Kraftur í tónlistarútgáfu 27. júlí 2004 00:01 Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. "Það er búið að vera óvenjulega mikil útgáfa. Ég held að Skífan hafi aldrei gefið út jafnmarga tiltla á fyrri hluta ársins eins og þetta ár. Þetta hefur verið október og nóvember bransi en við erum kerfisbundið að reyna að breyta því. Þannig að þessi útgáfa byrjaði í mars og ég held við séu komin í tólf plötur á þessu ári," segir Eiður Arnarsson hjá Skífunni. Meðal nýrra titla hjá Skífunni er plata Todmobil og Sinfóníuhljómsveitarinnar sem Eiður segir hafa selst vel. Þá var gefinn út DVD mynddiskur með efni frá tónleikum Todmobil og Sinfóníunnar og segir Eiður það vera söluhæsta íslenska DVD tónlistardiskinn frá upphafi. Þá hafi afmælisplata Geirmunds Valtýssonar selst vel og eins nokkrir safndiskar sem gjarnan eru algengari en nýtt efni á sumrin. Einnig eru bundnar vonir við sölu á tónlistinni úr söngleikjunum Fame og Hárinu. Óttar Felix Hauksson hjá Zonet útgáfunni segir að þar á bæ hafi útgáfan einnig verið aukin í sumar meðal annars með nýrri plötu frá Mannakorni. Zonet hefur einnig meðal annars gefið út tónlist Hauks Heiðar og Guitar Islancio í sumar. Hann segir að sumarsöluna á tónlist megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk vilji kaupa tónlist til að spila í sumarfríinu enda séu flestir bílar með geislaspilara auk þess sem margir eigi ferðageislaspilara og séu með hljómflutningstæki í sumarbústöðum. "Fólk vill hafa þetta með sér í fríið, rétt eins og fólk kaupir sér grillmat og eitthvað sem það er ekki að kaupa á öðrum tímum," segir Óskar Felix. Meðal annarra útgefenda í sumar eru Smekkleysa. Þar að auki hefur hljómsveitin Papar gefið út nýja plötu en þeir standa sjálfir að útgáfunni. Barnaplata með helstu söguhetjum Stundarinnar okkar í Ríkissjónvarpinu, Bárði og Birtu, hefur einnig selst vel í sumar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. "Það er búið að vera óvenjulega mikil útgáfa. Ég held að Skífan hafi aldrei gefið út jafnmarga tiltla á fyrri hluta ársins eins og þetta ár. Þetta hefur verið október og nóvember bransi en við erum kerfisbundið að reyna að breyta því. Þannig að þessi útgáfa byrjaði í mars og ég held við séu komin í tólf plötur á þessu ári," segir Eiður Arnarsson hjá Skífunni. Meðal nýrra titla hjá Skífunni er plata Todmobil og Sinfóníuhljómsveitarinnar sem Eiður segir hafa selst vel. Þá var gefinn út DVD mynddiskur með efni frá tónleikum Todmobil og Sinfóníunnar og segir Eiður það vera söluhæsta íslenska DVD tónlistardiskinn frá upphafi. Þá hafi afmælisplata Geirmunds Valtýssonar selst vel og eins nokkrir safndiskar sem gjarnan eru algengari en nýtt efni á sumrin. Einnig eru bundnar vonir við sölu á tónlistinni úr söngleikjunum Fame og Hárinu. Óttar Felix Hauksson hjá Zonet útgáfunni segir að þar á bæ hafi útgáfan einnig verið aukin í sumar meðal annars með nýrri plötu frá Mannakorni. Zonet hefur einnig meðal annars gefið út tónlist Hauks Heiðar og Guitar Islancio í sumar. Hann segir að sumarsöluna á tónlist megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk vilji kaupa tónlist til að spila í sumarfríinu enda séu flestir bílar með geislaspilara auk þess sem margir eigi ferðageislaspilara og séu með hljómflutningstæki í sumarbústöðum. "Fólk vill hafa þetta með sér í fríið, rétt eins og fólk kaupir sér grillmat og eitthvað sem það er ekki að kaupa á öðrum tímum," segir Óskar Felix. Meðal annarra útgefenda í sumar eru Smekkleysa. Þar að auki hefur hljómsveitin Papar gefið út nýja plötu en þeir standa sjálfir að útgáfunni. Barnaplata með helstu söguhetjum Stundarinnar okkar í Ríkissjónvarpinu, Bárði og Birtu, hefur einnig selst vel í sumar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira