Inter gagnrýnir Símann 12. júní 2004 00:01 Inter, samtök netþjónustufyrirtækja, gagnrýna skort á gagnsæi í ársreikningum Símans. Samtökin telja þar eigi að koma fram rekstrarlegur aðskilnaður sviða Símans sem eiga í samkeppnisrekstri. "Kveðið er á um í samkeppnislögum að fyrirtæki í markaðsráðandi greini þannig á milli. Í staðinn er afkoma deilda tekin saman í eina tölu," segir Björn Davíðsson, stjórnarmaður í Inter. "Við höfum gert því skóna að Síminn hafi t.d. látið deildina sem við keppum við [Síminn Internet] sleppa við tiltekinn kostnað, svo sem við hönnun og gerð auglýsinga," segir Björn. Í svari fjármálaráðherra um sama mál á Alþingi segir að ráðuneytinu sé ekki kunnugt um að Póst - og fjarskiptastofnun hafi farið fram á við Símann "að hann viðhafi fjárhagslegan aðskilnað í umræddri starfsemi". Björn furðar sig á þessu svari. "Það er mjög alvarlegt mál ef ráðherrar eru farnir að víkja sér undan því að svara spurningum í stað þess að afla upplýsinganna sem þeir þó hafa aðgang að sem handhafi hlutabréfsins," sagði hann. Að sögn Björns er Inter með nokkur mál í gangi hjá Samkeppnisstofnun vegna Símans, bæði umkvartanir og ábendingar og svo einnig kærur, t.d. vegna samtvinnunar þjónustu frá óskyldum deildum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að af hálfu stofnunarinnar sé farið fram á bókhaldslegan aðskilnað, en það sé dálítið annað en fjárhagslegur aðskilnaður líkt og farið sé fram á af hálfu Samkeppnisstofnunar. "En hún mælti fyrir um slíkan aðskilnað með ákvörðun númer 17 frá árinu 1999," sagði Hrafnkell. "Varðandi bókhaldslegan aðskilnað milli deilda fylgjum við ákvörðunum Samkeppnisstofnunar og laga og reglugerðarfyrirmælum þar að lútandi. Enda höfum við hvorki fengið athugasemdir við framkvæmdina á því frá Samkeppnisstofnun, né Póst- og fjarskiptastofnun," sagði Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans, og bætti við að Síminn kysi annars að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun. "Við höfum frest til júníloka að veita umsögn um erindi stofnunarinnar og í bili er ekki meira um það að segja," sagði Páll. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Inter, samtök netþjónustufyrirtækja, gagnrýna skort á gagnsæi í ársreikningum Símans. Samtökin telja þar eigi að koma fram rekstrarlegur aðskilnaður sviða Símans sem eiga í samkeppnisrekstri. "Kveðið er á um í samkeppnislögum að fyrirtæki í markaðsráðandi greini þannig á milli. Í staðinn er afkoma deilda tekin saman í eina tölu," segir Björn Davíðsson, stjórnarmaður í Inter. "Við höfum gert því skóna að Síminn hafi t.d. látið deildina sem við keppum við [Síminn Internet] sleppa við tiltekinn kostnað, svo sem við hönnun og gerð auglýsinga," segir Björn. Í svari fjármálaráðherra um sama mál á Alþingi segir að ráðuneytinu sé ekki kunnugt um að Póst - og fjarskiptastofnun hafi farið fram á við Símann "að hann viðhafi fjárhagslegan aðskilnað í umræddri starfsemi". Björn furðar sig á þessu svari. "Það er mjög alvarlegt mál ef ráðherrar eru farnir að víkja sér undan því að svara spurningum í stað þess að afla upplýsinganna sem þeir þó hafa aðgang að sem handhafi hlutabréfsins," sagði hann. Að sögn Björns er Inter með nokkur mál í gangi hjá Samkeppnisstofnun vegna Símans, bæði umkvartanir og ábendingar og svo einnig kærur, t.d. vegna samtvinnunar þjónustu frá óskyldum deildum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að af hálfu stofnunarinnar sé farið fram á bókhaldslegan aðskilnað, en það sé dálítið annað en fjárhagslegur aðskilnaður líkt og farið sé fram á af hálfu Samkeppnisstofnunar. "En hún mælti fyrir um slíkan aðskilnað með ákvörðun númer 17 frá árinu 1999," sagði Hrafnkell. "Varðandi bókhaldslegan aðskilnað milli deilda fylgjum við ákvörðunum Samkeppnisstofnunar og laga og reglugerðarfyrirmælum þar að lútandi. Enda höfum við hvorki fengið athugasemdir við framkvæmdina á því frá Samkeppnisstofnun, né Póst- og fjarskiptastofnun," sagði Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans, og bætti við að Síminn kysi annars að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun. "Við höfum frest til júníloka að veita umsögn um erindi stofnunarinnar og í bili er ekki meira um það að segja," sagði Páll.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent