Fjölgun einkahlutafélaga 4. ágúst 2004 00:01 Einstaklingar stofna í auknum mæli einkahlutafélög um eigin rekstur til að lækka tekjuskattsgreiðslur sínar. Sveitarfélög landsins telja sig verða af miklum tekjum vegna þessa og vilja fá leiðréttingu frá ríkinu. Að sögn Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, var tekjumissir sveitarfélaganna talinn nema allt að milljarði króna árið 2002. "Síðan hefur einkahlutafélögum fjölgað enn frekar, þannig að ekki lækkar þessi tala," segir hann. Sambandið hefur af og til átt í viðræðum við félags- og fjármálaráðuneyti um þessi mál, en hingað til án niðurstöðu. "Ég á nú samt von á að innan tíðar komist meiri skriður á þessi mál. Okkur finnst eðlilegt þegar gerðar eru kerfisbreytingar á skattkerfinu sem leiða til tekjumissis sveitarfélaganna, að þeim sé þá bættur missirinn með einhverjum öðrum hætti." Með breytingum sem tóku gildi á lögum um tekju- og eignarskatt árið 2002, var fólki gert auðveldara að færa sig úr einkarekstri yfir í einkahlutafélagarekstur. Þannig sleppur fólk við að greiða tekjuskatt af launum sem fara umfram lágmarksframtal samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Umframgreiðslurnar bera þá einungis 10 prósenta fjármagnstekjuskatt. Sérfræðingum á borð við lögfræðinga eða lækna er að lágmarki gert að reikna sér mánaðarlaun upp á 430 þúsund krónur. Skemmtikraftar og fjölmiðlafólk má ekki reikna sér lægri laun en 345 þúsund og iðnaðarmenn og hásetar verða minnst að telja fram 230 þúsund krónur á mánuði. Í lögunum er þó tekið fram að skattstjóra sé heimilt "að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um." Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir mikið um að einstaklingar nýti sér einkahlutafélagaformið. "Ekki bara í skipum og bátum, heldur öllum atvinnurekstri. Flestir iðnaðarmenn virðast komnir í þetta form líka," segir hann. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir sömu þróun þar og í öðrum sveitarfélögum. "Það er alveg ljóst að sveitarfélög verða af allverulegum fjármunum vegna þessa," segir Gísli. "Ef ríkið vill viðhalda þessu kerfi er það sveitarfélögunum í sjálfu sér ekki á móti skapi. Hins vegar þarf ríkið þá að leggja sveitarfélögunum til því sem nemur tekjutapinu," segir hann. Skattlagningu frestað Sigurjón Högnason, forstöðumaður hjá Ríkisskattstjóra, telur að einhver aukning hafi orðið á skráningu einkahlutafélaga en segir ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulegar ástæður þess að einstaklingar nýta sér það rekstrarform. Hann segir að breytingar sem gerðar voru á lögum um tekju- og eignarskatt og tóku gildi í ársbyrjun árið 2002 hafi að vissu leyti gert fólki auðveldara að færa einkarekstur sinn yfir í einkahlutafélag án þess að til skattlagningar kæmi við yfirfærsluna. "Skattlagningunni sé þá frestað þannig að hún komi til framkvæmdar þegar viðkomandi selur þá hlutina í hinu stofnaða félagi. En meginreglan er sú að þegar flutt er frá einni lögpersónu til annarrar, frá manni til félags í þessu tilviki, þá skattleggst það hjá manninum eins og sala þegar hann leggur eigur sínar fram og fær hlutafé í staðinn. Þetta ákvæði gengur hins vegar út á að fresta skattlagningunni þar til viðkomandi selur hlutinn eða leysir upp félagið," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Einstaklingar stofna í auknum mæli einkahlutafélög um eigin rekstur til að lækka tekjuskattsgreiðslur sínar. Sveitarfélög landsins telja sig verða af miklum tekjum vegna þessa og vilja fá leiðréttingu frá ríkinu. Að sögn Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, var tekjumissir sveitarfélaganna talinn nema allt að milljarði króna árið 2002. "Síðan hefur einkahlutafélögum fjölgað enn frekar, þannig að ekki lækkar þessi tala," segir hann. Sambandið hefur af og til átt í viðræðum við félags- og fjármálaráðuneyti um þessi mál, en hingað til án niðurstöðu. "Ég á nú samt von á að innan tíðar komist meiri skriður á þessi mál. Okkur finnst eðlilegt þegar gerðar eru kerfisbreytingar á skattkerfinu sem leiða til tekjumissis sveitarfélaganna, að þeim sé þá bættur missirinn með einhverjum öðrum hætti." Með breytingum sem tóku gildi á lögum um tekju- og eignarskatt árið 2002, var fólki gert auðveldara að færa sig úr einkarekstri yfir í einkahlutafélagarekstur. Þannig sleppur fólk við að greiða tekjuskatt af launum sem fara umfram lágmarksframtal samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Umframgreiðslurnar bera þá einungis 10 prósenta fjármagnstekjuskatt. Sérfræðingum á borð við lögfræðinga eða lækna er að lágmarki gert að reikna sér mánaðarlaun upp á 430 þúsund krónur. Skemmtikraftar og fjölmiðlafólk má ekki reikna sér lægri laun en 345 þúsund og iðnaðarmenn og hásetar verða minnst að telja fram 230 þúsund krónur á mánuði. Í lögunum er þó tekið fram að skattstjóra sé heimilt "að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um." Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir mikið um að einstaklingar nýti sér einkahlutafélagaformið. "Ekki bara í skipum og bátum, heldur öllum atvinnurekstri. Flestir iðnaðarmenn virðast komnir í þetta form líka," segir hann. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir sömu þróun þar og í öðrum sveitarfélögum. "Það er alveg ljóst að sveitarfélög verða af allverulegum fjármunum vegna þessa," segir Gísli. "Ef ríkið vill viðhalda þessu kerfi er það sveitarfélögunum í sjálfu sér ekki á móti skapi. Hins vegar þarf ríkið þá að leggja sveitarfélögunum til því sem nemur tekjutapinu," segir hann. Skattlagningu frestað Sigurjón Högnason, forstöðumaður hjá Ríkisskattstjóra, telur að einhver aukning hafi orðið á skráningu einkahlutafélaga en segir ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulegar ástæður þess að einstaklingar nýta sér það rekstrarform. Hann segir að breytingar sem gerðar voru á lögum um tekju- og eignarskatt og tóku gildi í ársbyrjun árið 2002 hafi að vissu leyti gert fólki auðveldara að færa einkarekstur sinn yfir í einkahlutafélag án þess að til skattlagningar kæmi við yfirfærsluna. "Skattlagningunni sé þá frestað þannig að hún komi til framkvæmdar þegar viðkomandi selur þá hlutina í hinu stofnaða félagi. En meginreglan er sú að þegar flutt er frá einni lögpersónu til annarrar, frá manni til félags í þessu tilviki, þá skattleggst það hjá manninum eins og sala þegar hann leggur eigur sínar fram og fær hlutafé í staðinn. Þetta ákvæði gengur hins vegar út á að fresta skattlagningunni þar til viðkomandi selur hlutinn eða leysir upp félagið," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira