flestar Evrópuþjóðir. Það sést ekki aðeins á atvinnuleysistölum heldur ekki síður á stuðningskerfi okkar við þá sem ekki njóta atvinnu. Okkar kerfi er miðað við smávægilega aðstoð vegna mjög tímabundins ástands. Sá sem verður atvinnulaus mánuðum saman á Íslandi lendir í alvarlegum vanda; honum og fjölskyldu hans er í raun varpað niður að hungurmörkum. Ef atvinnulífinu tekst ekki að byggja upp meiri nýsköpun og fjölga störfum verðum við að endurskoða stöðuna og fara að feta okkur að evrópsku kerfi til stuðnings atvinnulausum. Og við skulum ekki blekkja okkur á því að við getum séð til og vonað að bráðum rætist úr. Þeir rúmlega fimm þúsund manns sem eru atvinnulausir -- og þær fimm þúsund fjölskyldur sem þetta atvinnuleysi snertir -- hafa ekki mikla biðlund við hungurmörkin. Íslenskt atvinnulíf stendur því frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að auka nýbreytni og fjölga störfum og hins vegar að bera kostnað af dýrara stuðningskerfi við atvinnulausa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þrátt fyrir aukinn hagvöxt, ívið meiri verðbólgu og nokkra eignaþenslu þessi misserin er augljóst að ekki dregur úr atvinnuleysi fólks. Hagræðing innan fyrirtækja, sparnaðaraðgerðir og fækkun starfsfólks virðast vega upp áhrif af framkvæmdum tengdum álverum og virkjunum. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir -- sem nefndar hafa verið mestu framkvæmdir Íslandssögunnar -- hefur atvinnuleysi aukist fremur en að dregið hafi úr því. Í júlí voru rúmlega fimm þúsund manns án atvinnu. Það eru ekki mörg ár síðan slíkt hefði verið talið stórkostlegt vandamál sem bregðast yrði við sem allra fyrst. Þetta er hins vegar að verða sá fjöldi sem er reglulega án atvinnu. Innan þessa hóps er fólk sem hefur verið atvinnulaust mánuðum og jafnvel árum saman. Aukin samkeppni meðal íslenskra fyritækja, aukin samkeppni við vörur og þjónustu að utan og auknar kröfur hluthafa um arð af fjárfestingu sinni hafa breytt svipmóti íslensks atvinnurekstrar á undanförnum árum. Fyrirtækin hafa þurft að laga sig að þessum breytingum með hagræðingu, aukinni framlegð og betri nýtingu mannaflans. Þessi breyting er í sjálfu sér góð. Í einangruðu hagkerfi síðustu aldar urðu íslensk fyrirtæki helst til of löt og feit. Flestum þeirra veitti ekki af því að skerpa markmiðin og laga starfsemi sína að þeim. Gamla kerfið fól í sér verðmætasóun og lélega nýtingu á starfsorku fólks. Slíkt er léleg verkmenning. Ef við erum á annað borð að mæta til vinnu eigum við að gera þá kröfu að sem mest verðmæti verði til við vinnu okkar. Í breytingum á íslenskum fyrirtækjum liggja óteljandi tækifæri. Um leið og eitt fyrirtæki bætir framlegð starfsfólksins, og fækkar þar af leiðandi þeim einstaklingum sem þurfa að sinna störfunum án þess að draga úr framleiðslu sinni eða þjónustu, gefst öðrum fyrirtækjum tækifæri á að krækja í þetta starfsfólk og virkja það til nýrra verka. Það má jafnvel fagna því að ónýtt fyrirtæki með lélega framlegð og vonda nýtingu starfsfólks og fjármagns fari á höfuðið. Það má þá nýta orku starfsfólksins og hugmyndaflug betur á nýjum vettvangi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið að fara í gegnum svona umbreytingatíma um nokkurt skeið. Ef litið er yfir atvinnuleysistölur undanfarinna ára virðist hins vegar sem nýsköpun atvinnulífsins hafi ekki haldið í við umbreytinguna. Fyrirtæki hafa fækkað starfsfólki en ný störf hafa ekki orðið til í sama mæli. Og það er langt í land að atvinnulífinu takist að búa til störf fyrir reglulega fjölgun atvinnubærra manna. Atvinnulífinu virðist þannig hafa tekist að nýta fjármagnið betur en mannauðinn. Íslendingar hafa aldrei þurft að búa við langvarandi atvinnuleysi á borð við flestar Evrópuþjóðir. Það sést ekki aðeins á atvinnuleysistölum heldur ekki síður á stuðningskerfi okkar við þá sem ekki njóta atvinnu. Okkar kerfi er miðað við smávægilega aðstoð vegna mjög tímabundins ástands. Sá sem verður atvinnulaus mánuðum saman á Íslandi lendir í alvarlegum vanda; honum og fjölskyldu hans er í raun varpað niður að hungurmörkum. Ef atvinnulífinu tekst ekki að byggja upp meiri nýsköpun og fjölga störfum verðum við að endurskoða stöðuna og fara að feta okkur að evrópsku kerfi til stuðnings atvinnulausum. Og við skulum ekki blekkja okkur á því að við getum séð til og vonað að bráðum rætist úr. Þeir rúmlega fimm þúsund manns sem eru atvinnulausir -- og þær fimm þúsund fjölskyldur sem þetta atvinnuleysi snertir -- hafa ekki mikla biðlund við hungurmörkin. Íslenskt atvinnulíf stendur því frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að auka nýbreytni og fjölga störfum og hins vegar að bera kostnað af dýrara stuðningskerfi við atvinnulausa.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun