Alvarleg skilaboð til Framsóknar 11. júlí 2004 00:01 Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn. Undir taka Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason, þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk stuðning 7,5 prósenta 800 manna úrtaks skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á laugardag. Flokkurinn hefur samkvæmt henni misst 60% fylgi frá Alþingiskosningum og er minnstur stjórnmálaflokka í landinu. Alfreð segir Framsóknarflokkinn hafa látið Sjálfstæðisflokkinn teyma sig of langt í fjölmiðlamálinu. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast upp úr," segir Alfreð og bætir við: "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli. Í það verði sett pólitísk nefnd sem hafi rúman tíma til að ganga frá slíku, kannski eitt ár. Það held ég að gæti breytt stöðunni fyrir flokkinn." Kristinn H. Gunnarsson tekur undir tillögu Alfreðs en nefnir einnig sem kost að"... það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin segi sitt álit eins og forsetinn hefur vilja til eða þá að menn dragi málið til baka." Haukur Logi Karlsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, segir það "alveg augljóst" að fjölmiðlamálið sé dragbítur Framsóknar og bendir á að Sambandið hafi ályktað að bíða beri með að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Hjálmar Árnason gerir ráð fyrir að flokkurinn eigi talsvert fylgi inni hjá þeim tæpu 40 prósentum sem ekki tóku afstöðu í könnuninni. "Auðvitað eru þetta ákveðin skilaboð til þingmanna og forustu flokksins og við hljótum að taka þetta til skoðunar." Ráðherrar Framsóknarflokksins hvika hvergi frá nýju fjölmiðlafrumvarpi og aðspurðir um vilja samflokksmanna þeirra, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað. Við höfum búið til nýjan ramma, því það er vilji þessara flokka eins og allra stjórnmálaflokka að hér verði sett lög um samþjöppun í þjóðfélaginu á peningalegu valdi til að tryggja lýðræði og frelsi." Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins og umhverfisráðherra, sagði: "Þingflokkurinn er búinn að fara yfir þetta mál og niðurstaðan var að flytja það frumvarp sem nú er til vinnslu inn í Alþingi." Framsóknarmenn sitja þingflokksfund á morgun. "Þá er venjan að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu. Nú er aðeins eitt mál sem liggur fyrir þinginu og því augljóst um hvað sá fundur mun snúast," segir Hjálmar. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson, formann flokksins og utanríkisráðherra. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira
Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn. Undir taka Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason, þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk stuðning 7,5 prósenta 800 manna úrtaks skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á laugardag. Flokkurinn hefur samkvæmt henni misst 60% fylgi frá Alþingiskosningum og er minnstur stjórnmálaflokka í landinu. Alfreð segir Framsóknarflokkinn hafa látið Sjálfstæðisflokkinn teyma sig of langt í fjölmiðlamálinu. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast upp úr," segir Alfreð og bætir við: "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli. Í það verði sett pólitísk nefnd sem hafi rúman tíma til að ganga frá slíku, kannski eitt ár. Það held ég að gæti breytt stöðunni fyrir flokkinn." Kristinn H. Gunnarsson tekur undir tillögu Alfreðs en nefnir einnig sem kost að"... það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin segi sitt álit eins og forsetinn hefur vilja til eða þá að menn dragi málið til baka." Haukur Logi Karlsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, segir það "alveg augljóst" að fjölmiðlamálið sé dragbítur Framsóknar og bendir á að Sambandið hafi ályktað að bíða beri með að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Hjálmar Árnason gerir ráð fyrir að flokkurinn eigi talsvert fylgi inni hjá þeim tæpu 40 prósentum sem ekki tóku afstöðu í könnuninni. "Auðvitað eru þetta ákveðin skilaboð til þingmanna og forustu flokksins og við hljótum að taka þetta til skoðunar." Ráðherrar Framsóknarflokksins hvika hvergi frá nýju fjölmiðlafrumvarpi og aðspurðir um vilja samflokksmanna þeirra, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað. Við höfum búið til nýjan ramma, því það er vilji þessara flokka eins og allra stjórnmálaflokka að hér verði sett lög um samþjöppun í þjóðfélaginu á peningalegu valdi til að tryggja lýðræði og frelsi." Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins og umhverfisráðherra, sagði: "Þingflokkurinn er búinn að fara yfir þetta mál og niðurstaðan var að flytja það frumvarp sem nú er til vinnslu inn í Alþingi." Framsóknarmenn sitja þingflokksfund á morgun. "Þá er venjan að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu. Nú er aðeins eitt mál sem liggur fyrir þinginu og því augljóst um hvað sá fundur mun snúast," segir Hjálmar. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson, formann flokksins og utanríkisráðherra.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira