Hin raunverulega þjóðhátíð 18. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ekki er ósennilegt að nafn Reykjavíkurlistans verði í framtíðinni fremur tengt hugmyndinni um menningarnótt í höfuðborginni en sérstökum afrekum meirihluta borgarstjórnar í skipulagsmálum, fjármálastjórn eða félagsþjónustu. Frá því að efnt var til þessarar dagskrár í fyrsta sinn árið 1996 hefur hún unnið hug og hjörtu borgarbúa sem þyrpst hafa þúsundum saman í miðborgina til að njóta þeirra viðburða sem á boðstólum eru og þess sérstaka andrúmslofts sem tekist hefur að skapa á hátíðinni. Dagskrá menningarnætur - eða menningardags eins og nær væri að kalla hana - virðist ætla að verða óvenju fjölbreytt um næstu helgi. Skemmtilegt er að sjá hugmyndaauðgina sem birtist í Tilfinningatorgi, Skáldaati, Þjónahlaupi og Draugasögugöngu svo nefndir séu örfáir nýstárlegir dagskrárliðir með forvitnilegum nöfnum en annars skipta atriðin sem velja má um hundruðum. Við blasir að allir sem leggja hönd á plóginn gera það sönnum metnaði og áhuga sem kemur að innan og á rætur í löngunartilfinningu en ekki tómri skyldrækni. Hundrað þúsund manns komu í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Vænta má annars eins fjölda um næstu helgi. Eru þó ekki liðnir nema um tíu dagar síðan fjörutíu þúsund manns tóku þátt í annarri velheppnaðri veislu í miðborginni, hátíð samkynhneigðra. Athyglisvert er að mun meiri og almennari þátttaka hefur verið í viðburðum menningarnætur undanfarin ár en þjóðhátíð sautjánda júní. Margir þykjast líka merkja að stemningin á þessum tveimur hátíðum sé gerólík. Í raun sé nær að tala um menningarnótt sem hina eiginlegu þjóðhátíð stórs hluta landsmanna sem búsettur er á Suðvesturlandi. Ekki dylst neinum sem gengur um miðborgina að fólk er almennt afslappaðra, glaðara og eftirvæntingarfyllra en á þjóðhátíðinni sem ekki virðist ætla að losna við yfirbragð formfestu og viðhafnarleika. Þjóðhátíðin er í stífpressuðum sparibúningi og virðist ætlast til þess að almenningur sé það líka öndvert við menningarnóttina sem er í þægilegum hversdagsfötum og sér ekkert athugavert við að gestirnir klæði sig og hagi sér eins og þeim fellur best. Einhverjir kunna að vera hugsi yfir þeirri þróun að menningarnótt og aðrar samkomur af sama tagi skyggi á þjóðhátíðina sautjánda júní. Telja kannski að það skapi hættu fyrir sjálfstæði okkar og samheldni. Raddir hafa heyrst um að efla þurfi samkomuhald á fullveldisdaginn 1. desember sem eitt sinn var vinsæll hátíðisdagur. En þetta er á misskilningi byggt. Þjóðrækni og samheldni verður ekki viðhaldið með opinberu tyllidagahaldi eða fyrirmannasamkomum heldur liggja rætur hvors tveggja í sannri tilfinningu fólksins í landinu. Ef það er rétt að sautjándi júní sé smám saman að hopa undan Menningarnótt er það eðlileg þróun sem stafar af veruleika nýs tíma. Sjálfstæðisbaráttunni er löngu lokið og hugmyndaheimur hennar er aðeins til í sögubókum fyrir allan þorra Íslendinga. Nýjar kynslóðir hafa ný umhugsunar- og úrlausnarefni og nýjar hugsjónir. Fremur er ástæða til að fagna því að landsmenn skuli hafa skapað sér nýjan vettvang þar sem þeir geta blandað Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ekki er ósennilegt að nafn Reykjavíkurlistans verði í framtíðinni fremur tengt hugmyndinni um menningarnótt í höfuðborginni en sérstökum afrekum meirihluta borgarstjórnar í skipulagsmálum, fjármálastjórn eða félagsþjónustu. Frá því að efnt var til þessarar dagskrár í fyrsta sinn árið 1996 hefur hún unnið hug og hjörtu borgarbúa sem þyrpst hafa þúsundum saman í miðborgina til að njóta þeirra viðburða sem á boðstólum eru og þess sérstaka andrúmslofts sem tekist hefur að skapa á hátíðinni. Dagskrá menningarnætur - eða menningardags eins og nær væri að kalla hana - virðist ætla að verða óvenju fjölbreytt um næstu helgi. Skemmtilegt er að sjá hugmyndaauðgina sem birtist í Tilfinningatorgi, Skáldaati, Þjónahlaupi og Draugasögugöngu svo nefndir séu örfáir nýstárlegir dagskrárliðir með forvitnilegum nöfnum en annars skipta atriðin sem velja má um hundruðum. Við blasir að allir sem leggja hönd á plóginn gera það sönnum metnaði og áhuga sem kemur að innan og á rætur í löngunartilfinningu en ekki tómri skyldrækni. Hundrað þúsund manns komu í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Vænta má annars eins fjölda um næstu helgi. Eru þó ekki liðnir nema um tíu dagar síðan fjörutíu þúsund manns tóku þátt í annarri velheppnaðri veislu í miðborginni, hátíð samkynhneigðra. Athyglisvert er að mun meiri og almennari þátttaka hefur verið í viðburðum menningarnætur undanfarin ár en þjóðhátíð sautjánda júní. Margir þykjast líka merkja að stemningin á þessum tveimur hátíðum sé gerólík. Í raun sé nær að tala um menningarnótt sem hina eiginlegu þjóðhátíð stórs hluta landsmanna sem búsettur er á Suðvesturlandi. Ekki dylst neinum sem gengur um miðborgina að fólk er almennt afslappaðra, glaðara og eftirvæntingarfyllra en á þjóðhátíðinni sem ekki virðist ætla að losna við yfirbragð formfestu og viðhafnarleika. Þjóðhátíðin er í stífpressuðum sparibúningi og virðist ætlast til þess að almenningur sé það líka öndvert við menningarnóttina sem er í þægilegum hversdagsfötum og sér ekkert athugavert við að gestirnir klæði sig og hagi sér eins og þeim fellur best. Einhverjir kunna að vera hugsi yfir þeirri þróun að menningarnótt og aðrar samkomur af sama tagi skyggi á þjóðhátíðina sautjánda júní. Telja kannski að það skapi hættu fyrir sjálfstæði okkar og samheldni. Raddir hafa heyrst um að efla þurfi samkomuhald á fullveldisdaginn 1. desember sem eitt sinn var vinsæll hátíðisdagur. En þetta er á misskilningi byggt. Þjóðrækni og samheldni verður ekki viðhaldið með opinberu tyllidagahaldi eða fyrirmannasamkomum heldur liggja rætur hvors tveggja í sannri tilfinningu fólksins í landinu. Ef það er rétt að sautjándi júní sé smám saman að hopa undan Menningarnótt er það eðlileg þróun sem stafar af veruleika nýs tíma. Sjálfstæðisbaráttunni er löngu lokið og hugmyndaheimur hennar er aðeins til í sögubókum fyrir allan þorra Íslendinga. Nýjar kynslóðir hafa ný umhugsunar- og úrlausnarefni og nýjar hugsjónir. Fremur er ástæða til að fagna því að landsmenn skuli hafa skapað sér nýjan vettvang þar sem þeir geta blandað
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun