Viðskipti innlent

Mjólkin hækkar í verði

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð sem kúabændur fá fyrir mjólk. Þá hækkar einnig heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Viðskipti innlent

Svana Huld fer aftur til Arion banka

Svana Huld Linnet hefur aftur verið ráðin til starfa hjá Arion banka en hún hefur áður starfað hjá bankanum í ein átta ár. Hún mun taka við starfi forstöðumanns markaðsviðskipta á nýju ári.

Viðskipti innlent

Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna

Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. 

Viðskipti innlent

Röðull, Ruby Tues­day og nú fjöl­breytt hverfiskaffi­hús

Í Skipholti 19 í Reykjavík gengur sögufrægt húsnæði nú í endurnýjun lífdaga. Eftir að hafa hýst veitingastaðinn Ruby Tuesday og Röðulinn, einn vinsælasta skemmtistað landsins á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar, rís þar nú brátt hverfiskaffihús, bókabúð og alhliða menningarmiðstöð fyrir rithöfunda.

Viðskipti innlent

Tempo festir kaup á Roadmunk

Tempo, dótturfélag Origo, hefur fest kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Roadmunk Inc. Félagið þróar samnefndan hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að byggja upp, hanna og miðla stefnu fyrir hugbúnaðarvörur með sjónrænum hætti.

Viðskipti innlent

Keyptu eina dýrustu lúxusíbúð í Reykjavík

Búið er að selja 337 fermetra lúxusþakíbúð við Austurhöfn við hlið Hörpu. Félagið K&F ehf. keypti eignina en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra.

Viðskipti innlent

Orku­veitan hagnaðist um ellefu milljarða

Samstæða Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 10,9 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður nam 744 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. 10,6 milljarða króna sveifla var í verðmæti langtíma raforkusölusamninga OR á tímabilinu vegna hækkunar álverðs.

Viðskipti innlent

Tíu milljóna auglýsing en birtingin nánast ókeypis

Íslandsstofa hefur aldrei fengið sterkari viðbrögð við auglýsingaherferð og við þeirri nýjustu, Facebook-ádeilunni Icelandverse. Verðmæti birtinga í erlendum fjölmiðlum sé ómetanlegt. Stjarna auglýsingarinnar kveðst ekki ætla að halda Zuckerberg-klippingunni við.

Viðskipti innlent