Stakkaskipti í atvinnulífinu 13. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir velheppnaðar útrásir KB banka að undanförnu hlaut að koma að því að keppinautar hans á íslenskum markaði hugsuðu sér til hreyfings á mörkuðum utan landsteinanna. Fréttin í gær um "strandhögg" Íslandsbanka í Noregi kemur því í sjálfu sér ekki á óvart þótt ekki hafi verið vitað að sjónir stjórnenda bankans beindust að Kreditbanken á Sunnmæri. Virðist um skynsamlega og vel hugsaða fjárfestingu að ræða. Erlendar fjárfestingar bankanna og annarra íslenskra stórfyrirtækja eru til marks um þau stakkaskipti sem orðið hafa á þjóðarbúskap okkar Íslendinga á undanförnum árum. Landsframleiðslan hér á landi var löngum borin uppi af framleiðslu í sjávarútvegi, sem að auki skapaði meginhluta gjaldeyristekna landsmanna, en nú er uppspretta hvors tveggja miklu fjölbreyttari. Stafar hagvöxtur undanfarinna ára ekki síst af grósku í iðnaði og þjónustu. Hefur hlutur þeirra greina í útflutningstekjum jafnframt stóraukist. Fyrr á árum var hlutur sjávarútvegs í hagvexti og gjaldeyristekjum svo mikill að tímabundinn aflabrestur, verðfall á erlendum mörkuðum eða vinnudeilur útvegsmanna og sjómanna settu þjóðfélagið á annan endann. Verkföll í greininni voru talin ógna þjóðarhag og iðulega bundinn endi á þau með lagasetningu. Það er tímanna tákn - lýsandi fyrir minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku hagkerfi - þegar sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að stöðva sjómannaverkfall með lagafyrirmælum - og meinar það! Staða sjávarútvegs á Íslandi á 20. öld er annars forvitnilegt rannsóknarefni. Litið var á útgerð og fiskvinnslu sömu augum og landbúnað á fyrri öldum - sem "undirstöðuatvinnuveg" þjóðarinnar. Þá höfðu menn í huga að hlutur hans í hagvexti og gjaldeyrissköpun var yfirgnæfandi miðað við aðrar atvinnugreinar. En á sama tíma var hagstjórn ráðamanna svo einkennilega háttað, aðallega vegna óraunhæfrar gengisskráningar, að drjúgur hluti sjávarútvegsfyrirtækja barðist í bökkum með að ná endum saman í rekstri og greinin í heild þurfti að þiggja ríflega styrki og niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Sennilegt er að sjálf hugmyndin um að ein atvinnugrein öðrum fremur sé undirstaða efnahagslífsins, hugmynd sem rekja má til búauðgisstefnu 18. aldar, hafi ráðið miklu um það hve seint útvegurinn braust úr kerfi hafta, styrkja og millifærslusjóða. Eftir að kvótakerfið í sjávarútvegi breyttist úr því að vera eingöngu fiskveiðistjórnunarkerfi og varð að markaðskerfi snemma árs 1990 með lögum sem heimiluðu frjálst framsal aflaheimilda hefur greinin blómstrað sem aldrei fyrr - en nú á eigin forsendum. Sjávarútvegur er þróttmikil atvinnugrein en ekkert frekar "undirstaða" hagkerfis okkar en aðrir atvinnuvegir. Hann nýtur virðingar vegna sögu sinnar og framlags til hagsældar þjóðarinnar en verður að öðru leyti að starfa og keppa við aðrar greinar á jafnréttisgrundvelli. Það er eðlileg og heilbrigð þróun í þjóðfélagi sem vill hafa frjálsan markaðsbúskap að leiðarljósi efnahagsstarfseminnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir velheppnaðar útrásir KB banka að undanförnu hlaut að koma að því að keppinautar hans á íslenskum markaði hugsuðu sér til hreyfings á mörkuðum utan landsteinanna. Fréttin í gær um "strandhögg" Íslandsbanka í Noregi kemur því í sjálfu sér ekki á óvart þótt ekki hafi verið vitað að sjónir stjórnenda bankans beindust að Kreditbanken á Sunnmæri. Virðist um skynsamlega og vel hugsaða fjárfestingu að ræða. Erlendar fjárfestingar bankanna og annarra íslenskra stórfyrirtækja eru til marks um þau stakkaskipti sem orðið hafa á þjóðarbúskap okkar Íslendinga á undanförnum árum. Landsframleiðslan hér á landi var löngum borin uppi af framleiðslu í sjávarútvegi, sem að auki skapaði meginhluta gjaldeyristekna landsmanna, en nú er uppspretta hvors tveggja miklu fjölbreyttari. Stafar hagvöxtur undanfarinna ára ekki síst af grósku í iðnaði og þjónustu. Hefur hlutur þeirra greina í útflutningstekjum jafnframt stóraukist. Fyrr á árum var hlutur sjávarútvegs í hagvexti og gjaldeyristekjum svo mikill að tímabundinn aflabrestur, verðfall á erlendum mörkuðum eða vinnudeilur útvegsmanna og sjómanna settu þjóðfélagið á annan endann. Verkföll í greininni voru talin ógna þjóðarhag og iðulega bundinn endi á þau með lagasetningu. Það er tímanna tákn - lýsandi fyrir minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku hagkerfi - þegar sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að stöðva sjómannaverkfall með lagafyrirmælum - og meinar það! Staða sjávarútvegs á Íslandi á 20. öld er annars forvitnilegt rannsóknarefni. Litið var á útgerð og fiskvinnslu sömu augum og landbúnað á fyrri öldum - sem "undirstöðuatvinnuveg" þjóðarinnar. Þá höfðu menn í huga að hlutur hans í hagvexti og gjaldeyrissköpun var yfirgnæfandi miðað við aðrar atvinnugreinar. En á sama tíma var hagstjórn ráðamanna svo einkennilega háttað, aðallega vegna óraunhæfrar gengisskráningar, að drjúgur hluti sjávarútvegsfyrirtækja barðist í bökkum með að ná endum saman í rekstri og greinin í heild þurfti að þiggja ríflega styrki og niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Sennilegt er að sjálf hugmyndin um að ein atvinnugrein öðrum fremur sé undirstaða efnahagslífsins, hugmynd sem rekja má til búauðgisstefnu 18. aldar, hafi ráðið miklu um það hve seint útvegurinn braust úr kerfi hafta, styrkja og millifærslusjóða. Eftir að kvótakerfið í sjávarútvegi breyttist úr því að vera eingöngu fiskveiðistjórnunarkerfi og varð að markaðskerfi snemma árs 1990 með lögum sem heimiluðu frjálst framsal aflaheimilda hefur greinin blómstrað sem aldrei fyrr - en nú á eigin forsendum. Sjávarútvegur er þróttmikil atvinnugrein en ekkert frekar "undirstaða" hagkerfis okkar en aðrir atvinnuvegir. Hann nýtur virðingar vegna sögu sinnar og framlags til hagsældar þjóðarinnar en verður að öðru leyti að starfa og keppa við aðrar greinar á jafnréttisgrundvelli. Það er eðlileg og heilbrigð þróun í þjóðfélagi sem vill hafa frjálsan markaðsbúskap að leiðarljósi efnahagsstarfseminnar.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar