Viðskipti innlent

Nauðsynlegt að geta treyst gögnunum

Villur í hagtölum Hagstofunnar hafa verið óvenjutíðar á árinu. Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir hagtölur þurfa að endurspegla þróun hagkerfisins. Fyrirtæki og stofnanir þurfi að geta treyst þeim. Hagstofustjóri segir að ekki hafi verið slakað á í gæðum.

Viðskipti innlent

Ávinningur af samvinnuleið

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir samvinnuleið ríkis og einkaaðila við fjármögnun innviða góðan kost. Flýtir framkvæmdum og heldur verkefnum innan áætlana. Mikilvægt sé að greina ábatann.

Viðskipti innlent

Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma

Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn.

Viðskipti innlent