Fórnarlamb víðtæks samsæris Dagur B. Eggertsson skrifar 13. júní 2004 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn - Dagur B. Eggertsson skrifar um samsærið gegn Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði stórt í síðustu kosningum. Það var ósanngjarnt og algerlega að ósekju. Orsakanna var vitanlega ekki að leita í stefnu eða framgöngu forystu flokksins. Þess vegna þarf að elta uppi og hegna þeim sem bera ábyrgð á afhroðinu. Það voru fjölmiðlar og fjármálamenn, dómstólar og prestar, læknar og líknarfélög. Að ógleymdum matvörubúðunum.Þetta er gömul saga og ný. Slysið frá 1994 endurtók sig 1998 og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði borgarstjórnarkosningum án þess að eiga það skilið. Forsætisráðherra benti réttilega á að þetta væri Ríkissjónvarpinu að kenna. Í kjölfarið hefur verið tekið til hendinni á útvarpinu.Við lá að Alþingiskosningarnar 1999 töpuðust vegna samsæris Þjóðhagsstofnunar, OECD og Samfylkingarinnar. Þetta þjóðhættulega lið sagði fyrir um stórfellda gengisfellingu og kollsteypu vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Þótt freistandi hefði verið að leggja niður OECD og banna Samfylkinguna var látið nægja að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Forsætisráðherra fer jú hóflega með vald sitt. Gengið féll um tugi prósenta. Dómstólarnir hafa einnig setið um ríkisstjórnina. Þeir hafa fylgt lögum en ekki línunni, einsog reyndar úrskurðanefndirnar, Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis. Eðlilega fengu þeir orð í eyra. Einboðið var að þrengja að héraðsdómsstólunum. Hæstiréttur er svo sérkapituli. Guð sé lof að hægt hefur verið að skipa þangað almennilega menn til að dæma rétt.Viðskiptalífið hefur þó ef til vill átt erfiðast með að finna taktinn. Það hefur gengið svo langt að eignir og félög hafa skipt um hendur án samráðs við forystu Sjálfstæðisflokksins. Aðeins með vel skipulögðum leynifundum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins var hægt að tryggja rétt eignarhald á Íslandsbanka. Sem betur fer var sölu ríkisbankanna þó blessunarlega handstýrt.Samsærismenn og félög eru vitanlega miklu fleiri. Læknafélag Íslands sem þóttist vera annt um persónuvernd (hver trúir því?), 75% prófessora sem vildu að jafnræðisreglunni væri fylgt ("Þessir ágætu prófessorar þurfa að lesa stjórnarskránna"), Gallup sem leyfði sér að spyrja um afstöðu til Evrópusambandsins ("virðist hafa einhvern sérstakan málstað að verja"), að ógleymdu Öryrkjabandalaginu, Mæðrastyrksnefnd og öllum sem heita Jón eða Sigurður.Forsætisráðherra er vorkunn. Hann sem gengur glaður að hverju verki á óvini sem sitja um hann við hvert fótmál. Í hans sporum er erfitt að verjast tárum. Þjóðin hefur orðið vitni að mestu ofsóknum Íslandssögunnar í seinni tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn - Dagur B. Eggertsson skrifar um samsærið gegn Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði stórt í síðustu kosningum. Það var ósanngjarnt og algerlega að ósekju. Orsakanna var vitanlega ekki að leita í stefnu eða framgöngu forystu flokksins. Þess vegna þarf að elta uppi og hegna þeim sem bera ábyrgð á afhroðinu. Það voru fjölmiðlar og fjármálamenn, dómstólar og prestar, læknar og líknarfélög. Að ógleymdum matvörubúðunum.Þetta er gömul saga og ný. Slysið frá 1994 endurtók sig 1998 og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði borgarstjórnarkosningum án þess að eiga það skilið. Forsætisráðherra benti réttilega á að þetta væri Ríkissjónvarpinu að kenna. Í kjölfarið hefur verið tekið til hendinni á útvarpinu.Við lá að Alþingiskosningarnar 1999 töpuðust vegna samsæris Þjóðhagsstofnunar, OECD og Samfylkingarinnar. Þetta þjóðhættulega lið sagði fyrir um stórfellda gengisfellingu og kollsteypu vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Þótt freistandi hefði verið að leggja niður OECD og banna Samfylkinguna var látið nægja að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Forsætisráðherra fer jú hóflega með vald sitt. Gengið féll um tugi prósenta. Dómstólarnir hafa einnig setið um ríkisstjórnina. Þeir hafa fylgt lögum en ekki línunni, einsog reyndar úrskurðanefndirnar, Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis. Eðlilega fengu þeir orð í eyra. Einboðið var að þrengja að héraðsdómsstólunum. Hæstiréttur er svo sérkapituli. Guð sé lof að hægt hefur verið að skipa þangað almennilega menn til að dæma rétt.Viðskiptalífið hefur þó ef til vill átt erfiðast með að finna taktinn. Það hefur gengið svo langt að eignir og félög hafa skipt um hendur án samráðs við forystu Sjálfstæðisflokksins. Aðeins með vel skipulögðum leynifundum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins var hægt að tryggja rétt eignarhald á Íslandsbanka. Sem betur fer var sölu ríkisbankanna þó blessunarlega handstýrt.Samsærismenn og félög eru vitanlega miklu fleiri. Læknafélag Íslands sem þóttist vera annt um persónuvernd (hver trúir því?), 75% prófessora sem vildu að jafnræðisreglunni væri fylgt ("Þessir ágætu prófessorar þurfa að lesa stjórnarskránna"), Gallup sem leyfði sér að spyrja um afstöðu til Evrópusambandsins ("virðist hafa einhvern sérstakan málstað að verja"), að ógleymdu Öryrkjabandalaginu, Mæðrastyrksnefnd og öllum sem heita Jón eða Sigurður.Forsætisráðherra er vorkunn. Hann sem gengur glaður að hverju verki á óvini sem sitja um hann við hvert fótmál. Í hans sporum er erfitt að verjast tárum. Þjóðin hefur orðið vitni að mestu ofsóknum Íslandssögunnar í seinni tíð.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun