Njálsbrenna hin síðari 13. október 2005 14:32 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ein áhrifaríkasta - og um leið einhver dapurlegasta - myndin sem dregin er upp í fornbókmenntum okkar er af brennunni á Bergþórshvoli, Njálsbrennu sem svo hefur verið kölluð. Þar lét fjöldi heimilismanna, börn, konur og karlar, lífið í hefndaratlögu fjölmenns flokks hatursfullra vígamanna. Öldum saman töldu Íslendingar að brennan hefði raunverulega orðið með þeim hætti sem lýst er í Njáls sögu. Fornleifafræðingar grófu jafnvel eftir brunarústum á staðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Atburðurinn varð tákn um grimmd þjóðveldisaldar á kvöldvökum baðstofanna og í sögukennslu skólanna kynslóð fram af kynslóð. Í rauninni skiptir engu máli hvort Njálsbrenna er frásögn um atburð sem varð, tómur skáldskapur eða hvort hún byggir aðeins að hluta til á sannsögulegri fyrirmynd, sem er líklegast. Atburðurinn í listrænni endursögn eða sköpun höfundarins, hver sem hann var, er stöðug áminning um harðneskjuna, hefndarhuginn og hatrið í mannfélaginu. Um leið birtir hann okkur næsta ofurmannlegan kjark fólks sem gekk á móti ægilegum örlögum af reisn. Þetta er rifjað upp vegna þess að um helgina var Njálsbrenna sviðsett sem liður í dagskrá Töðugjalda á Hvolsvelli þar sem einnig er staðsett vinsælt sýningarhús, Njálusetur. Myndin af heitum, ógnandi logunum í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í fyrrakvöld stuðaði fleiri en einn áhorfanda og vakti upp þá spurningu hvort íslensk ferða- og afþreyingarþjónusta sé á réttri leið þegar jafn harmsögulegur atburður verður tilefni skemmtiatriðis við leik, söng og fremur óheflaða eftiröpun vígaferla sögualdar. Fornbókmenntirnar eru vissulega sameign okkar allra og ritskýring þeirra og hagnýting eru engin einkaréttindi fræðimanna. Þær eru einmitt lifandi í samtímanum vegna þess hve almenningur hefur tekið miklu ástfóstri við þær öld fram af öld. En það þýðir ekki að engu skipti hvernig með þær er farið og hvernig þær eru kynntar. Þeir sem vilja hagnýta sér hinn sögulega arf þjóðarinnar mega ekki láta eins og óvitar sem róta eftir leikfangi í gullakistu. Það ætti að vera sjálfsagður virðingarvottur við forfeður okkar að umgangast menningararfinn af yfirvegun og vandvirkni og með sómatilfinningu að leiðarljósi. Það er satt að segja ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Íslendingar hafa talið forfeður sína á fyrstu öldum byggðar í landinu víkinga eða talið sérstaka ástæðu til að hafa vígaferli sögualdar í hávegum. Orðið "víkingur" kemur ekki einu sinni fyrrir í Íslendingabók Ara fróða. Lesa má úr ýmsum Íslendingasagna tilhneigingu til að greina hetjur sagnanna frá réttnefndum víkingum, sjóræningjum og farandillvirkjum. "Víkingavæðingin" sem ferðaþjónustan hér á landi hefur staðið fyrir á undanförnum árum - og Njálsbrenna hin síðari er þáttur í - er angi af alþjóðlegri tísku, sem vissulega getur haft skemmtilegar og fræðandi hliðar ef vandað er til verka. En hún er umdeilanlegt fyrirbæri - jafnt sagnfræðilega sem siðferðislega - og Njálsbrennan á Hvolsvelli - eins og hún birtist í sjónvarpsfréttum - er óþægileg áminning um skort okkar Íslendinga á alvörukenndum skilningi á menningararfi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ein áhrifaríkasta - og um leið einhver dapurlegasta - myndin sem dregin er upp í fornbókmenntum okkar er af brennunni á Bergþórshvoli, Njálsbrennu sem svo hefur verið kölluð. Þar lét fjöldi heimilismanna, börn, konur og karlar, lífið í hefndaratlögu fjölmenns flokks hatursfullra vígamanna. Öldum saman töldu Íslendingar að brennan hefði raunverulega orðið með þeim hætti sem lýst er í Njáls sögu. Fornleifafræðingar grófu jafnvel eftir brunarústum á staðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Atburðurinn varð tákn um grimmd þjóðveldisaldar á kvöldvökum baðstofanna og í sögukennslu skólanna kynslóð fram af kynslóð. Í rauninni skiptir engu máli hvort Njálsbrenna er frásögn um atburð sem varð, tómur skáldskapur eða hvort hún byggir aðeins að hluta til á sannsögulegri fyrirmynd, sem er líklegast. Atburðurinn í listrænni endursögn eða sköpun höfundarins, hver sem hann var, er stöðug áminning um harðneskjuna, hefndarhuginn og hatrið í mannfélaginu. Um leið birtir hann okkur næsta ofurmannlegan kjark fólks sem gekk á móti ægilegum örlögum af reisn. Þetta er rifjað upp vegna þess að um helgina var Njálsbrenna sviðsett sem liður í dagskrá Töðugjalda á Hvolsvelli þar sem einnig er staðsett vinsælt sýningarhús, Njálusetur. Myndin af heitum, ógnandi logunum í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í fyrrakvöld stuðaði fleiri en einn áhorfanda og vakti upp þá spurningu hvort íslensk ferða- og afþreyingarþjónusta sé á réttri leið þegar jafn harmsögulegur atburður verður tilefni skemmtiatriðis við leik, söng og fremur óheflaða eftiröpun vígaferla sögualdar. Fornbókmenntirnar eru vissulega sameign okkar allra og ritskýring þeirra og hagnýting eru engin einkaréttindi fræðimanna. Þær eru einmitt lifandi í samtímanum vegna þess hve almenningur hefur tekið miklu ástfóstri við þær öld fram af öld. En það þýðir ekki að engu skipti hvernig með þær er farið og hvernig þær eru kynntar. Þeir sem vilja hagnýta sér hinn sögulega arf þjóðarinnar mega ekki láta eins og óvitar sem róta eftir leikfangi í gullakistu. Það ætti að vera sjálfsagður virðingarvottur við forfeður okkar að umgangast menningararfinn af yfirvegun og vandvirkni og með sómatilfinningu að leiðarljósi. Það er satt að segja ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Íslendingar hafa talið forfeður sína á fyrstu öldum byggðar í landinu víkinga eða talið sérstaka ástæðu til að hafa vígaferli sögualdar í hávegum. Orðið "víkingur" kemur ekki einu sinni fyrrir í Íslendingabók Ara fróða. Lesa má úr ýmsum Íslendingasagna tilhneigingu til að greina hetjur sagnanna frá réttnefndum víkingum, sjóræningjum og farandillvirkjum. "Víkingavæðingin" sem ferðaþjónustan hér á landi hefur staðið fyrir á undanförnum árum - og Njálsbrenna hin síðari er þáttur í - er angi af alþjóðlegri tísku, sem vissulega getur haft skemmtilegar og fræðandi hliðar ef vandað er til verka. En hún er umdeilanlegt fyrirbæri - jafnt sagnfræðilega sem siðferðislega - og Njálsbrennan á Hvolsvelli - eins og hún birtist í sjónvarpsfréttum - er óþægileg áminning um skort okkar Íslendinga á alvörukenndum skilningi á menningararfi okkar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar