Þung undiralda 14. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ókyrrðin og ójafnvægið í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir á sér ekki hliðstæðu á þeim þrettán árum sem Davíð Oddsson hefur verið í forystu fyrir ríkisstjórnum á Íslandi. Raunar er enga samsvörun að finna á öllum lýðveldistímanum ef horft er á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin og virðist á góðri leið með að breytast í stjórnskipunarkreppu. Frá 1991 hefur Davíð Oddsson sem formaður Sjálfstæðisflokksins stýrt þjóðarskútunni, fyrst með Alþýðuflokknum í fjögur ár og síðan með Framsóknarflokknum í níu ár. Þetta hefur verið mikið og gjöfult framfaraskeið. Þótt oft hafi gefið á bátinn og skipst á skin og skúrir er höfuðeinkenni þessa tímabils, þegar á megindrættina er litið, örugg sigling og stöðugleiki. Á það jafnt við um efnahags- og atvinnulífið sem stjórnmálakerfið. Segja má að veigamesta framlag Davíðs Oddssonar til íslenskra stjórnmála frá því í upphafi tíunda áratugarins felist í forystu hans um að koma þessum stöðugleika á og viðhalda honum. Davíð Oddsson hóf stjórnmálaferil sinn við allt aðrar aðstæður á áttunda áratugnum. Efnahags- og atvinnulífið einkenndist þá af miklu ójafnvægi. Glundroði ríkti í landsstjórninni. Frá 1971 til 1983 sátu fimm mismunandi ríkisstjórnir við völd. Þar var hver höndin uppi á móti annarri. Ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti sátu ráðherrar á neyðarfundum með ráðgjöfum sínum og sérfræðingum til að að koma í veg fyrir kollsteypu í þjóðarbúskapnum eins og frægt hefur orðið. Verkföll og vinnudeilur voru daglegt brauð. Ástandið skánaði á seinni hluta níunda áratugarins en það var ekki fyrr en á hinum tíunda sem þáttaskil urðu og óstöðugleikinn var að baki. Þau tímamót eru í sjálfu sér ekki Davíð Oddssyni og störfum hans að þakka. Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990, aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu og breytingar á innviðum og umgjörð efnahagskerfisins réðu úrslitum. Framlag forsætisráðherra fólst í leiða stjórnfestu og skynsemi til öndvegis samtímis hinum miklu þjóðfélagsbreytingum. Í þessu sögulega ljósi eru atburðirnir að undanförnu eins og stílrof í miklu og góðu bókmenntaverki. Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvers vegna þetta hefur gerst. Ekki er víst að svarið fáist með því að einblína á þau mál sem verið hafa í brennidepli þótt hluti skýringarinnar liggi þar. Meiri ástæða er til að ætla að stjórnsemin, sem nauðsynleg var í upphafi, hafi smám saman breyst í svo þrákelknislegt og jafnvel þrúgandi ráðríki foringjastjórnmála að þjóðinni hafi verið farið að líða illa. Enginn vill afturhvarf til ráðleysis og óvissu stjórnmála og efnahagsmála áttunda og níunda áratugarins. En stjórnlyndið, sem við erum nú vitni að, og fylgifiskur þess, hugmyndalegt einlyndi, er satt að segja engu betra. Það er þjóðarnauðsyn að af þessari óheillabraut verði snúið hið fyrsta. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfa að gæta sín á því að vanmeta ekki aðstæðurnar; óróinn að undanförnu er áreiðanlega ekki gárur á yfirborðinu heldur vitnisburður um þunga undiröldu óánægju í þjóðfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ókyrrðin og ójafnvægið í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir á sér ekki hliðstæðu á þeim þrettán árum sem Davíð Oddsson hefur verið í forystu fyrir ríkisstjórnum á Íslandi. Raunar er enga samsvörun að finna á öllum lýðveldistímanum ef horft er á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin og virðist á góðri leið með að breytast í stjórnskipunarkreppu. Frá 1991 hefur Davíð Oddsson sem formaður Sjálfstæðisflokksins stýrt þjóðarskútunni, fyrst með Alþýðuflokknum í fjögur ár og síðan með Framsóknarflokknum í níu ár. Þetta hefur verið mikið og gjöfult framfaraskeið. Þótt oft hafi gefið á bátinn og skipst á skin og skúrir er höfuðeinkenni þessa tímabils, þegar á megindrættina er litið, örugg sigling og stöðugleiki. Á það jafnt við um efnahags- og atvinnulífið sem stjórnmálakerfið. Segja má að veigamesta framlag Davíðs Oddssonar til íslenskra stjórnmála frá því í upphafi tíunda áratugarins felist í forystu hans um að koma þessum stöðugleika á og viðhalda honum. Davíð Oddsson hóf stjórnmálaferil sinn við allt aðrar aðstæður á áttunda áratugnum. Efnahags- og atvinnulífið einkenndist þá af miklu ójafnvægi. Glundroði ríkti í landsstjórninni. Frá 1971 til 1983 sátu fimm mismunandi ríkisstjórnir við völd. Þar var hver höndin uppi á móti annarri. Ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti sátu ráðherrar á neyðarfundum með ráðgjöfum sínum og sérfræðingum til að að koma í veg fyrir kollsteypu í þjóðarbúskapnum eins og frægt hefur orðið. Verkföll og vinnudeilur voru daglegt brauð. Ástandið skánaði á seinni hluta níunda áratugarins en það var ekki fyrr en á hinum tíunda sem þáttaskil urðu og óstöðugleikinn var að baki. Þau tímamót eru í sjálfu sér ekki Davíð Oddssyni og störfum hans að þakka. Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990, aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu og breytingar á innviðum og umgjörð efnahagskerfisins réðu úrslitum. Framlag forsætisráðherra fólst í leiða stjórnfestu og skynsemi til öndvegis samtímis hinum miklu þjóðfélagsbreytingum. Í þessu sögulega ljósi eru atburðirnir að undanförnu eins og stílrof í miklu og góðu bókmenntaverki. Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvers vegna þetta hefur gerst. Ekki er víst að svarið fáist með því að einblína á þau mál sem verið hafa í brennidepli þótt hluti skýringarinnar liggi þar. Meiri ástæða er til að ætla að stjórnsemin, sem nauðsynleg var í upphafi, hafi smám saman breyst í svo þrákelknislegt og jafnvel þrúgandi ráðríki foringjastjórnmála að þjóðinni hafi verið farið að líða illa. Enginn vill afturhvarf til ráðleysis og óvissu stjórnmála og efnahagsmála áttunda og níunda áratugarins. En stjórnlyndið, sem við erum nú vitni að, og fylgifiskur þess, hugmyndalegt einlyndi, er satt að segja engu betra. Það er þjóðarnauðsyn að af þessari óheillabraut verði snúið hið fyrsta. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfa að gæta sín á því að vanmeta ekki aðstæðurnar; óróinn að undanförnu er áreiðanlega ekki gárur á yfirborðinu heldur vitnisburður um þunga undiröldu óánægju í þjóðfélaginu
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar