Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 19:21 Veruleg hætta er á að fjöldi fyrirtækja sæki í greiðsluskjól eða verði gjaldþrota á næstu mánuðum og atvinnuleysi aukist að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag kom fram að efnahagshorfur hefðu versnað frá því í júlí og samdráttur í ferðaþjónustu gæti smitast í aðrar greinar. Veruleg hætta væri á að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir seðlabankans hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til að koma til móts við fyrirtæki í tímabundnum vanda vegna kórónuveirufaraldursins. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að stjórnir lífeyrissjóða endurskoði reglur sem tryggi sjálfstæði þeirra. Enda séu sjóðirnir ráðandi á markaði og orðnir stærri en bankaklerfið.Stöð 2/Sigurjón „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar,“ segir Ásgeir. Fjármálaeftirlitið heyrir nú undir Seðlabankann og sagði Ásgeir eftirlitið hafa fylgst vel með hlutafjárútboði Icelandair, kallað eftir gögnum og kanni nú framkvæmd þess. „Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framvinda þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvaðaranatöku þegar kemur að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ sagði Ásgeir. Eftilitið hafi ítrekað tilmæli til sjóðanna um að þeir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Hann gæti ekki tjáð sig um einstaka lífeyrissjóði í því sambandi en ljóst að hann var að vísa til opinberra ummæla innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda útboðs Icelandair. Ertu að meina að þessir aðilar sem eiga fulltrúa í þessum stjórnum, lífeyrissjóðanna, eigi yfirleitt ekki að hafa skoðun á því hvernig sjóðirnir ráðstafa sínum fjárfestingum? „Alls ekki,“ sagði seðlabankastjóri en minnti á að lífeyrissjóðirnir væru ráðandi með á sjötta þúsund milljarða eignir og orðnir stærri en bankakerfið. „Og í ljósi þess hvað þetta eru gríðarlega miklir peningar, hvað þetta eru miklir hagsmunir fyrir þjóðina, má alveg velta fyrir sér hvort þurfi ekki aðeins að endurskoða þetta fyrirkomulag. Auðvitað geta verkalýðsfélög og atvinnurekendur einstakra fyrirtækja haft ákveðnar skoðanir á þessum hlutum. En það verður þá að koma fram með almennum hætti en ekki með ákvörðunum um einstaka fjárfestingarkosti,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. 23. september 2020 12:20 Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum. 23. september 2020 11:39 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Veruleg hætta er á að fjöldi fyrirtækja sæki í greiðsluskjól eða verði gjaldþrota á næstu mánuðum og atvinnuleysi aukist að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag kom fram að efnahagshorfur hefðu versnað frá því í júlí og samdráttur í ferðaþjónustu gæti smitast í aðrar greinar. Veruleg hætta væri á að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir seðlabankans hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til að koma til móts við fyrirtæki í tímabundnum vanda vegna kórónuveirufaraldursins. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að stjórnir lífeyrissjóða endurskoði reglur sem tryggi sjálfstæði þeirra. Enda séu sjóðirnir ráðandi á markaði og orðnir stærri en bankaklerfið.Stöð 2/Sigurjón „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar,“ segir Ásgeir. Fjármálaeftirlitið heyrir nú undir Seðlabankann og sagði Ásgeir eftirlitið hafa fylgst vel með hlutafjárútboði Icelandair, kallað eftir gögnum og kanni nú framkvæmd þess. „Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framvinda þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvaðaranatöku þegar kemur að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ sagði Ásgeir. Eftilitið hafi ítrekað tilmæli til sjóðanna um að þeir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Hann gæti ekki tjáð sig um einstaka lífeyrissjóði í því sambandi en ljóst að hann var að vísa til opinberra ummæla innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda útboðs Icelandair. Ertu að meina að þessir aðilar sem eiga fulltrúa í þessum stjórnum, lífeyrissjóðanna, eigi yfirleitt ekki að hafa skoðun á því hvernig sjóðirnir ráðstafa sínum fjárfestingum? „Alls ekki,“ sagði seðlabankastjóri en minnti á að lífeyrissjóðirnir væru ráðandi með á sjötta þúsund milljarða eignir og orðnir stærri en bankakerfið. „Og í ljósi þess hvað þetta eru gríðarlega miklir peningar, hvað þetta eru miklir hagsmunir fyrir þjóðina, má alveg velta fyrir sér hvort þurfi ekki aðeins að endurskoða þetta fyrirkomulag. Auðvitað geta verkalýðsfélög og atvinnurekendur einstakra fyrirtækja haft ákveðnar skoðanir á þessum hlutum. En það verður þá að koma fram með almennum hætti en ekki með ákvörðunum um einstaka fjárfestingarkosti,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. 23. september 2020 12:20 Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum. 23. september 2020 11:39 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35
Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. 23. september 2020 12:20
Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum. 23. september 2020 11:39