Fjölgun einkahlutafélaga 4. ágúst 2004 00:01 Einstaklingar stofna í auknum mæli einkahlutafélög um eigin rekstur til að lækka tekjuskattsgreiðslur sínar. Sveitarfélög landsins telja sig verða af miklum tekjum vegna þessa og vilja fá leiðréttingu frá ríkinu. Að sögn Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, var tekjumissir sveitarfélaganna talinn nema allt að milljarði króna árið 2002. "Síðan hefur einkahlutafélögum fjölgað enn frekar, þannig að ekki lækkar þessi tala," segir hann. Sambandið hefur af og til átt í viðræðum við félags- og fjármálaráðuneyti um þessi mál, en hingað til án niðurstöðu. "Ég á nú samt von á að innan tíðar komist meiri skriður á þessi mál. Okkur finnst eðlilegt þegar gerðar eru kerfisbreytingar á skattkerfinu sem leiða til tekjumissis sveitarfélaganna, að þeim sé þá bættur missirinn með einhverjum öðrum hætti." Með breytingum sem tóku gildi á lögum um tekju- og eignarskatt árið 2002, var fólki gert auðveldara að færa sig úr einkarekstri yfir í einkahlutafélagarekstur. Þannig sleppur fólk við að greiða tekjuskatt af launum sem fara umfram lágmarksframtal samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Umframgreiðslurnar bera þá einungis 10 prósenta fjármagnstekjuskatt. Sérfræðingum á borð við lögfræðinga eða lækna er að lágmarki gert að reikna sér mánaðarlaun upp á 430 þúsund krónur. Skemmtikraftar og fjölmiðlafólk má ekki reikna sér lægri laun en 345 þúsund og iðnaðarmenn og hásetar verða minnst að telja fram 230 þúsund krónur á mánuði. Í lögunum er þó tekið fram að skattstjóra sé heimilt "að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um." Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir mikið um að einstaklingar nýti sér einkahlutafélagaformið. "Ekki bara í skipum og bátum, heldur öllum atvinnurekstri. Flestir iðnaðarmenn virðast komnir í þetta form líka," segir hann. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir sömu þróun þar og í öðrum sveitarfélögum. "Það er alveg ljóst að sveitarfélög verða af allverulegum fjármunum vegna þessa," segir Gísli. "Ef ríkið vill viðhalda þessu kerfi er það sveitarfélögunum í sjálfu sér ekki á móti skapi. Hins vegar þarf ríkið þá að leggja sveitarfélögunum til því sem nemur tekjutapinu," segir hann. Skattlagningu frestað Sigurjón Högnason, forstöðumaður hjá Ríkisskattstjóra, telur að einhver aukning hafi orðið á skráningu einkahlutafélaga en segir ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulegar ástæður þess að einstaklingar nýta sér það rekstrarform. Hann segir að breytingar sem gerðar voru á lögum um tekju- og eignarskatt og tóku gildi í ársbyrjun árið 2002 hafi að vissu leyti gert fólki auðveldara að færa einkarekstur sinn yfir í einkahlutafélag án þess að til skattlagningar kæmi við yfirfærsluna. "Skattlagningunni sé þá frestað þannig að hún komi til framkvæmdar þegar viðkomandi selur þá hlutina í hinu stofnaða félagi. En meginreglan er sú að þegar flutt er frá einni lögpersónu til annarrar, frá manni til félags í þessu tilviki, þá skattleggst það hjá manninum eins og sala þegar hann leggur eigur sínar fram og fær hlutafé í staðinn. Þetta ákvæði gengur hins vegar út á að fresta skattlagningunni þar til viðkomandi selur hlutinn eða leysir upp félagið," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Einstaklingar stofna í auknum mæli einkahlutafélög um eigin rekstur til að lækka tekjuskattsgreiðslur sínar. Sveitarfélög landsins telja sig verða af miklum tekjum vegna þessa og vilja fá leiðréttingu frá ríkinu. Að sögn Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, var tekjumissir sveitarfélaganna talinn nema allt að milljarði króna árið 2002. "Síðan hefur einkahlutafélögum fjölgað enn frekar, þannig að ekki lækkar þessi tala," segir hann. Sambandið hefur af og til átt í viðræðum við félags- og fjármálaráðuneyti um þessi mál, en hingað til án niðurstöðu. "Ég á nú samt von á að innan tíðar komist meiri skriður á þessi mál. Okkur finnst eðlilegt þegar gerðar eru kerfisbreytingar á skattkerfinu sem leiða til tekjumissis sveitarfélaganna, að þeim sé þá bættur missirinn með einhverjum öðrum hætti." Með breytingum sem tóku gildi á lögum um tekju- og eignarskatt árið 2002, var fólki gert auðveldara að færa sig úr einkarekstri yfir í einkahlutafélagarekstur. Þannig sleppur fólk við að greiða tekjuskatt af launum sem fara umfram lágmarksframtal samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Umframgreiðslurnar bera þá einungis 10 prósenta fjármagnstekjuskatt. Sérfræðingum á borð við lögfræðinga eða lækna er að lágmarki gert að reikna sér mánaðarlaun upp á 430 þúsund krónur. Skemmtikraftar og fjölmiðlafólk má ekki reikna sér lægri laun en 345 þúsund og iðnaðarmenn og hásetar verða minnst að telja fram 230 þúsund krónur á mánuði. Í lögunum er þó tekið fram að skattstjóra sé heimilt "að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um." Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir mikið um að einstaklingar nýti sér einkahlutafélagaformið. "Ekki bara í skipum og bátum, heldur öllum atvinnurekstri. Flestir iðnaðarmenn virðast komnir í þetta form líka," segir hann. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir sömu þróun þar og í öðrum sveitarfélögum. "Það er alveg ljóst að sveitarfélög verða af allverulegum fjármunum vegna þessa," segir Gísli. "Ef ríkið vill viðhalda þessu kerfi er það sveitarfélögunum í sjálfu sér ekki á móti skapi. Hins vegar þarf ríkið þá að leggja sveitarfélögunum til því sem nemur tekjutapinu," segir hann. Skattlagningu frestað Sigurjón Högnason, forstöðumaður hjá Ríkisskattstjóra, telur að einhver aukning hafi orðið á skráningu einkahlutafélaga en segir ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulegar ástæður þess að einstaklingar nýta sér það rekstrarform. Hann segir að breytingar sem gerðar voru á lögum um tekju- og eignarskatt og tóku gildi í ársbyrjun árið 2002 hafi að vissu leyti gert fólki auðveldara að færa einkarekstur sinn yfir í einkahlutafélag án þess að til skattlagningar kæmi við yfirfærsluna. "Skattlagningunni sé þá frestað þannig að hún komi til framkvæmdar þegar viðkomandi selur þá hlutina í hinu stofnaða félagi. En meginreglan er sú að þegar flutt er frá einni lögpersónu til annarrar, frá manni til félags í þessu tilviki, þá skattleggst það hjá manninum eins og sala þegar hann leggur eigur sínar fram og fær hlutafé í staðinn. Þetta ákvæði gengur hins vegar út á að fresta skattlagningunni þar til viðkomandi selur hlutinn eða leysir upp félagið," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira