Ástin á þingræðinu 13. júní 2004 00:01 Þingræði - Sigurjón Þórðarson Nokkuð hefur borið á því að ráðherrar og jafnvel stjórnarþingmenn hafi kvartað undan fyrirspurnum þingmanna og jafnvel leyft sér að tala um mikinn kostnað við að svara þeim. Davíð Oddsson sló því fram að svör við einni fyrirspurn þingmanns væri vel á þriðja tug milljóna króna. Ekki fylgdi neinn rökstuðningur þessu kostnaðarmati Davíðs Oddssonar með málefnalegum hætti heldur virtist sem þessu væri að venju slegið fram í einhverri ólund yfir því að þurfa yfirleitt að svara nokkrum sköpuðum hlut. Undirritaður hefur borið upp nokkrar spurningar í þinginu og hefur orðið var við að svör ráðherra eru oft fremur rýr í roðinu. Stundum hafa svörin beinlínis verið röng, s.s. þegar Guðni Ágústsson reyndi að skella skuldinni á úreldingu minni sláturhúsa á tilskipun Evrópusambandsins. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að tryggja sanngjarna samkeppnisstöðu fyrirtækja og þá sérstaklega að tryggja eðlilegt og sanngjarnt svigrúm fyrir minni fyrirtæki. Má nefna að minni fyrirtæki, sem veita t.d. internetþjónustu í samkeppni við Landssímann, telja að fyrirtækið fari ekki að heiðarlegum starfsreglum né úrskurðum samkeppnisyfirvalda. Mér var því bæði ljúft og skylt að vekja athygli fjármálaráðherra á þessum grun manna með tveim spurningum sem ég bar upp í þinginu. Að óreyndu hefði ég talið að Geir Haarde hefði tekið þessari fyrirspurn fegins hendi og reynt að afla gagna til að hreinsa Landssímann af þeim grun að hann stæði í óheiðarlegri samkeppni. Ef athugun hans hefði leitt til þess að eitthvað væri bogið við starfshætti Landssímans, sem ég á ekkert endilega von á, hefði verið sjálfsagt að greina frá því og lofa bót og betrun. Í stað þess kaus ráðherrann að víkja sér undan að svara og eru svörin honum til mikillar skammar; svörin eru mótsagnakennd og ómerkilegt orðagjálfur sem lítið hald er í. Vegna þess hve svörin eru ómerkileg óskaði ég þess munnlega við ráðherrann að hann svaraði spurningunum á ný en hann hefur ekki enn orðið við þeirri ósk minni. Ég tel að það væri öllum málsaðilum til framdráttar að ráðherrann hefði sig í að afla umbeðinna gagna. Þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar hafa reynt að réttlæta þá furðulegu andstöðu sína við að þjóðin lýsi afstöðu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu til umdeildra fjölmiðlalaga þannig að það væri verið að fara gegn þingræðinu. Ef "þingræðissinnarnir" í stjórnarliðinu teldu að umrædd löggjöf efldi þjóðarhag þá væri í raun eðlilegt að stjórnarliðar fögnuðu því að þjóðin fengi að segja álit sitt á verkum þeirra og hefðu engu að kvíða. Nei, skyndilegt tal ráðherra um að þeir séu nú gríðarlegir þingræðissinnar og ekki megi kasta nokkurri rýrð á það eru stórundarleg í ljósi þess að hvernig sömu ráðherrar hafa svarað þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Eitt af hlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdavaldinu (ráðherrum) aðhald og kemur það eðli málsins í hlut þingmanna stjórnarandstöðu að gera það. Að svara þingmönnum með ólund, út í hött eða með villandi hætti er vanvirðing við þingræðið og er það von mín að ráðherrar sem skyndilega hafa uppgötvað ást sína þingræðinu taki upp breytta siði. Góð byrjun væri ef Geir Haarde sæi sóma sinn í að svara fyrirspurn minni varðandi starfshætti Landssímans með viðunandi hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þingræði - Sigurjón Þórðarson Nokkuð hefur borið á því að ráðherrar og jafnvel stjórnarþingmenn hafi kvartað undan fyrirspurnum þingmanna og jafnvel leyft sér að tala um mikinn kostnað við að svara þeim. Davíð Oddsson sló því fram að svör við einni fyrirspurn þingmanns væri vel á þriðja tug milljóna króna. Ekki fylgdi neinn rökstuðningur þessu kostnaðarmati Davíðs Oddssonar með málefnalegum hætti heldur virtist sem þessu væri að venju slegið fram í einhverri ólund yfir því að þurfa yfirleitt að svara nokkrum sköpuðum hlut. Undirritaður hefur borið upp nokkrar spurningar í þinginu og hefur orðið var við að svör ráðherra eru oft fremur rýr í roðinu. Stundum hafa svörin beinlínis verið röng, s.s. þegar Guðni Ágústsson reyndi að skella skuldinni á úreldingu minni sláturhúsa á tilskipun Evrópusambandsins. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að tryggja sanngjarna samkeppnisstöðu fyrirtækja og þá sérstaklega að tryggja eðlilegt og sanngjarnt svigrúm fyrir minni fyrirtæki. Má nefna að minni fyrirtæki, sem veita t.d. internetþjónustu í samkeppni við Landssímann, telja að fyrirtækið fari ekki að heiðarlegum starfsreglum né úrskurðum samkeppnisyfirvalda. Mér var því bæði ljúft og skylt að vekja athygli fjármálaráðherra á þessum grun manna með tveim spurningum sem ég bar upp í þinginu. Að óreyndu hefði ég talið að Geir Haarde hefði tekið þessari fyrirspurn fegins hendi og reynt að afla gagna til að hreinsa Landssímann af þeim grun að hann stæði í óheiðarlegri samkeppni. Ef athugun hans hefði leitt til þess að eitthvað væri bogið við starfshætti Landssímans, sem ég á ekkert endilega von á, hefði verið sjálfsagt að greina frá því og lofa bót og betrun. Í stað þess kaus ráðherrann að víkja sér undan að svara og eru svörin honum til mikillar skammar; svörin eru mótsagnakennd og ómerkilegt orðagjálfur sem lítið hald er í. Vegna þess hve svörin eru ómerkileg óskaði ég þess munnlega við ráðherrann að hann svaraði spurningunum á ný en hann hefur ekki enn orðið við þeirri ósk minni. Ég tel að það væri öllum málsaðilum til framdráttar að ráðherrann hefði sig í að afla umbeðinna gagna. Þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar hafa reynt að réttlæta þá furðulegu andstöðu sína við að þjóðin lýsi afstöðu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu til umdeildra fjölmiðlalaga þannig að það væri verið að fara gegn þingræðinu. Ef "þingræðissinnarnir" í stjórnarliðinu teldu að umrædd löggjöf efldi þjóðarhag þá væri í raun eðlilegt að stjórnarliðar fögnuðu því að þjóðin fengi að segja álit sitt á verkum þeirra og hefðu engu að kvíða. Nei, skyndilegt tal ráðherra um að þeir séu nú gríðarlegir þingræðissinnar og ekki megi kasta nokkurri rýrð á það eru stórundarleg í ljósi þess að hvernig sömu ráðherrar hafa svarað þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Eitt af hlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdavaldinu (ráðherrum) aðhald og kemur það eðli málsins í hlut þingmanna stjórnarandstöðu að gera það. Að svara þingmönnum með ólund, út í hött eða með villandi hætti er vanvirðing við þingræðið og er það von mín að ráðherrar sem skyndilega hafa uppgötvað ást sína þingræðinu taki upp breytta siði. Góð byrjun væri ef Geir Haarde sæi sóma sinn í að svara fyrirspurn minni varðandi starfshætti Landssímans með viðunandi hætti.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar