Kraftur í tónlistarútgáfu 27. júlí 2004 00:01 Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. "Það er búið að vera óvenjulega mikil útgáfa. Ég held að Skífan hafi aldrei gefið út jafnmarga tiltla á fyrri hluta ársins eins og þetta ár. Þetta hefur verið október og nóvember bransi en við erum kerfisbundið að reyna að breyta því. Þannig að þessi útgáfa byrjaði í mars og ég held við séu komin í tólf plötur á þessu ári," segir Eiður Arnarsson hjá Skífunni. Meðal nýrra titla hjá Skífunni er plata Todmobil og Sinfóníuhljómsveitarinnar sem Eiður segir hafa selst vel. Þá var gefinn út DVD mynddiskur með efni frá tónleikum Todmobil og Sinfóníunnar og segir Eiður það vera söluhæsta íslenska DVD tónlistardiskinn frá upphafi. Þá hafi afmælisplata Geirmunds Valtýssonar selst vel og eins nokkrir safndiskar sem gjarnan eru algengari en nýtt efni á sumrin. Einnig eru bundnar vonir við sölu á tónlistinni úr söngleikjunum Fame og Hárinu. Óttar Felix Hauksson hjá Zonet útgáfunni segir að þar á bæ hafi útgáfan einnig verið aukin í sumar meðal annars með nýrri plötu frá Mannakorni. Zonet hefur einnig meðal annars gefið út tónlist Hauks Heiðar og Guitar Islancio í sumar. Hann segir að sumarsöluna á tónlist megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk vilji kaupa tónlist til að spila í sumarfríinu enda séu flestir bílar með geislaspilara auk þess sem margir eigi ferðageislaspilara og séu með hljómflutningstæki í sumarbústöðum. "Fólk vill hafa þetta með sér í fríið, rétt eins og fólk kaupir sér grillmat og eitthvað sem það er ekki að kaupa á öðrum tímum," segir Óskar Felix. Meðal annarra útgefenda í sumar eru Smekkleysa. Þar að auki hefur hljómsveitin Papar gefið út nýja plötu en þeir standa sjálfir að útgáfunni. Barnaplata með helstu söguhetjum Stundarinnar okkar í Ríkissjónvarpinu, Bárði og Birtu, hefur einnig selst vel í sumar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. "Það er búið að vera óvenjulega mikil útgáfa. Ég held að Skífan hafi aldrei gefið út jafnmarga tiltla á fyrri hluta ársins eins og þetta ár. Þetta hefur verið október og nóvember bransi en við erum kerfisbundið að reyna að breyta því. Þannig að þessi útgáfa byrjaði í mars og ég held við séu komin í tólf plötur á þessu ári," segir Eiður Arnarsson hjá Skífunni. Meðal nýrra titla hjá Skífunni er plata Todmobil og Sinfóníuhljómsveitarinnar sem Eiður segir hafa selst vel. Þá var gefinn út DVD mynddiskur með efni frá tónleikum Todmobil og Sinfóníunnar og segir Eiður það vera söluhæsta íslenska DVD tónlistardiskinn frá upphafi. Þá hafi afmælisplata Geirmunds Valtýssonar selst vel og eins nokkrir safndiskar sem gjarnan eru algengari en nýtt efni á sumrin. Einnig eru bundnar vonir við sölu á tónlistinni úr söngleikjunum Fame og Hárinu. Óttar Felix Hauksson hjá Zonet útgáfunni segir að þar á bæ hafi útgáfan einnig verið aukin í sumar meðal annars með nýrri plötu frá Mannakorni. Zonet hefur einnig meðal annars gefið út tónlist Hauks Heiðar og Guitar Islancio í sumar. Hann segir að sumarsöluna á tónlist megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk vilji kaupa tónlist til að spila í sumarfríinu enda séu flestir bílar með geislaspilara auk þess sem margir eigi ferðageislaspilara og séu með hljómflutningstæki í sumarbústöðum. "Fólk vill hafa þetta með sér í fríið, rétt eins og fólk kaupir sér grillmat og eitthvað sem það er ekki að kaupa á öðrum tímum," segir Óskar Felix. Meðal annarra útgefenda í sumar eru Smekkleysa. Þar að auki hefur hljómsveitin Papar gefið út nýja plötu en þeir standa sjálfir að útgáfunni. Barnaplata með helstu söguhetjum Stundarinnar okkar í Ríkissjónvarpinu, Bárði og Birtu, hefur einnig selst vel í sumar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira