Við þurfum ekki nýja ríkisútgerð 5. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Flest bendir til þess að ákvörðun stjórnenda Eimskipafélags Íslands nú um mánaðamótin að hætta strandsiglingum innanlands og flytja varninginn í staðinn landleiðina sé byggð á raunsæju mati á markaðsaðstæðum. Komi á daginn að svo er ekki munu lögmál samkeppni og frjálss markaðar innan tíðar sjá til þess aðrir fylli í skarðið sem myndast hefur. Áhyggjur landsbyggðarfólks af afleiðingum þessarar ákvörðunar eru skiljanlegar því breytingar af þessu tagi hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun og óþægindi fyrir ýmsa í sjávarplássum landsins þegar til skemmri tíma er litið.Eitthvert tekjutap hafnarsjóða er einnig fyrirsjáanlegt. Í umræðum um málið á undanförnum dögum hefur helst verið rætt um áhrifin á þjóðvegakerfið. Efasemdir heyrast um að það sé fært um að annast þá miklu flutninga sem framundan eru, en Eimskip hefur árlega flutt um 140 þúsund tonn af varningi sjóðleiðina umhverfis landið. Mörgum finnst blóðugt að miklar opinberar fjárfestingar í hafnarmannvirkjum, sem meðal annars hafa verið réttlættar með vísan til strandflutninga skipafélaganna, nýtist nú illa. Við aðstæður sem þessar kemur ekki á óvart að stjórnlyndir þingmenn og sveitarstjórnarmenn krefjist þess að ríkisvaldið grípi á einhvern hátt í taumana. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að ekki væri sjálfgefið að það væri einkamál fyrirtækja hvernig flutningum væri háttað. Stjórnvöld þyrftu að bregðast við þeirri nýju stöðu sem upp væri komin. Samflokksmaður hans, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti til þess í Morgunblaðinu í gær að "samfélagið" tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju, til dæmis með því að endurreisa Skipaútgerð ríkisins, sem lögð var niður 1992 eftir margra milljarða taprekstur. Ekki skal dregið í efa að viðbrögð þessara stjórnmálamanna og ýmissa annarra sem tekið hafa í sama streng byggjast á góðum hug þeirra til landsbyggðarinnar. En menn mega ekki horfa fram hjá staðreyndum. Í dag fara rúmlega 80% af öllum flutningum innanlands um þjóðvegina; Þróunin undanfarin ár hefur öll verið í átt til aukinna landflutninga; er skýrt dæmi um það ákvörðun Samskipa, helsta keppinautar Eimskipafélagsins, fyrir fjórum árum að hætta öllum strandsiglingum. Ástæðan fyrir þessari framvindu er krafa fólks og fyrirtækja um aukna og hraðari þjónustu. Svo dæmi séu tekin vill almenningur ekki bíða í viku eftir búslóð sem hægt er að fá samdægurs og verslanir vilja fá grænmeti, ávexti og aðra ferskvöru fljótt og örugglega til að geta boðið neytendum betri vöruval. Á 21. öld eru vikulegar skipakomur eins og hestaflutningar á fyrri öldum. Ísland er ekki lengur kyrrstöðuþjóðfélag heldur samfélag í stöðugri deiglu og framrás. Bætt lífskjör byggjast á því að þjóðin og athafnamenn hennar séu á hverjum tíma reiðubúnir til að laga sig að breyttum aðstæðum, eftirspurn og tækni. Án vilja og hæfni til slíkrar aðlögunar staðnar þjóðfélagið og lífskjörin versna. Hugmyndir um að stofna til nýrrar skipaútgerðar ríkisins eru fráleitar. Stuðningur við bætt vegakerfi í kjölfar breytts flutningamynsturs væri eðlilegri og nútímalegri viðbrögð stjórnmálamanna en tilraunir til að handstýra flutningaþróuninni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að flutningafyrirtækin greiða stórfé í vegasjóð og ríkisvaldið hefur margvíslega möguleika til að haga skattlagningu sinni með tilliti til breyttra aðstæðna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Flest bendir til þess að ákvörðun stjórnenda Eimskipafélags Íslands nú um mánaðamótin að hætta strandsiglingum innanlands og flytja varninginn í staðinn landleiðina sé byggð á raunsæju mati á markaðsaðstæðum. Komi á daginn að svo er ekki munu lögmál samkeppni og frjálss markaðar innan tíðar sjá til þess aðrir fylli í skarðið sem myndast hefur. Áhyggjur landsbyggðarfólks af afleiðingum þessarar ákvörðunar eru skiljanlegar því breytingar af þessu tagi hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun og óþægindi fyrir ýmsa í sjávarplássum landsins þegar til skemmri tíma er litið.Eitthvert tekjutap hafnarsjóða er einnig fyrirsjáanlegt. Í umræðum um málið á undanförnum dögum hefur helst verið rætt um áhrifin á þjóðvegakerfið. Efasemdir heyrast um að það sé fært um að annast þá miklu flutninga sem framundan eru, en Eimskip hefur árlega flutt um 140 þúsund tonn af varningi sjóðleiðina umhverfis landið. Mörgum finnst blóðugt að miklar opinberar fjárfestingar í hafnarmannvirkjum, sem meðal annars hafa verið réttlættar með vísan til strandflutninga skipafélaganna, nýtist nú illa. Við aðstæður sem þessar kemur ekki á óvart að stjórnlyndir þingmenn og sveitarstjórnarmenn krefjist þess að ríkisvaldið grípi á einhvern hátt í taumana. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að ekki væri sjálfgefið að það væri einkamál fyrirtækja hvernig flutningum væri háttað. Stjórnvöld þyrftu að bregðast við þeirri nýju stöðu sem upp væri komin. Samflokksmaður hans, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti til þess í Morgunblaðinu í gær að "samfélagið" tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju, til dæmis með því að endurreisa Skipaútgerð ríkisins, sem lögð var niður 1992 eftir margra milljarða taprekstur. Ekki skal dregið í efa að viðbrögð þessara stjórnmálamanna og ýmissa annarra sem tekið hafa í sama streng byggjast á góðum hug þeirra til landsbyggðarinnar. En menn mega ekki horfa fram hjá staðreyndum. Í dag fara rúmlega 80% af öllum flutningum innanlands um þjóðvegina; Þróunin undanfarin ár hefur öll verið í átt til aukinna landflutninga; er skýrt dæmi um það ákvörðun Samskipa, helsta keppinautar Eimskipafélagsins, fyrir fjórum árum að hætta öllum strandsiglingum. Ástæðan fyrir þessari framvindu er krafa fólks og fyrirtækja um aukna og hraðari þjónustu. Svo dæmi séu tekin vill almenningur ekki bíða í viku eftir búslóð sem hægt er að fá samdægurs og verslanir vilja fá grænmeti, ávexti og aðra ferskvöru fljótt og örugglega til að geta boðið neytendum betri vöruval. Á 21. öld eru vikulegar skipakomur eins og hestaflutningar á fyrri öldum. Ísland er ekki lengur kyrrstöðuþjóðfélag heldur samfélag í stöðugri deiglu og framrás. Bætt lífskjör byggjast á því að þjóðin og athafnamenn hennar séu á hverjum tíma reiðubúnir til að laga sig að breyttum aðstæðum, eftirspurn og tækni. Án vilja og hæfni til slíkrar aðlögunar staðnar þjóðfélagið og lífskjörin versna. Hugmyndir um að stofna til nýrrar skipaútgerðar ríkisins eru fráleitar. Stuðningur við bætt vegakerfi í kjölfar breytts flutningamynsturs væri eðlilegri og nútímalegri viðbrögð stjórnmálamanna en tilraunir til að handstýra flutningaþróuninni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að flutningafyrirtækin greiða stórfé í vegasjóð og ríkisvaldið hefur margvíslega möguleika til að haga skattlagningu sinni með tilliti til breyttra aðstæðna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun