Stakkaskipti í atvinnulífinu 13. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir velheppnaðar útrásir KB banka að undanförnu hlaut að koma að því að keppinautar hans á íslenskum markaði hugsuðu sér til hreyfings á mörkuðum utan landsteinanna. Fréttin í gær um "strandhögg" Íslandsbanka í Noregi kemur því í sjálfu sér ekki á óvart þótt ekki hafi verið vitað að sjónir stjórnenda bankans beindust að Kreditbanken á Sunnmæri. Virðist um skynsamlega og vel hugsaða fjárfestingu að ræða. Erlendar fjárfestingar bankanna og annarra íslenskra stórfyrirtækja eru til marks um þau stakkaskipti sem orðið hafa á þjóðarbúskap okkar Íslendinga á undanförnum árum. Landsframleiðslan hér á landi var löngum borin uppi af framleiðslu í sjávarútvegi, sem að auki skapaði meginhluta gjaldeyristekna landsmanna, en nú er uppspretta hvors tveggja miklu fjölbreyttari. Stafar hagvöxtur undanfarinna ára ekki síst af grósku í iðnaði og þjónustu. Hefur hlutur þeirra greina í útflutningstekjum jafnframt stóraukist. Fyrr á árum var hlutur sjávarútvegs í hagvexti og gjaldeyristekjum svo mikill að tímabundinn aflabrestur, verðfall á erlendum mörkuðum eða vinnudeilur útvegsmanna og sjómanna settu þjóðfélagið á annan endann. Verkföll í greininni voru talin ógna þjóðarhag og iðulega bundinn endi á þau með lagasetningu. Það er tímanna tákn - lýsandi fyrir minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku hagkerfi - þegar sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að stöðva sjómannaverkfall með lagafyrirmælum - og meinar það! Staða sjávarútvegs á Íslandi á 20. öld er annars forvitnilegt rannsóknarefni. Litið var á útgerð og fiskvinnslu sömu augum og landbúnað á fyrri öldum - sem "undirstöðuatvinnuveg" þjóðarinnar. Þá höfðu menn í huga að hlutur hans í hagvexti og gjaldeyrissköpun var yfirgnæfandi miðað við aðrar atvinnugreinar. En á sama tíma var hagstjórn ráðamanna svo einkennilega háttað, aðallega vegna óraunhæfrar gengisskráningar, að drjúgur hluti sjávarútvegsfyrirtækja barðist í bökkum með að ná endum saman í rekstri og greinin í heild þurfti að þiggja ríflega styrki og niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Sennilegt er að sjálf hugmyndin um að ein atvinnugrein öðrum fremur sé undirstaða efnahagslífsins, hugmynd sem rekja má til búauðgisstefnu 18. aldar, hafi ráðið miklu um það hve seint útvegurinn braust úr kerfi hafta, styrkja og millifærslusjóða. Eftir að kvótakerfið í sjávarútvegi breyttist úr því að vera eingöngu fiskveiðistjórnunarkerfi og varð að markaðskerfi snemma árs 1990 með lögum sem heimiluðu frjálst framsal aflaheimilda hefur greinin blómstrað sem aldrei fyrr - en nú á eigin forsendum. Sjávarútvegur er þróttmikil atvinnugrein en ekkert frekar "undirstaða" hagkerfis okkar en aðrir atvinnuvegir. Hann nýtur virðingar vegna sögu sinnar og framlags til hagsældar þjóðarinnar en verður að öðru leyti að starfa og keppa við aðrar greinar á jafnréttisgrundvelli. Það er eðlileg og heilbrigð þróun í þjóðfélagi sem vill hafa frjálsan markaðsbúskap að leiðarljósi efnahagsstarfseminnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir velheppnaðar útrásir KB banka að undanförnu hlaut að koma að því að keppinautar hans á íslenskum markaði hugsuðu sér til hreyfings á mörkuðum utan landsteinanna. Fréttin í gær um "strandhögg" Íslandsbanka í Noregi kemur því í sjálfu sér ekki á óvart þótt ekki hafi verið vitað að sjónir stjórnenda bankans beindust að Kreditbanken á Sunnmæri. Virðist um skynsamlega og vel hugsaða fjárfestingu að ræða. Erlendar fjárfestingar bankanna og annarra íslenskra stórfyrirtækja eru til marks um þau stakkaskipti sem orðið hafa á þjóðarbúskap okkar Íslendinga á undanförnum árum. Landsframleiðslan hér á landi var löngum borin uppi af framleiðslu í sjávarútvegi, sem að auki skapaði meginhluta gjaldeyristekna landsmanna, en nú er uppspretta hvors tveggja miklu fjölbreyttari. Stafar hagvöxtur undanfarinna ára ekki síst af grósku í iðnaði og þjónustu. Hefur hlutur þeirra greina í útflutningstekjum jafnframt stóraukist. Fyrr á árum var hlutur sjávarútvegs í hagvexti og gjaldeyristekjum svo mikill að tímabundinn aflabrestur, verðfall á erlendum mörkuðum eða vinnudeilur útvegsmanna og sjómanna settu þjóðfélagið á annan endann. Verkföll í greininni voru talin ógna þjóðarhag og iðulega bundinn endi á þau með lagasetningu. Það er tímanna tákn - lýsandi fyrir minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku hagkerfi - þegar sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að stöðva sjómannaverkfall með lagafyrirmælum - og meinar það! Staða sjávarútvegs á Íslandi á 20. öld er annars forvitnilegt rannsóknarefni. Litið var á útgerð og fiskvinnslu sömu augum og landbúnað á fyrri öldum - sem "undirstöðuatvinnuveg" þjóðarinnar. Þá höfðu menn í huga að hlutur hans í hagvexti og gjaldeyrissköpun var yfirgnæfandi miðað við aðrar atvinnugreinar. En á sama tíma var hagstjórn ráðamanna svo einkennilega háttað, aðallega vegna óraunhæfrar gengisskráningar, að drjúgur hluti sjávarútvegsfyrirtækja barðist í bökkum með að ná endum saman í rekstri og greinin í heild þurfti að þiggja ríflega styrki og niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Sennilegt er að sjálf hugmyndin um að ein atvinnugrein öðrum fremur sé undirstaða efnahagslífsins, hugmynd sem rekja má til búauðgisstefnu 18. aldar, hafi ráðið miklu um það hve seint útvegurinn braust úr kerfi hafta, styrkja og millifærslusjóða. Eftir að kvótakerfið í sjávarútvegi breyttist úr því að vera eingöngu fiskveiðistjórnunarkerfi og varð að markaðskerfi snemma árs 1990 með lögum sem heimiluðu frjálst framsal aflaheimilda hefur greinin blómstrað sem aldrei fyrr - en nú á eigin forsendum. Sjávarútvegur er þróttmikil atvinnugrein en ekkert frekar "undirstaða" hagkerfis okkar en aðrir atvinnuvegir. Hann nýtur virðingar vegna sögu sinnar og framlags til hagsældar þjóðarinnar en verður að öðru leyti að starfa og keppa við aðrar greinar á jafnréttisgrundvelli. Það er eðlileg og heilbrigð þróun í þjóðfélagi sem vill hafa frjálsan markaðsbúskap að leiðarljósi efnahagsstarfseminnar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun