Óttinn býr til íhaldssemi 20. júní 2004 00:01 Mig minnir það hafa verið James Joyce sem sagði að íbúar Rómar kynnu ekki annað en selja líkið af ömmu sinni. Þeir ættu svo mikla fortíð að framtíðin kæmist ekki að. Þess vegna væri nútíðin eins og föl eftirmynd fortíðarinnar; einu verðmætin væru í fortíðinni; verkefni nútíðarinnar væri að nýta fortíðina. Á tímum Joyce var Róm eins og risastórt safn fornminja og íbúarnir birtust aðkomumönnum eins og safnverðir. Þeir höfðu ekkert til málanna að leggja annað en að benda á einhverjar rústirnar. Þótt Róm hafi skánað á undanförnum árum er þar enn of mikil fortíð. Fortíðarbransinn hefur eflst með auknum túrisma og gefur vel að sér. Það er því varla hægt að skamma Rómverja fyrir að leggja mikið nýtt til málanna. Þeim dugar enn að benda á rústirnar. Þeir lögðu svo mikið til menningar nútímans fyrir þúsundum ára að þeir gætu þagað nokkur þúsund ár í viðbót án þess að minnka í samanburði við aðra. Það gagnast hins vegar náttúrlega ekki þeim sem nú ganga um stræti Rómar. Þeir eru engu stærri fyrir afrek löngu liðinna manna. Upphafning fortíðarinnar sem lífsviðurværi getur því orðið eins og Joyce sagði; að menn séu að selja líkið af ömmu sinni.Það eru mörg dæmi í sögunni af þjóðum sem hafa snúið vitlaust; horft fremur til fortíðar en framtíðar. Það er auðvitað öllum hollt að þekkja söguna og bera virðingu fyrir þeim sem á undan gengu. En ef menn sjá mest verðmæti í fortíðinni er hætt við að þeir verði of mikilli íhaldssemi að bráð. Versta tilfelli hennar felst í því þegar menn vilja viðhalda óbreyttu ástandi sem lengst og sjá ógn í hverri breytingu. Slík íhaldssemi er í andstöðu við lífið, sem er síkvikt og spriklandi fjörugt. Lífið rennur áfram og þegar menn vilja frysta ákveðið ástand eru þeir engu síður að reyna að móta framtíðina með óskhyggju sinni en þeir sem stefna að gerbreyttu ástandi. Það sem var er engu rétthærra í framtíðinni en það sem aldrei hefur verið; hvort tveggja er utangarðs.Íhaldssemi er alltaf afleiðing ótta. Ef menn óttast ekki breytingar og telja líklegra að þær leiði til verri niðurstöðu er lítil ástæða til íhaldssemi. Það er allt annar handleggur að bera virðingu fyrir liðnum tíma, góðum gildum og afrekum fortíðarinnar. Virðing fyrir fortíðinni eflir okkur til nýrra verka. Ef við óttumst breytingarnar hneigjumst við til þess að upphefja fortíðina svo hún gagnist okkur ekki til annars en að benda á hana.Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum og allt bendir til þess að breytingarnar haldi áfram -- jafnvel með auknum krafti. Það er því skiljanlegt að íhaldssemi hefur fengið nokkurn hljómgrunn. Breytingar valda alltaf ótta. Þessum ótta verður hins vegar ekki svalað í íhaldssemi. Það er sama þótt allt yrði fryst; óttinn nagaði áfram. Til að losna við óttann þurfa menn að temja sér að horfa björtum augum til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Mig minnir það hafa verið James Joyce sem sagði að íbúar Rómar kynnu ekki annað en selja líkið af ömmu sinni. Þeir ættu svo mikla fortíð að framtíðin kæmist ekki að. Þess vegna væri nútíðin eins og föl eftirmynd fortíðarinnar; einu verðmætin væru í fortíðinni; verkefni nútíðarinnar væri að nýta fortíðina. Á tímum Joyce var Róm eins og risastórt safn fornminja og íbúarnir birtust aðkomumönnum eins og safnverðir. Þeir höfðu ekkert til málanna að leggja annað en að benda á einhverjar rústirnar. Þótt Róm hafi skánað á undanförnum árum er þar enn of mikil fortíð. Fortíðarbransinn hefur eflst með auknum túrisma og gefur vel að sér. Það er því varla hægt að skamma Rómverja fyrir að leggja mikið nýtt til málanna. Þeim dugar enn að benda á rústirnar. Þeir lögðu svo mikið til menningar nútímans fyrir þúsundum ára að þeir gætu þagað nokkur þúsund ár í viðbót án þess að minnka í samanburði við aðra. Það gagnast hins vegar náttúrlega ekki þeim sem nú ganga um stræti Rómar. Þeir eru engu stærri fyrir afrek löngu liðinna manna. Upphafning fortíðarinnar sem lífsviðurværi getur því orðið eins og Joyce sagði; að menn séu að selja líkið af ömmu sinni.Það eru mörg dæmi í sögunni af þjóðum sem hafa snúið vitlaust; horft fremur til fortíðar en framtíðar. Það er auðvitað öllum hollt að þekkja söguna og bera virðingu fyrir þeim sem á undan gengu. En ef menn sjá mest verðmæti í fortíðinni er hætt við að þeir verði of mikilli íhaldssemi að bráð. Versta tilfelli hennar felst í því þegar menn vilja viðhalda óbreyttu ástandi sem lengst og sjá ógn í hverri breytingu. Slík íhaldssemi er í andstöðu við lífið, sem er síkvikt og spriklandi fjörugt. Lífið rennur áfram og þegar menn vilja frysta ákveðið ástand eru þeir engu síður að reyna að móta framtíðina með óskhyggju sinni en þeir sem stefna að gerbreyttu ástandi. Það sem var er engu rétthærra í framtíðinni en það sem aldrei hefur verið; hvort tveggja er utangarðs.Íhaldssemi er alltaf afleiðing ótta. Ef menn óttast ekki breytingar og telja líklegra að þær leiði til verri niðurstöðu er lítil ástæða til íhaldssemi. Það er allt annar handleggur að bera virðingu fyrir liðnum tíma, góðum gildum og afrekum fortíðarinnar. Virðing fyrir fortíðinni eflir okkur til nýrra verka. Ef við óttumst breytingarnar hneigjumst við til þess að upphefja fortíðina svo hún gagnist okkur ekki til annars en að benda á hana.Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum og allt bendir til þess að breytingarnar haldi áfram -- jafnvel með auknum krafti. Það er því skiljanlegt að íhaldssemi hefur fengið nokkurn hljómgrunn. Breytingar valda alltaf ótta. Þessum ótta verður hins vegar ekki svalað í íhaldssemi. Það er sama þótt allt yrði fryst; óttinn nagaði áfram. Til að losna við óttann þurfa menn að temja sér að horfa björtum augum til framtíðar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun