Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 19:21 Veruleg hætta er á að fjöldi fyrirtækja sæki í greiðsluskjól eða verði gjaldþrota á næstu mánuðum og atvinnuleysi aukist að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag kom fram að efnahagshorfur hefðu versnað frá því í júlí og samdráttur í ferðaþjónustu gæti smitast í aðrar greinar. Veruleg hætta væri á að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir seðlabankans hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til að koma til móts við fyrirtæki í tímabundnum vanda vegna kórónuveirufaraldursins. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að stjórnir lífeyrissjóða endurskoði reglur sem tryggi sjálfstæði þeirra. Enda séu sjóðirnir ráðandi á markaði og orðnir stærri en bankaklerfið.Stöð 2/Sigurjón „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar,“ segir Ásgeir. Fjármálaeftirlitið heyrir nú undir Seðlabankann og sagði Ásgeir eftirlitið hafa fylgst vel með hlutafjárútboði Icelandair, kallað eftir gögnum og kanni nú framkvæmd þess. „Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framvinda þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvaðaranatöku þegar kemur að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ sagði Ásgeir. Eftilitið hafi ítrekað tilmæli til sjóðanna um að þeir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Hann gæti ekki tjáð sig um einstaka lífeyrissjóði í því sambandi en ljóst að hann var að vísa til opinberra ummæla innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda útboðs Icelandair. Ertu að meina að þessir aðilar sem eiga fulltrúa í þessum stjórnum, lífeyrissjóðanna, eigi yfirleitt ekki að hafa skoðun á því hvernig sjóðirnir ráðstafa sínum fjárfestingum? „Alls ekki,“ sagði seðlabankastjóri en minnti á að lífeyrissjóðirnir væru ráðandi með á sjötta þúsund milljarða eignir og orðnir stærri en bankakerfið. „Og í ljósi þess hvað þetta eru gríðarlega miklir peningar, hvað þetta eru miklir hagsmunir fyrir þjóðina, má alveg velta fyrir sér hvort þurfi ekki aðeins að endurskoða þetta fyrirkomulag. Auðvitað geta verkalýðsfélög og atvinnurekendur einstakra fyrirtækja haft ákveðnar skoðanir á þessum hlutum. En það verður þá að koma fram með almennum hætti en ekki með ákvörðunum um einstaka fjárfestingarkosti,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. 23. september 2020 12:20 Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum. 23. september 2020 11:39 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Veruleg hætta er á að fjöldi fyrirtækja sæki í greiðsluskjól eða verði gjaldþrota á næstu mánuðum og atvinnuleysi aukist að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag kom fram að efnahagshorfur hefðu versnað frá því í júlí og samdráttur í ferðaþjónustu gæti smitast í aðrar greinar. Veruleg hætta væri á að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir seðlabankans hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til að koma til móts við fyrirtæki í tímabundnum vanda vegna kórónuveirufaraldursins. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að stjórnir lífeyrissjóða endurskoði reglur sem tryggi sjálfstæði þeirra. Enda séu sjóðirnir ráðandi á markaði og orðnir stærri en bankaklerfið.Stöð 2/Sigurjón „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar,“ segir Ásgeir. Fjármálaeftirlitið heyrir nú undir Seðlabankann og sagði Ásgeir eftirlitið hafa fylgst vel með hlutafjárútboði Icelandair, kallað eftir gögnum og kanni nú framkvæmd þess. „Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framvinda þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvaðaranatöku þegar kemur að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ sagði Ásgeir. Eftilitið hafi ítrekað tilmæli til sjóðanna um að þeir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Hann gæti ekki tjáð sig um einstaka lífeyrissjóði í því sambandi en ljóst að hann var að vísa til opinberra ummæla innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda útboðs Icelandair. Ertu að meina að þessir aðilar sem eiga fulltrúa í þessum stjórnum, lífeyrissjóðanna, eigi yfirleitt ekki að hafa skoðun á því hvernig sjóðirnir ráðstafa sínum fjárfestingum? „Alls ekki,“ sagði seðlabankastjóri en minnti á að lífeyrissjóðirnir væru ráðandi með á sjötta þúsund milljarða eignir og orðnir stærri en bankakerfið. „Og í ljósi þess hvað þetta eru gríðarlega miklir peningar, hvað þetta eru miklir hagsmunir fyrir þjóðina, má alveg velta fyrir sér hvort þurfi ekki aðeins að endurskoða þetta fyrirkomulag. Auðvitað geta verkalýðsfélög og atvinnurekendur einstakra fyrirtækja haft ákveðnar skoðanir á þessum hlutum. En það verður þá að koma fram með almennum hætti en ekki með ákvörðunum um einstaka fjárfestingarkosti,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. 23. september 2020 12:20 Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum. 23. september 2020 11:39 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35
Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. 23. september 2020 12:20
Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum. 23. september 2020 11:39