Viðskipti

Þrír nýir stjórn­endur hjá Festi

Festi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á fjármála- og rekstrarsvið félagsins. Andri Kristinsson tók við starfi forstöðumanns innheimtu- og fjárstýringar, Gísli Heiðar Bjarnason tók við starfi forstöðumanns viðskiptagreindar og greininga, og Sandra Björk Björnsdóttir tók við starfi forstöðumanns reikningshalds og launavinnslu.

Viðskipti innlent

„Að fara í slag við þessa risa er nánast ó­mögu­legt“

Umhverfisstofnun hefur lagt fram lista yfir vöruflokka sem stofnunin ráðleggur neytendum að forðast að versla á verslunarrisanum Temu. Í þeim geti leynst skaðleg efni sem ógni öryggi neytenda. Þar á meðal eru vörur fyrir börn, textílvörur og raftæki. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir stofnunina lítið geta gert. 

Viðskipti innlent

Glæsi­legar í­búðir með frá­bæru út­sýni

Nú eru komnar í söluferli 28 glæsilegar íbúðir í vönduðu og vel skipulögðu lyftu fjölbýlishúsi á Álftanesi við Hestamýri 1. Íbúðirnar eru hannaðar að innan af Sæju innanhúshönnuði og stæði í bílageymslu fylgir þeim öllum. Stórar geymslur fylgja auk þess öllum íbúðum.

Samstarf

Bein út­sending: Fjórða flug­ferð Starship

Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Fyrstu tvær tilraunirnar með þetta risastóra geimfar og eldflaug enduðu með stórum sprengingum. Í þriðju tilraun heppnaðist geimskotið vel, geimfarið Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Áhugevert verður að sjá hvernig fer um geimferð þessa. 

Viðskipti erlent

Daði stýrir markaðssamskiptum Íslandsstofu

Daði Guðjónsson hefur tekið við starfi forstöðumanns markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu. Á sama tíma hverfur Sveinn Birkir Björnsson, sem stýrt hefur sviðinu undanfarin ár, til annarra starfa hjá Íslandsstofu en hann er að flytja búferlum erlendis.

Viðskipti innlent

Lítil sam­keppni milli raftækjarisa

Lítillar samkeppni gætir milli Elko og Heimilistækja-samstæðunnar, sem innifelur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Í samanburðinum voru 61% af verðum þau sömu, upp á krónu.

Neytendur

Vil­hjálmur Hilmars­son nýr hag­fræðingur Visku

Vilhjálmur Hilmarsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Visku – stéttarfélags. Um er að ræða nýtt stöðugildi en verkefni Vilhjálms verða meðal annars að sinna greiningum á sviði efnahags- og vinnumarkaðsmála, skrifa umsagnir um lagafrumvörp og leiða kjaraviðræður ásamt lögmanni og formanni Visku.

Viðskipti innlent

Aldrei verið minna af sykri í ís­lensku Pepsí

Íslenskir neytendur hafa fundið fyrir því nýverið að minni sykur er í venjulegu Pepsí en áður. Þess í stað hafa verið sett sætuefni í staðinn, neytendum til mismikillar gleði. Ölgerðin segir ákall hafa verið eftir minna sykurmagni í drykknum.

Neytendur

Lands­net skuldar Lands­virkjun 2,4 milljarða

Landsnet skuldar Landsvirkjun 2,4 milljarða króna sem greiddar voru í svokallað aflgjald af framleiðendum raforku. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að innheimta Landsnets á téðu gjaldi væri ólögmæt.

Neytendur

Heimtu hlutinn úr helju og verða stærstu einka­fjár­festarnir

Árni Oddur Þórðarson hefur gert sátt við Arion banka og endurheimt alla hluti í Eyri invest sem bankinn leysti til sín í nóvember síðastliðnum. Hann fer nú ásamt föður sínum og öflugum hópi fjárfesta með 39 prósenta hlut í félaginu. Hópurinn verður stærsti einkafjárfestirinn í sameinuðu félagi JBT og Marel.

Viðskipti innlent

Lands­virkjun vann og neyt­endur borga brúsann

Hæstiréttur hefur dæmt innheimtu Landsnets á svokölluðu aflgjaldi af framleiðendum raforku ólögmæta. Sama niðurstaða á neðri dómstigum gerði það að verkum að Landsnet færði aflgjaldið yfir á notendur raforku, neytendur.

Neytendur

Varar við þenslu á bygginga­markaði

Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar.

Viðskipti innlent

Prufa að neyða not­endur til að horfa á aug­lýsingar

Samfélagsmiðillinn Instagram prufukeyrir nú nýtt viðmót á miðlinum sem neyðir notendur til að horfa á auglýsingar til að halda áfram að nota forritið. Áður fyrr gátu notendur skrunað fram hjá auglýsingum sem birtust þeim en það gæti heyrt sögunni til með nýrri uppfærslu.

Viðskipti erlent

Þrá­lát verð­bólga mun skapa á­skoranir fyrir fjár­mála­kerfið

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum.

Viðskipti innlent

Toyota fagnar sumrinu á laugar­dag

Sumri verður fagnað hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota á laugardag, 8. júní. Þá verður efnt til sýningar þar sem sjá má alla Toyota línuna og söluráðgjafar verða að sjálfsögðu í sumarskapi og finna rétta bílinn sem hentar fyrir ferðalögin fram undan.

Samstarf

Þú þarft ekki að óttast rigninguna

Þakrennurnar frá Lindab Rainline hafa heldur betur sannað gildi sitt hér á landi enda verið seldar hér í áratugi. Límtré Vírnet tók við umboðinu upp úr síðustu aldamótum og hefur selt þær jöfnum höndum til einstaklinga og verktaka en þær henta á allar tegundir bygginga.

Samstarf

„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessa­staði í annarri til­raun

Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Viðskipti innlent