Höldum því sem gott er 14. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Forsvarsmenn bæði Gallup á Íslandi og Félagsvísindastofnunar hafa tjáð sig um nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins í ríkismiðlunum -- annars vegar á Rás 2 og hins vegar Ríkissjónvarpinu. Báðir hafa dregið niðurstöður kannana Fréttablaðsins í efa á þeim forsendum að þær séu ekki gerðar með sömu aðferðum og þessi tvö fyrirtæki noti þegar þau framkvæma kannanir. Það er í sjálfu sér eðlileg kennd að finnast sinn fugl fagur og ekki hægt að skamma þessa ágætu fulltrúa sinna fyrirtækja fyrir að hafa trú á eigin könnunum. Það er hins vegar engin ástæða fyrir þá að reyna að telja fólki trú um að annarra fuglar séu ljótir. Og í þessu tilfelli eiga þeir að vita betur. Gagnrýni þessara aðila á þær aðferðir sem notaðar eru við kannanir Fréttablaðsins er síður en svo ný af nálinni. Hana má rekja aldarfjórðung aftur í tímann eða allt aftur til þess tíma þegar Dagblaðið gamla hóf að gera skoðanakannanir undir stjórn Hauks heitins Helgasonar aðstoðarritstjóra. Haukur var ágætlega Ameríkumenntaður hagfræðingur og vel kunnugur skoðanakönnunum. Hann beitti sambærilegum aðferðum og annar Ameríkumenntaður frumkvöðull skoðanakannana á Íslandi, Bragi Jósepsson. Þeir töldu að íslenskt samfélag væri svo einsleitt að flóknar aðferðir við val á úrtaki eða lýðfræðilegur útreikningur á svörum í könnunum væri ekki aðeins ónauðsynlegt heldur gæti jafnvel skekkt niðurstöður kannana. Flókin aðferðafræði við framkvæmd skoðanakannana sem er nauðsynleg við könnun á afstöðu allra íbúa Bandaríkjanna til tiltekins máls getur verið fullkomlega óþörf ef aðeins á að kanna afstöðu fólks í litlu úthverfi einnar borgar. Ef ekki er að búast við miklum afstöðumun eftir aldri, menntun eða atvinnu nægir að hringja tilviljanakennt í nægjanlega stóran hóp fólks til að fá mynd af afstöðu allra íbúanna. Eins og við kannanir Dagblaðsins og síðar DV er ekki stuðst við fyrirframvalið úrtak í könnunum Fréttablaðsins. Símanúmer eru valin tilviljanakennt og vanalega hringt þar til fengin eru 800 svör -- en stundum eru gerðar stærri kannanir. Þau skiptast jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Flóknara er það ekki. Þótt til sé hátimbraðri aðferðafræði þá hefur reynslan sýnt að þeir Haukur og Bragi höfðu rétt fyrir sér. Skoðanakannir Dagblaðsins og síðar DV og Fréttablaðsins hafa reynst vera með allra bestu skoðanakönnunum þegar þær eru bornar saman við kosningar. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sagði þannig fyrir um úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði og var næst úrslitum síðustu þingkosninga ásamt könnun Gallup. Í þeim kosningum sýndi könnun Félagsvísindastofnunar niðurstöðu sem var fjarri kosningaúrslitum. Þessa ágætu sögu skoðanakannana Fréttablaðsins og forvera þess þekktu báðir fulltrúarnar sem vildu draga úr trúverðugleika þeirra og hefðu vel mátt vitna til hennar. Stundum látum við Íslendingar eins og nýmenntað fólk sem -- alveg eins og nýríkir -- getur verið full upptekið af því sem það hefur nýlega öðlast. Auðvitað er aðferðafræði skoðanakannana hin ágætustu vísindi en flókin aðferðafræði þarf ekki að gera kannanir betri þótt þau kitli fræðimannsmetnað aðstandenda þeirra. Páll postuli segir einhvers staðar að við skyldum reyna allt og halda því sem gott er. Miðað við reynsluna af könnunum Dagblaðsins, DV og síðan Fréttablaðsins er augljóst að þær aðferðir sem Haukur Helgason mótaði fyrir aldarfjórðungi eru enn jafn góðar -- oftast betri -- en þær aðferðir sem helstu gagnrýnendur þeirra vilja styðjast við. Í þessu, sem öðru, mun Fréttablaðið halda því sem gott er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Forsvarsmenn bæði Gallup á Íslandi og Félagsvísindastofnunar hafa tjáð sig um nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins í ríkismiðlunum -- annars vegar á Rás 2 og hins vegar Ríkissjónvarpinu. Báðir hafa dregið niðurstöður kannana Fréttablaðsins í efa á þeim forsendum að þær séu ekki gerðar með sömu aðferðum og þessi tvö fyrirtæki noti þegar þau framkvæma kannanir. Það er í sjálfu sér eðlileg kennd að finnast sinn fugl fagur og ekki hægt að skamma þessa ágætu fulltrúa sinna fyrirtækja fyrir að hafa trú á eigin könnunum. Það er hins vegar engin ástæða fyrir þá að reyna að telja fólki trú um að annarra fuglar séu ljótir. Og í þessu tilfelli eiga þeir að vita betur. Gagnrýni þessara aðila á þær aðferðir sem notaðar eru við kannanir Fréttablaðsins er síður en svo ný af nálinni. Hana má rekja aldarfjórðung aftur í tímann eða allt aftur til þess tíma þegar Dagblaðið gamla hóf að gera skoðanakannanir undir stjórn Hauks heitins Helgasonar aðstoðarritstjóra. Haukur var ágætlega Ameríkumenntaður hagfræðingur og vel kunnugur skoðanakönnunum. Hann beitti sambærilegum aðferðum og annar Ameríkumenntaður frumkvöðull skoðanakannana á Íslandi, Bragi Jósepsson. Þeir töldu að íslenskt samfélag væri svo einsleitt að flóknar aðferðir við val á úrtaki eða lýðfræðilegur útreikningur á svörum í könnunum væri ekki aðeins ónauðsynlegt heldur gæti jafnvel skekkt niðurstöður kannana. Flókin aðferðafræði við framkvæmd skoðanakannana sem er nauðsynleg við könnun á afstöðu allra íbúa Bandaríkjanna til tiltekins máls getur verið fullkomlega óþörf ef aðeins á að kanna afstöðu fólks í litlu úthverfi einnar borgar. Ef ekki er að búast við miklum afstöðumun eftir aldri, menntun eða atvinnu nægir að hringja tilviljanakennt í nægjanlega stóran hóp fólks til að fá mynd af afstöðu allra íbúanna. Eins og við kannanir Dagblaðsins og síðar DV er ekki stuðst við fyrirframvalið úrtak í könnunum Fréttablaðsins. Símanúmer eru valin tilviljanakennt og vanalega hringt þar til fengin eru 800 svör -- en stundum eru gerðar stærri kannanir. Þau skiptast jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Flóknara er það ekki. Þótt til sé hátimbraðri aðferðafræði þá hefur reynslan sýnt að þeir Haukur og Bragi höfðu rétt fyrir sér. Skoðanakannir Dagblaðsins og síðar DV og Fréttablaðsins hafa reynst vera með allra bestu skoðanakönnunum þegar þær eru bornar saman við kosningar. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sagði þannig fyrir um úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði og var næst úrslitum síðustu þingkosninga ásamt könnun Gallup. Í þeim kosningum sýndi könnun Félagsvísindastofnunar niðurstöðu sem var fjarri kosningaúrslitum. Þessa ágætu sögu skoðanakannana Fréttablaðsins og forvera þess þekktu báðir fulltrúarnar sem vildu draga úr trúverðugleika þeirra og hefðu vel mátt vitna til hennar. Stundum látum við Íslendingar eins og nýmenntað fólk sem -- alveg eins og nýríkir -- getur verið full upptekið af því sem það hefur nýlega öðlast. Auðvitað er aðferðafræði skoðanakannana hin ágætustu vísindi en flókin aðferðafræði þarf ekki að gera kannanir betri þótt þau kitli fræðimannsmetnað aðstandenda þeirra. Páll postuli segir einhvers staðar að við skyldum reyna allt og halda því sem gott er. Miðað við reynsluna af könnunum Dagblaðsins, DV og síðan Fréttablaðsins er augljóst að þær aðferðir sem Haukur Helgason mótaði fyrir aldarfjórðungi eru enn jafn góðar -- oftast betri -- en þær aðferðir sem helstu gagnrýnendur þeirra vilja styðjast við. Í þessu, sem öðru, mun Fréttablaðið halda því sem gott er.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar