Kraftur í tónlistarútgáfu 27. júlí 2004 00:01 Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. "Það er búið að vera óvenjulega mikil útgáfa. Ég held að Skífan hafi aldrei gefið út jafnmarga tiltla á fyrri hluta ársins eins og þetta ár. Þetta hefur verið október og nóvember bransi en við erum kerfisbundið að reyna að breyta því. Þannig að þessi útgáfa byrjaði í mars og ég held við séu komin í tólf plötur á þessu ári," segir Eiður Arnarsson hjá Skífunni. Meðal nýrra titla hjá Skífunni er plata Todmobil og Sinfóníuhljómsveitarinnar sem Eiður segir hafa selst vel. Þá var gefinn út DVD mynddiskur með efni frá tónleikum Todmobil og Sinfóníunnar og segir Eiður það vera söluhæsta íslenska DVD tónlistardiskinn frá upphafi. Þá hafi afmælisplata Geirmunds Valtýssonar selst vel og eins nokkrir safndiskar sem gjarnan eru algengari en nýtt efni á sumrin. Einnig eru bundnar vonir við sölu á tónlistinni úr söngleikjunum Fame og Hárinu. Óttar Felix Hauksson hjá Zonet útgáfunni segir að þar á bæ hafi útgáfan einnig verið aukin í sumar meðal annars með nýrri plötu frá Mannakorni. Zonet hefur einnig meðal annars gefið út tónlist Hauks Heiðar og Guitar Islancio í sumar. Hann segir að sumarsöluna á tónlist megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk vilji kaupa tónlist til að spila í sumarfríinu enda séu flestir bílar með geislaspilara auk þess sem margir eigi ferðageislaspilara og séu með hljómflutningstæki í sumarbústöðum. "Fólk vill hafa þetta með sér í fríið, rétt eins og fólk kaupir sér grillmat og eitthvað sem það er ekki að kaupa á öðrum tímum," segir Óskar Felix. Meðal annarra útgefenda í sumar eru Smekkleysa. Þar að auki hefur hljómsveitin Papar gefið út nýja plötu en þeir standa sjálfir að útgáfunni. Barnaplata með helstu söguhetjum Stundarinnar okkar í Ríkissjónvarpinu, Bárði og Birtu, hefur einnig selst vel í sumar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. "Það er búið að vera óvenjulega mikil útgáfa. Ég held að Skífan hafi aldrei gefið út jafnmarga tiltla á fyrri hluta ársins eins og þetta ár. Þetta hefur verið október og nóvember bransi en við erum kerfisbundið að reyna að breyta því. Þannig að þessi útgáfa byrjaði í mars og ég held við séu komin í tólf plötur á þessu ári," segir Eiður Arnarsson hjá Skífunni. Meðal nýrra titla hjá Skífunni er plata Todmobil og Sinfóníuhljómsveitarinnar sem Eiður segir hafa selst vel. Þá var gefinn út DVD mynddiskur með efni frá tónleikum Todmobil og Sinfóníunnar og segir Eiður það vera söluhæsta íslenska DVD tónlistardiskinn frá upphafi. Þá hafi afmælisplata Geirmunds Valtýssonar selst vel og eins nokkrir safndiskar sem gjarnan eru algengari en nýtt efni á sumrin. Einnig eru bundnar vonir við sölu á tónlistinni úr söngleikjunum Fame og Hárinu. Óttar Felix Hauksson hjá Zonet útgáfunni segir að þar á bæ hafi útgáfan einnig verið aukin í sumar meðal annars með nýrri plötu frá Mannakorni. Zonet hefur einnig meðal annars gefið út tónlist Hauks Heiðar og Guitar Islancio í sumar. Hann segir að sumarsöluna á tónlist megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk vilji kaupa tónlist til að spila í sumarfríinu enda séu flestir bílar með geislaspilara auk þess sem margir eigi ferðageislaspilara og séu með hljómflutningstæki í sumarbústöðum. "Fólk vill hafa þetta með sér í fríið, rétt eins og fólk kaupir sér grillmat og eitthvað sem það er ekki að kaupa á öðrum tímum," segir Óskar Felix. Meðal annarra útgefenda í sumar eru Smekkleysa. Þar að auki hefur hljómsveitin Papar gefið út nýja plötu en þeir standa sjálfir að útgáfunni. Barnaplata með helstu söguhetjum Stundarinnar okkar í Ríkissjónvarpinu, Bárði og Birtu, hefur einnig selst vel í sumar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira