Alvarleg skilaboð til Framsóknar 11. júlí 2004 00:01 Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn. Undir taka Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason, þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk stuðning 7,5 prósenta 800 manna úrtaks skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á laugardag. Flokkurinn hefur samkvæmt henni misst 60% fylgi frá Alþingiskosningum og er minnstur stjórnmálaflokka í landinu. Alfreð segir Framsóknarflokkinn hafa látið Sjálfstæðisflokkinn teyma sig of langt í fjölmiðlamálinu. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast upp úr," segir Alfreð og bætir við: "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli. Í það verði sett pólitísk nefnd sem hafi rúman tíma til að ganga frá slíku, kannski eitt ár. Það held ég að gæti breytt stöðunni fyrir flokkinn." Kristinn H. Gunnarsson tekur undir tillögu Alfreðs en nefnir einnig sem kost að"... það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin segi sitt álit eins og forsetinn hefur vilja til eða þá að menn dragi málið til baka." Haukur Logi Karlsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, segir það "alveg augljóst" að fjölmiðlamálið sé dragbítur Framsóknar og bendir á að Sambandið hafi ályktað að bíða beri með að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Hjálmar Árnason gerir ráð fyrir að flokkurinn eigi talsvert fylgi inni hjá þeim tæpu 40 prósentum sem ekki tóku afstöðu í könnuninni. "Auðvitað eru þetta ákveðin skilaboð til þingmanna og forustu flokksins og við hljótum að taka þetta til skoðunar." Ráðherrar Framsóknarflokksins hvika hvergi frá nýju fjölmiðlafrumvarpi og aðspurðir um vilja samflokksmanna þeirra, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað. Við höfum búið til nýjan ramma, því það er vilji þessara flokka eins og allra stjórnmálaflokka að hér verði sett lög um samþjöppun í þjóðfélaginu á peningalegu valdi til að tryggja lýðræði og frelsi." Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins og umhverfisráðherra, sagði: "Þingflokkurinn er búinn að fara yfir þetta mál og niðurstaðan var að flytja það frumvarp sem nú er til vinnslu inn í Alþingi." Framsóknarmenn sitja þingflokksfund á morgun. "Þá er venjan að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu. Nú er aðeins eitt mál sem liggur fyrir þinginu og því augljóst um hvað sá fundur mun snúast," segir Hjálmar. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson, formann flokksins og utanríkisráðherra. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn. Undir taka Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason, þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk stuðning 7,5 prósenta 800 manna úrtaks skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á laugardag. Flokkurinn hefur samkvæmt henni misst 60% fylgi frá Alþingiskosningum og er minnstur stjórnmálaflokka í landinu. Alfreð segir Framsóknarflokkinn hafa látið Sjálfstæðisflokkinn teyma sig of langt í fjölmiðlamálinu. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast upp úr," segir Alfreð og bætir við: "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli. Í það verði sett pólitísk nefnd sem hafi rúman tíma til að ganga frá slíku, kannski eitt ár. Það held ég að gæti breytt stöðunni fyrir flokkinn." Kristinn H. Gunnarsson tekur undir tillögu Alfreðs en nefnir einnig sem kost að"... það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin segi sitt álit eins og forsetinn hefur vilja til eða þá að menn dragi málið til baka." Haukur Logi Karlsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, segir það "alveg augljóst" að fjölmiðlamálið sé dragbítur Framsóknar og bendir á að Sambandið hafi ályktað að bíða beri með að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Hjálmar Árnason gerir ráð fyrir að flokkurinn eigi talsvert fylgi inni hjá þeim tæpu 40 prósentum sem ekki tóku afstöðu í könnuninni. "Auðvitað eru þetta ákveðin skilaboð til þingmanna og forustu flokksins og við hljótum að taka þetta til skoðunar." Ráðherrar Framsóknarflokksins hvika hvergi frá nýju fjölmiðlafrumvarpi og aðspurðir um vilja samflokksmanna þeirra, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað. Við höfum búið til nýjan ramma, því það er vilji þessara flokka eins og allra stjórnmálaflokka að hér verði sett lög um samþjöppun í þjóðfélaginu á peningalegu valdi til að tryggja lýðræði og frelsi." Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins og umhverfisráðherra, sagði: "Þingflokkurinn er búinn að fara yfir þetta mál og niðurstaðan var að flytja það frumvarp sem nú er til vinnslu inn í Alþingi." Framsóknarmenn sitja þingflokksfund á morgun. "Þá er venjan að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu. Nú er aðeins eitt mál sem liggur fyrir þinginu og því augljóst um hvað sá fundur mun snúast," segir Hjálmar. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson, formann flokksins og utanríkisráðherra.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira