Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 12:13 Héraðssaksóknari hefur fengið erindi vegna málsins vísir/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi, og flutningi þeirra til niðurrifs á Indlandi. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en segist ekki geta tjáð sig meira um málið, sem sé í hefðbundnum farvegi hjá embættinu. Umhverfisstofnun hefur einnig staðfest við fréttastofu að stofnunni hafi borist ábending um málið, og að hún sé í skoðun. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær var fjallað um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. Í þættinum var fjallað um sölu og endurvinnslu skipanna, sem enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, hina alræmdu Alang-strönd. Var þar meðal annars rætt við Ingvildi Jenssen, forsvarsmann Shipbreaking Platform, sem telur að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin tvo voru seld og flutt til Indlands til niðurrifs. Í þætti Kveiks kom fram að umræddar endurvinnslustöðvar í Indlandi uppfylli ekki evrópskar reglur um endurvinnslu skipa, sem tekið er á í hinum svokallaða Basel-samningi, sem tók gildi hér á landi árið 2010, og gildir meðal annars um starfsemi Eimskips og annarra fyrirtækja hér á landi. Í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Þar var einnig fjallað um félagið GMS, sem keypti umrædd skip af Eimskip. Hærra verð í Asíu en í Evrópu Eimskip segir hins vegar að GMS hafi tekið ákvörðun um að senda þau til Indlands til niðurrifs, til skipaendurvinnslustöðva sem starfi eftir Hong Kong-samningnum svokallaða. Í þætti Kveiks var rætt við sérfræðing sem gefur lítið fyrir þann samning, og segir hann notaðan til þess að veita mönnum leið fram hjá Basel-sáttmálanum, sem bannar aðildarríkjum að flytja mengandi úrgang til þróunarlanda, skip til niðurrifs þar á meðal. Í þætti Kveiks kom fram að skipaendurvinnslustöðvar í Asíu greiði fjórum sinnum hærra verð fyrir skip á leið í niðurrif, og að erfitt sé fyrir evrópskar stöðvar, sem fylgi evrópskum reglum þegar kemur að niðurrifi skipa, að keppa við þau verð. Í yfirlýsingu Eimskips vegna málsins sem birtist í síðustu viku er því haldið fram að Eimskip hafi í einu og öllu fylgt lögum og reglum í söluferli, og að skipin hafi verið seld til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið taki umræðu um þetta mál alvarlega, enda markmið þess að vera samfélagslega ábyrgt. Héraðssaksóknari og Umhverfisstofnun eru sem fyrr segir með málið til skoðunar. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi, og flutningi þeirra til niðurrifs á Indlandi. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en segist ekki geta tjáð sig meira um málið, sem sé í hefðbundnum farvegi hjá embættinu. Umhverfisstofnun hefur einnig staðfest við fréttastofu að stofnunni hafi borist ábending um málið, og að hún sé í skoðun. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær var fjallað um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. Í þættinum var fjallað um sölu og endurvinnslu skipanna, sem enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, hina alræmdu Alang-strönd. Var þar meðal annars rætt við Ingvildi Jenssen, forsvarsmann Shipbreaking Platform, sem telur að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin tvo voru seld og flutt til Indlands til niðurrifs. Í þætti Kveiks kom fram að umræddar endurvinnslustöðvar í Indlandi uppfylli ekki evrópskar reglur um endurvinnslu skipa, sem tekið er á í hinum svokallaða Basel-samningi, sem tók gildi hér á landi árið 2010, og gildir meðal annars um starfsemi Eimskips og annarra fyrirtækja hér á landi. Í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Þar var einnig fjallað um félagið GMS, sem keypti umrædd skip af Eimskip. Hærra verð í Asíu en í Evrópu Eimskip segir hins vegar að GMS hafi tekið ákvörðun um að senda þau til Indlands til niðurrifs, til skipaendurvinnslustöðva sem starfi eftir Hong Kong-samningnum svokallaða. Í þætti Kveiks var rætt við sérfræðing sem gefur lítið fyrir þann samning, og segir hann notaðan til þess að veita mönnum leið fram hjá Basel-sáttmálanum, sem bannar aðildarríkjum að flytja mengandi úrgang til þróunarlanda, skip til niðurrifs þar á meðal. Í þætti Kveiks kom fram að skipaendurvinnslustöðvar í Asíu greiði fjórum sinnum hærra verð fyrir skip á leið í niðurrif, og að erfitt sé fyrir evrópskar stöðvar, sem fylgi evrópskum reglum þegar kemur að niðurrifi skipa, að keppa við þau verð. Í yfirlýsingu Eimskips vegna málsins sem birtist í síðustu viku er því haldið fram að Eimskip hafi í einu og öllu fylgt lögum og reglum í söluferli, og að skipin hafi verið seld til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið taki umræðu um þetta mál alvarlega, enda markmið þess að vera samfélagslega ábyrgt. Héraðssaksóknari og Umhverfisstofnun eru sem fyrr segir með málið til skoðunar.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira