Íslenskir bankar bitust um danskan 14. júní 2004 00:01 KB banki keypti í gær danska bankann FIH fyrir 84 milljarða króna. Landsbankinn var einnig að skoða kaup á bankanum. KB banki ríflega tvöfaldast að stærð við kaupin með heildareignir upp á tæpa fimmtán hundruð milljarða króna. Tveir íslenskir bankar báru víurnar í danska bankann FIH. Landsbankinn og KB banki höfðu báðir áhuga á að kaupa bankann. KB banki keypti bankann fyrir 84 milljarða í gær. Fleiri bankar vildu kaupa danska bankann samkvæmt heimildum, meðal annars stærsti banki Norðurlanda, Nordea, sem var tuttugu sinnum stærri en KB banki fyrir kaupin á FIH. Lokaspretturinn var spennandi og ekki ljóst fyrr en langt var liðið á aðfaranótt mánudagsins að KB banki myndi kaupa danska bankann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vissu íslensku bankarnir ekki hvor af öðrum þegar ferlið hófst. Verðið hækkaði vegna innlendrar samkeppni og Landsbankinn bakkaði út, þar sem þar á bæ var talið að hærri arðsemiskröfu þyrfti að gera á svo stór kaup. Forsendur KB banka eru aðrar og stefnir bankinn að því að koma sér fyrir sem leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndum. Barátta íslensku bankanna hækkaði hins vegar verðið sem KB banki þurfti að greiða fyrir kaupin. Eftir kaupin verður KB banki áttundi stærsti banki á Norðurlöndum. "Þetta er mjög öflugur banki, vel rekinn og með frábæra stjórnendur," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. FIH er banki sem sérhæfir sig í fjármögnun fyrirtækja og er með 17% af fyrirtækjalánamarkaðnum í Danmörku. Sigurður segir þessa fjárfestingu falla vel að stefnu KB banka og færa bankann nær því markmiði sínu að verða leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndum. Eftir kaupin verða heildareignir KB banka 1.470 milljarðar króna, en voru 601 milljarður króna áður. Gengi bréfa KB banka hækkaði um 12,5% í gær og er markaðsvirði bankans nú 170 milljarðar króna. Kaupin verða fjámögnuð með útgáfu víkjandi láns og hækkun hlutafjár sem boðið verður forgangsrétthöfum til kaups. Meirihluti eigenda KB banka hefur lýst því yfir að þeir muni taka þátt í hlutafjáraukningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
KB banki keypti í gær danska bankann FIH fyrir 84 milljarða króna. Landsbankinn var einnig að skoða kaup á bankanum. KB banki ríflega tvöfaldast að stærð við kaupin með heildareignir upp á tæpa fimmtán hundruð milljarða króna. Tveir íslenskir bankar báru víurnar í danska bankann FIH. Landsbankinn og KB banki höfðu báðir áhuga á að kaupa bankann. KB banki keypti bankann fyrir 84 milljarða í gær. Fleiri bankar vildu kaupa danska bankann samkvæmt heimildum, meðal annars stærsti banki Norðurlanda, Nordea, sem var tuttugu sinnum stærri en KB banki fyrir kaupin á FIH. Lokaspretturinn var spennandi og ekki ljóst fyrr en langt var liðið á aðfaranótt mánudagsins að KB banki myndi kaupa danska bankann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vissu íslensku bankarnir ekki hvor af öðrum þegar ferlið hófst. Verðið hækkaði vegna innlendrar samkeppni og Landsbankinn bakkaði út, þar sem þar á bæ var talið að hærri arðsemiskröfu þyrfti að gera á svo stór kaup. Forsendur KB banka eru aðrar og stefnir bankinn að því að koma sér fyrir sem leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndum. Barátta íslensku bankanna hækkaði hins vegar verðið sem KB banki þurfti að greiða fyrir kaupin. Eftir kaupin verður KB banki áttundi stærsti banki á Norðurlöndum. "Þetta er mjög öflugur banki, vel rekinn og með frábæra stjórnendur," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. FIH er banki sem sérhæfir sig í fjármögnun fyrirtækja og er með 17% af fyrirtækjalánamarkaðnum í Danmörku. Sigurður segir þessa fjárfestingu falla vel að stefnu KB banka og færa bankann nær því markmiði sínu að verða leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndum. Eftir kaupin verða heildareignir KB banka 1.470 milljarðar króna, en voru 601 milljarður króna áður. Gengi bréfa KB banka hækkaði um 12,5% í gær og er markaðsvirði bankans nú 170 milljarðar króna. Kaupin verða fjámögnuð með útgáfu víkjandi láns og hækkun hlutafjár sem boðið verður forgangsrétthöfum til kaups. Meirihluti eigenda KB banka hefur lýst því yfir að þeir muni taka þátt í hlutafjáraukningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent