Tröllin sem stálu kosningunum Össur Skarphéðinsson skrifar 8. júlí 2004 00:01 Stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir um að synji forseti lýðveldisins um staðfestingu laga skuli þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram eins fljótt og auðið er. Í stjórnarskránni er engin heimild til að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að eiga sér stað. Þetta var Davíð Oddssyni fullkomlega ljóst þegar forseti Íslands synjaði um staðfestingu fjölmiðlalaganna. Hann gaf við mörg tækifæri skýlausar yfirlýsingar um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Þannig var vart liðinn sólarhringur frá synjun forsetans þegar Davíð Oddsson lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu í Kastljósi sjónvarpsins að kvöldi þriðja júní. Davíð tók sérstaklega fram að Halldór Ásgrímsson væri honum sammála. Við forystumenn stjórnarandstöðunnar áttum fund með þeim báðum í Stjórnarráðinu um miðjan júní. Þar var samkomulag um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði fyrri part ágúst.Tíunda júní óskaði Davíð eftir því við forseta Íslands að hann gæfi út forsetabréf um að þing yrði kvatt saman fimmta júlí. Hann tjáði forsetanum að tilefni sumarþingsins væri að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fleiri ráðherrar en Davíð Oddsson lýstu yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf slíka yfirlýsingu í byrjun júlí. Varaformaður hans, Guðni Ágústsson, sem þjóðin öll sá hvernig engdist yfir málinu í Kastljósi sl. mánudagsvöld, hafði þá lýst hinu sama yfir degi fyrr. Geir H. Haarde, varaformaður Sjalfstæðisflokksins lýsti margsinnis yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði að fara fram. Hann túlkaði stjórnarskrána svo að það yrði að gerast innan tveggja mánaða frá yfirlýsingu forsetans. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í frægum pistli á vefsíðu sinni 3. júní, sem hann hefur að vísu margbreytt síðan, að það væri skylda ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, og eins fljótt og auðið væri. Allir þessir ráðherrar, fimm að tölu, hafa nú gengið á bak orða sinna um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um fjölmiðlalögin. Ástæðan er allri þjóðinni ljós. Þjóðaratkvæðagreiðslan var koltöpuð fyrir stjórninni. Þessvegna ákváð ríkisstjórnin að eyðileggja rétt þjóðarinnar til að segja álit sitt milliliðalaust á fjölmiðlalögunum einsog stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir. Aðferðin felst í því að draga fjölmiðlalögin frá í vor til baka og samþykkja jafnharðan ný lög, sem eru nánast einsog lögin frá í vor. Fjórum dögum áður en tillagan kom fram á þingi hafði Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, lýst fyrir Fréttablaðinu að fjarstæðukennt væri að ætla að þessi leið yrði farin, þar sem hún fæli að öllum líkindum í sér brot á stjórnarskránni. Björn Bjarnason kallaði þessa leið á vefsíðu sinni óbrúklega "brellu". Í alkunnri barnasögu stálu tröllin jólunum. En ríkisstjórnin getur ekki stolið frá þjóðinni réttinum til að segja álit sitt á fjölmiðlalögunum. Hafi hún ekki þrek til að axla úrskurð þjóðaratkvæðagreiðslu á hún að axla sín skinn. Ríkisstjórnin er hvort sem er orðin sálræn byrði á þjóðinni sem bíður eftir að geta hrist hana af sér við fyrsta tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir um að synji forseti lýðveldisins um staðfestingu laga skuli þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram eins fljótt og auðið er. Í stjórnarskránni er engin heimild til að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að eiga sér stað. Þetta var Davíð Oddssyni fullkomlega ljóst þegar forseti Íslands synjaði um staðfestingu fjölmiðlalaganna. Hann gaf við mörg tækifæri skýlausar yfirlýsingar um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Þannig var vart liðinn sólarhringur frá synjun forsetans þegar Davíð Oddsson lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu í Kastljósi sjónvarpsins að kvöldi þriðja júní. Davíð tók sérstaklega fram að Halldór Ásgrímsson væri honum sammála. Við forystumenn stjórnarandstöðunnar áttum fund með þeim báðum í Stjórnarráðinu um miðjan júní. Þar var samkomulag um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði fyrri part ágúst.Tíunda júní óskaði Davíð eftir því við forseta Íslands að hann gæfi út forsetabréf um að þing yrði kvatt saman fimmta júlí. Hann tjáði forsetanum að tilefni sumarþingsins væri að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fleiri ráðherrar en Davíð Oddsson lýstu yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf slíka yfirlýsingu í byrjun júlí. Varaformaður hans, Guðni Ágústsson, sem þjóðin öll sá hvernig engdist yfir málinu í Kastljósi sl. mánudagsvöld, hafði þá lýst hinu sama yfir degi fyrr. Geir H. Haarde, varaformaður Sjalfstæðisflokksins lýsti margsinnis yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði að fara fram. Hann túlkaði stjórnarskrána svo að það yrði að gerast innan tveggja mánaða frá yfirlýsingu forsetans. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í frægum pistli á vefsíðu sinni 3. júní, sem hann hefur að vísu margbreytt síðan, að það væri skylda ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, og eins fljótt og auðið væri. Allir þessir ráðherrar, fimm að tölu, hafa nú gengið á bak orða sinna um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um fjölmiðlalögin. Ástæðan er allri þjóðinni ljós. Þjóðaratkvæðagreiðslan var koltöpuð fyrir stjórninni. Þessvegna ákváð ríkisstjórnin að eyðileggja rétt þjóðarinnar til að segja álit sitt milliliðalaust á fjölmiðlalögunum einsog stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir. Aðferðin felst í því að draga fjölmiðlalögin frá í vor til baka og samþykkja jafnharðan ný lög, sem eru nánast einsog lögin frá í vor. Fjórum dögum áður en tillagan kom fram á þingi hafði Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, lýst fyrir Fréttablaðinu að fjarstæðukennt væri að ætla að þessi leið yrði farin, þar sem hún fæli að öllum líkindum í sér brot á stjórnarskránni. Björn Bjarnason kallaði þessa leið á vefsíðu sinni óbrúklega "brellu". Í alkunnri barnasögu stálu tröllin jólunum. En ríkisstjórnin getur ekki stolið frá þjóðinni réttinum til að segja álit sitt á fjölmiðlalögunum. Hafi hún ekki þrek til að axla úrskurð þjóðaratkvæðagreiðslu á hún að axla sín skinn. Ríkisstjórnin er hvort sem er orðin sálræn byrði á þjóðinni sem bíður eftir að geta hrist hana af sér við fyrsta tækifæri.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun