Þjóðin er þinginu æðri 4. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Miðað við þá áherslu sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á að menn fari eftir leikreglum samfélagsins er með ólíkindum hversu reglurnar þvælast fyrir þessum sömu mönnum. Ég er þá ekki að tala um þegar Hæstiréttur hefur úrskurðað að lög sem ríkisstjórnin setur stangist á við stjórnarskrána – sem er undirstaða allra leikreglna. Ekki heldur þegar umboðsmaður Alþingis úrskurðar að embættisverk ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi brotið gegn góðri stjórnsýslu. Né þegar úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðar að embættisveitingar sömu manna hafi stangast á við lög. Enn síður þegar orð ráðherranna eru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi.Ég á heldur ekki við viðbrögð forystumanna sjálfstæðismanna við öllum þessum ákúrum sem alltaf eru á eina lund: Úrskurðir dómstóla og annarra opinberra umsagnaraðila eru aðeins skoðanir manna út í bæ og vega lítið á móti áliti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki hægt að taka mark á þessum viðbrögðum – alla vega ekki sem raunverulega pólitíska afstöðu þeirra. Þau bera aðeins vott um slælegt uppeldi og götustrákastæla.Það er hins vegar alvarlegt þegar forystumenn í stjórnmálaflokki í lýðræðisríki – og það í engum jaðarflokki heldur sjálfum Sjálfstæðisflokknum – skuli telja sig umbúna til að setja þjóðinni skilyrði í kosningum.Þótt margt megi þvæla um stjórnskipan Íslands þá er alveg ljóst að æðsta vald í íslenska þjóðfélaginu er almennur kjörfundur. Til þessa fundar þurfa bæði forseti og þing að sækja umboð sitt. Bæði forsetaframbjóðendur og frambjóðendur til þings geta efast eins og þá lystir um vit kjósenda eða getu þeirra til að taka ákvarðanir – á sama hátt og kjósendur efast um vit og getu forseta og þingmanna – en hvorki forseti né þing geta sett neinar skorður á þennan kjörfund.Kjörfundurinn sjálfur getur hins vegar sett allar þær skorður á sjálfan sig sem honum lystir. En til þess þarf að breyta stjórnarskrá. Þá samþykkir Alþingi breytingarnar og ber þær undir kjörfund samhliða þingkosningum, sem efnt er til samkvæmt eldri stjórnarskrá. Ef nýtt þing samþykkir einnig skorður á almennan kjörfund hafa þær þar með verið gerðar að grundvallarreglum í samfélaginu.Þar til almennur kjörfundur kjósenda hefur sett einhverjar skorður á vægi og vald slíkra kjörfunda er óhugsandi að setja slíkar skorður. Til þess hefur enginn vald. Það er með öllu óskiljanlegt hvað forystumönnum Sjálfstæðisflokksins gengur til með hugmyndum sínum í dag að setja kjörfundi einhver skilyrði eða hvaðan þeir telja sig geta sótt vald til þess. Hafa þeir umboð einhvers sem er þjóðinni æðri?Enn síður má skilja þörfina fyrir slíkum skorðum. Hingað til hafa íslenskir kjósendur sýnt sig vera ágætlega treystandi fyrir atkvæðum sínum. Hví skyldi þeim ekki vera treystandi lengur? Ef við ímyndum okkur að stór hluti kjósenda láti sig þessi blessuð fjölmiðlalög litlu skipta og mæti ekki á kjörstað; hver er þá skaðinn? Geta kjósendur ekki setið hjá við atkvæðagreiðsluna eins og Jónína Bjartmarz?Ef kosningaþátttaka á Íslandi væri hrunin niður úr öllu valdi og lýðræðinu stafaði ógn af ábyrgðarleysi almennings mætti sjá fyrir sér umræðu um með hvaða hætti tryggja mætti að kjörfundur sýndi raunverulegan vilja þjóðarinnar. En þessi staða er einfaldlega ekki uppi. Forysta Sjálfstæðisflokksins er því í þessu máli – eins og fjölmiðlamálinu öllu – fyrst og fremst að berjast við eigin ímyndanir; hryllingsmyndir sem hún dregur upp og finnur sig svo knúna til að bjarga þjóðinni frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Miðað við þá áherslu sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á að menn fari eftir leikreglum samfélagsins er með ólíkindum hversu reglurnar þvælast fyrir þessum sömu mönnum. Ég er þá ekki að tala um þegar Hæstiréttur hefur úrskurðað að lög sem ríkisstjórnin setur stangist á við stjórnarskrána – sem er undirstaða allra leikreglna. Ekki heldur þegar umboðsmaður Alþingis úrskurðar að embættisverk ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi brotið gegn góðri stjórnsýslu. Né þegar úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðar að embættisveitingar sömu manna hafi stangast á við lög. Enn síður þegar orð ráðherranna eru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi.Ég á heldur ekki við viðbrögð forystumanna sjálfstæðismanna við öllum þessum ákúrum sem alltaf eru á eina lund: Úrskurðir dómstóla og annarra opinberra umsagnaraðila eru aðeins skoðanir manna út í bæ og vega lítið á móti áliti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki hægt að taka mark á þessum viðbrögðum – alla vega ekki sem raunverulega pólitíska afstöðu þeirra. Þau bera aðeins vott um slælegt uppeldi og götustrákastæla.Það er hins vegar alvarlegt þegar forystumenn í stjórnmálaflokki í lýðræðisríki – og það í engum jaðarflokki heldur sjálfum Sjálfstæðisflokknum – skuli telja sig umbúna til að setja þjóðinni skilyrði í kosningum.Þótt margt megi þvæla um stjórnskipan Íslands þá er alveg ljóst að æðsta vald í íslenska þjóðfélaginu er almennur kjörfundur. Til þessa fundar þurfa bæði forseti og þing að sækja umboð sitt. Bæði forsetaframbjóðendur og frambjóðendur til þings geta efast eins og þá lystir um vit kjósenda eða getu þeirra til að taka ákvarðanir – á sama hátt og kjósendur efast um vit og getu forseta og þingmanna – en hvorki forseti né þing geta sett neinar skorður á þennan kjörfund.Kjörfundurinn sjálfur getur hins vegar sett allar þær skorður á sjálfan sig sem honum lystir. En til þess þarf að breyta stjórnarskrá. Þá samþykkir Alþingi breytingarnar og ber þær undir kjörfund samhliða þingkosningum, sem efnt er til samkvæmt eldri stjórnarskrá. Ef nýtt þing samþykkir einnig skorður á almennan kjörfund hafa þær þar með verið gerðar að grundvallarreglum í samfélaginu.Þar til almennur kjörfundur kjósenda hefur sett einhverjar skorður á vægi og vald slíkra kjörfunda er óhugsandi að setja slíkar skorður. Til þess hefur enginn vald. Það er með öllu óskiljanlegt hvað forystumönnum Sjálfstæðisflokksins gengur til með hugmyndum sínum í dag að setja kjörfundi einhver skilyrði eða hvaðan þeir telja sig geta sótt vald til þess. Hafa þeir umboð einhvers sem er þjóðinni æðri?Enn síður má skilja þörfina fyrir slíkum skorðum. Hingað til hafa íslenskir kjósendur sýnt sig vera ágætlega treystandi fyrir atkvæðum sínum. Hví skyldi þeim ekki vera treystandi lengur? Ef við ímyndum okkur að stór hluti kjósenda láti sig þessi blessuð fjölmiðlalög litlu skipta og mæti ekki á kjörstað; hver er þá skaðinn? Geta kjósendur ekki setið hjá við atkvæðagreiðsluna eins og Jónína Bjartmarz?Ef kosningaþátttaka á Íslandi væri hrunin niður úr öllu valdi og lýðræðinu stafaði ógn af ábyrgðarleysi almennings mætti sjá fyrir sér umræðu um með hvaða hætti tryggja mætti að kjörfundur sýndi raunverulegan vilja þjóðarinnar. En þessi staða er einfaldlega ekki uppi. Forysta Sjálfstæðisflokksins er því í þessu máli – eins og fjölmiðlamálinu öllu – fyrst og fremst að berjast við eigin ímyndanir; hryllingsmyndir sem hún dregur upp og finnur sig svo knúna til að bjarga þjóðinni frá.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun