Við þurfum ekki nýja ríkisútgerð 5. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Flest bendir til þess að ákvörðun stjórnenda Eimskipafélags Íslands nú um mánaðamótin að hætta strandsiglingum innanlands og flytja varninginn í staðinn landleiðina sé byggð á raunsæju mati á markaðsaðstæðum. Komi á daginn að svo er ekki munu lögmál samkeppni og frjálss markaðar innan tíðar sjá til þess aðrir fylli í skarðið sem myndast hefur. Áhyggjur landsbyggðarfólks af afleiðingum þessarar ákvörðunar eru skiljanlegar því breytingar af þessu tagi hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun og óþægindi fyrir ýmsa í sjávarplássum landsins þegar til skemmri tíma er litið.Eitthvert tekjutap hafnarsjóða er einnig fyrirsjáanlegt. Í umræðum um málið á undanförnum dögum hefur helst verið rætt um áhrifin á þjóðvegakerfið. Efasemdir heyrast um að það sé fært um að annast þá miklu flutninga sem framundan eru, en Eimskip hefur árlega flutt um 140 þúsund tonn af varningi sjóðleiðina umhverfis landið. Mörgum finnst blóðugt að miklar opinberar fjárfestingar í hafnarmannvirkjum, sem meðal annars hafa verið réttlættar með vísan til strandflutninga skipafélaganna, nýtist nú illa. Við aðstæður sem þessar kemur ekki á óvart að stjórnlyndir þingmenn og sveitarstjórnarmenn krefjist þess að ríkisvaldið grípi á einhvern hátt í taumana. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að ekki væri sjálfgefið að það væri einkamál fyrirtækja hvernig flutningum væri háttað. Stjórnvöld þyrftu að bregðast við þeirri nýju stöðu sem upp væri komin. Samflokksmaður hans, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti til þess í Morgunblaðinu í gær að "samfélagið" tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju, til dæmis með því að endurreisa Skipaútgerð ríkisins, sem lögð var niður 1992 eftir margra milljarða taprekstur. Ekki skal dregið í efa að viðbrögð þessara stjórnmálamanna og ýmissa annarra sem tekið hafa í sama streng byggjast á góðum hug þeirra til landsbyggðarinnar. En menn mega ekki horfa fram hjá staðreyndum. Í dag fara rúmlega 80% af öllum flutningum innanlands um þjóðvegina; Þróunin undanfarin ár hefur öll verið í átt til aukinna landflutninga; er skýrt dæmi um það ákvörðun Samskipa, helsta keppinautar Eimskipafélagsins, fyrir fjórum árum að hætta öllum strandsiglingum. Ástæðan fyrir þessari framvindu er krafa fólks og fyrirtækja um aukna og hraðari þjónustu. Svo dæmi séu tekin vill almenningur ekki bíða í viku eftir búslóð sem hægt er að fá samdægurs og verslanir vilja fá grænmeti, ávexti og aðra ferskvöru fljótt og örugglega til að geta boðið neytendum betri vöruval. Á 21. öld eru vikulegar skipakomur eins og hestaflutningar á fyrri öldum. Ísland er ekki lengur kyrrstöðuþjóðfélag heldur samfélag í stöðugri deiglu og framrás. Bætt lífskjör byggjast á því að þjóðin og athafnamenn hennar séu á hverjum tíma reiðubúnir til að laga sig að breyttum aðstæðum, eftirspurn og tækni. Án vilja og hæfni til slíkrar aðlögunar staðnar þjóðfélagið og lífskjörin versna. Hugmyndir um að stofna til nýrrar skipaútgerðar ríkisins eru fráleitar. Stuðningur við bætt vegakerfi í kjölfar breytts flutningamynsturs væri eðlilegri og nútímalegri viðbrögð stjórnmálamanna en tilraunir til að handstýra flutningaþróuninni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að flutningafyrirtækin greiða stórfé í vegasjóð og ríkisvaldið hefur margvíslega möguleika til að haga skattlagningu sinni með tilliti til breyttra aðstæðna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Flest bendir til þess að ákvörðun stjórnenda Eimskipafélags Íslands nú um mánaðamótin að hætta strandsiglingum innanlands og flytja varninginn í staðinn landleiðina sé byggð á raunsæju mati á markaðsaðstæðum. Komi á daginn að svo er ekki munu lögmál samkeppni og frjálss markaðar innan tíðar sjá til þess aðrir fylli í skarðið sem myndast hefur. Áhyggjur landsbyggðarfólks af afleiðingum þessarar ákvörðunar eru skiljanlegar því breytingar af þessu tagi hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun og óþægindi fyrir ýmsa í sjávarplássum landsins þegar til skemmri tíma er litið.Eitthvert tekjutap hafnarsjóða er einnig fyrirsjáanlegt. Í umræðum um málið á undanförnum dögum hefur helst verið rætt um áhrifin á þjóðvegakerfið. Efasemdir heyrast um að það sé fært um að annast þá miklu flutninga sem framundan eru, en Eimskip hefur árlega flutt um 140 þúsund tonn af varningi sjóðleiðina umhverfis landið. Mörgum finnst blóðugt að miklar opinberar fjárfestingar í hafnarmannvirkjum, sem meðal annars hafa verið réttlættar með vísan til strandflutninga skipafélaganna, nýtist nú illa. Við aðstæður sem þessar kemur ekki á óvart að stjórnlyndir þingmenn og sveitarstjórnarmenn krefjist þess að ríkisvaldið grípi á einhvern hátt í taumana. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að ekki væri sjálfgefið að það væri einkamál fyrirtækja hvernig flutningum væri háttað. Stjórnvöld þyrftu að bregðast við þeirri nýju stöðu sem upp væri komin. Samflokksmaður hans, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti til þess í Morgunblaðinu í gær að "samfélagið" tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju, til dæmis með því að endurreisa Skipaútgerð ríkisins, sem lögð var niður 1992 eftir margra milljarða taprekstur. Ekki skal dregið í efa að viðbrögð þessara stjórnmálamanna og ýmissa annarra sem tekið hafa í sama streng byggjast á góðum hug þeirra til landsbyggðarinnar. En menn mega ekki horfa fram hjá staðreyndum. Í dag fara rúmlega 80% af öllum flutningum innanlands um þjóðvegina; Þróunin undanfarin ár hefur öll verið í átt til aukinna landflutninga; er skýrt dæmi um það ákvörðun Samskipa, helsta keppinautar Eimskipafélagsins, fyrir fjórum árum að hætta öllum strandsiglingum. Ástæðan fyrir þessari framvindu er krafa fólks og fyrirtækja um aukna og hraðari þjónustu. Svo dæmi séu tekin vill almenningur ekki bíða í viku eftir búslóð sem hægt er að fá samdægurs og verslanir vilja fá grænmeti, ávexti og aðra ferskvöru fljótt og örugglega til að geta boðið neytendum betri vöruval. Á 21. öld eru vikulegar skipakomur eins og hestaflutningar á fyrri öldum. Ísland er ekki lengur kyrrstöðuþjóðfélag heldur samfélag í stöðugri deiglu og framrás. Bætt lífskjör byggjast á því að þjóðin og athafnamenn hennar séu á hverjum tíma reiðubúnir til að laga sig að breyttum aðstæðum, eftirspurn og tækni. Án vilja og hæfni til slíkrar aðlögunar staðnar þjóðfélagið og lífskjörin versna. Hugmyndir um að stofna til nýrrar skipaútgerðar ríkisins eru fráleitar. Stuðningur við bætt vegakerfi í kjölfar breytts flutningamynsturs væri eðlilegri og nútímalegri viðbrögð stjórnmálamanna en tilraunir til að handstýra flutningaþróuninni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að flutningafyrirtækin greiða stórfé í vegasjóð og ríkisvaldið hefur margvíslega möguleika til að haga skattlagningu sinni með tilliti til breyttra aðstæðna.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun