Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2023 06:12 Airbus A321XLR hefur allt frá því smíði hennar var kynnt fyrir fjórum árum þótt einhver sterkasti arftaki Boeing 757. Teikning/Airbus. Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. Verði af kaupunum teljast þetta að öllum líkindum stærstu flugvélakaup Íslandssögunnar og gæti talist stærsti viðskiptasamningur í sögu þjóðarinnar. Kaupverð vélanna er trúnaðarmál á milli samningsaðila en opinbert verð einnar slíkrar vélar er um átján milljarðar króna. „Fjármögnun verður ákveðin þegar nær dregur að afhendingu þar sem fjölbreyttir fjármögnunarkostir verða skoðaðir,“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Ákvörðun um að velja Airbus fram yfir Boeing markar þáttaskil í sögu Icelandair. Allt frá því Flugfélag Íslands fékk fyrstu þotuna til landsins árið 1967, Boeing 727-þotuna Gullfaxa, hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. Fjögur ár eru frá því að ráðamenn Icelandair tilkynntu fyrst að þeir væru að skoða Airbus-vélar sem arftaka Boeing 757, sem fjallað var um í þessari frétt í maí 2019: Í tilkynningu Icelandair kemur fram að félagið geri ráð fyrir að hefja rekstur á Airbus vélum á árinu 2025 og að samningar um leigu á fjórum flugvélum af gerðinni Airbus A321LR til afhendingar 2025 séu á lokametrunum, auk þess sem gert sé ráð fyrir fleiri slíkum vélum í rekstur fram til ársins 2029. Segir að Icelandair hafi unnið að endurnýjun flugflotans á undanförnum árum og muni þessar vélar endanlega leysa Boeing 757 vélar félagsins af hólmi. Airbus A321 sýnd í litum Icelandair.Icelandair „Það er ánægjulegt að tilkynna að við höfum nú komist að niðurstöðu um framtíðarflota Icelandair. Við höfum ákveðið að Airbus A321LR og A321XLR verði arftakar Boeing 757 flugvéla félagsins sem munu hætta í rekstri á næstu árum," er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í fréttatilkynningu félagsins. Airbus A321XLR rúmar um 190 farþega. XLR stendur fyrir extra long range eða mjög langt flugþol.Airbus Í frétt Stöðvar 2 fyrir fjórum árum var sagt frá ákvörðun Airbus að smíða A321XLR-vélina og því þá spáð að hún gæti orðið framtíðarvél Icelandair: „Boeing 757 vélin, sem hefur þjónað félaginu frá árinu 1990 og reynst okkur afar vel, hefur verið í lykilhlutverki í uppbyggingu Íslands sem tengimiðstöðvar í flugi og okkar yfirgripsmikla leiðakerfis. Nú munu hinar öflugu Airbus vélar taka við. Þær munu gera okkur kleift að þróa viðskiptalíkan félagsins enn frekar í flugi yfir Atlantshafið og jafnframt skapa tækifæri til að sækja á nýja og spennandi markaði,“ segir Bogi. Fyrsta tilraunaflug XLR-vélarinnar var í júní í fyrra.Airbus Icelandair segir flugvélategundirnar sem hér um ræðir vera hluta af Airbus A320neo fjölskyldu flugvéla sem búi bæði yfir mikilli drægni og séu af nýrri kynslóð sparneytnari og umhverfisvænni flugvéla. „Þessar flugvélar eru með þeim hagkvæmustu sem völ er á og munu stuðla að lækkun rekstrarkostnaðar, styðja við loftslagsmarkmið Icelandair, og bjóða farþegum þægindi og ánægjulega upplifun. Vélarnar rúma um 190 farþega en til samanburðar rúma Boeing 757 flugvélar félagsins 183 farþega, Boeing 737 MAX-8 160 farþega og Boeing 737 MAX-9 178 farþega,“ segir Icelandair í tilkynningu sinni í dag. Frá fyrsta flugtaki Airbus A321XLR í fyrrasumar.Airbus „Airbus A321XLR flugvélin hefur allt að 8.700 kílómetra drægni sem gerir Icelandair kleift að nýta vélina á fjarlægari áfangastaði í núverandi leiðakerfi ásamt því að skapa tækifæri til þess að fljúga á nýja áfangastaði. Airbus A321LR flugvélin hefur allt að 7.400 kílómetra drægni sem gerir Icelandair kleift að nýta hana í núverandi leiðakerfi.“ Þegar Airbus A321LR-vélin var kynnt þótti hún strax mögulegur arftaki Boeing 757 hjá Icelandair. Hér má sjá fyrsta flug hennar árið 2018: „Boeing 757, 767 og 737 MAX flugvélarnar munu halda áfram að gegna mikilvægu hlutverki í rekstri Icelandair á komandi árum. Icelandair hefur átt farsælt viðskiptasamband við Boeing í áratugi og hafa Boeing vélarnar verið lykilþáttur í þróun og árangri félagsins. Stefnt er að því að Airbus A321XLR-vélin fái vottun flugmálayfirvalda á þessu ári og fari í þjónustu flugfélaga á því næsta.Airbus Fram til ársins 2025 mun Icelandair áfram reka flugflota sem samanstendur einungis af Boeing flugvélum en frá afhendingu fyrstu Airbus vélanna mun félagið reka blandaðan flota sem mun samanstanda bæði af Airbus og Boeing flugvélum,“ segir í tilkynningu Icelandair. Í fyrra kom fram að Icelandair hafi att flugvélaframleiðendum í keppni og að kaup á Boeing 787-Dreamliner hafi einnig verið til skoðunar, sem sjá má hér: Þegar Icelandair samdi um kaup á Boeing 737 MAX-þotunum árið 2012 var félagið hársbreidd frá því að semja við Airbus, sem fjallað var um hér: Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Icelandair horfir til Boeing 787 við undirbúning næstu flugvélakaupa Forstjóri Icelandair segir að undirbúningur næstu flugvélakaupa sé að hefjast. Kaup á Boeing Dreamliner-breiðþotum til að reka með Max-þotunum eða að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur eru þeir tveir kostir sem helst er horft til. 11. júní 2022 23:15 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. 20. janúar 2022 22:45 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Verði af kaupunum teljast þetta að öllum líkindum stærstu flugvélakaup Íslandssögunnar og gæti talist stærsti viðskiptasamningur í sögu þjóðarinnar. Kaupverð vélanna er trúnaðarmál á milli samningsaðila en opinbert verð einnar slíkrar vélar er um átján milljarðar króna. „Fjármögnun verður ákveðin þegar nær dregur að afhendingu þar sem fjölbreyttir fjármögnunarkostir verða skoðaðir,“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Ákvörðun um að velja Airbus fram yfir Boeing markar þáttaskil í sögu Icelandair. Allt frá því Flugfélag Íslands fékk fyrstu þotuna til landsins árið 1967, Boeing 727-þotuna Gullfaxa, hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. Fjögur ár eru frá því að ráðamenn Icelandair tilkynntu fyrst að þeir væru að skoða Airbus-vélar sem arftaka Boeing 757, sem fjallað var um í þessari frétt í maí 2019: Í tilkynningu Icelandair kemur fram að félagið geri ráð fyrir að hefja rekstur á Airbus vélum á árinu 2025 og að samningar um leigu á fjórum flugvélum af gerðinni Airbus A321LR til afhendingar 2025 séu á lokametrunum, auk þess sem gert sé ráð fyrir fleiri slíkum vélum í rekstur fram til ársins 2029. Segir að Icelandair hafi unnið að endurnýjun flugflotans á undanförnum árum og muni þessar vélar endanlega leysa Boeing 757 vélar félagsins af hólmi. Airbus A321 sýnd í litum Icelandair.Icelandair „Það er ánægjulegt að tilkynna að við höfum nú komist að niðurstöðu um framtíðarflota Icelandair. Við höfum ákveðið að Airbus A321LR og A321XLR verði arftakar Boeing 757 flugvéla félagsins sem munu hætta í rekstri á næstu árum," er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í fréttatilkynningu félagsins. Airbus A321XLR rúmar um 190 farþega. XLR stendur fyrir extra long range eða mjög langt flugþol.Airbus Í frétt Stöðvar 2 fyrir fjórum árum var sagt frá ákvörðun Airbus að smíða A321XLR-vélina og því þá spáð að hún gæti orðið framtíðarvél Icelandair: „Boeing 757 vélin, sem hefur þjónað félaginu frá árinu 1990 og reynst okkur afar vel, hefur verið í lykilhlutverki í uppbyggingu Íslands sem tengimiðstöðvar í flugi og okkar yfirgripsmikla leiðakerfis. Nú munu hinar öflugu Airbus vélar taka við. Þær munu gera okkur kleift að þróa viðskiptalíkan félagsins enn frekar í flugi yfir Atlantshafið og jafnframt skapa tækifæri til að sækja á nýja og spennandi markaði,“ segir Bogi. Fyrsta tilraunaflug XLR-vélarinnar var í júní í fyrra.Airbus Icelandair segir flugvélategundirnar sem hér um ræðir vera hluta af Airbus A320neo fjölskyldu flugvéla sem búi bæði yfir mikilli drægni og séu af nýrri kynslóð sparneytnari og umhverfisvænni flugvéla. „Þessar flugvélar eru með þeim hagkvæmustu sem völ er á og munu stuðla að lækkun rekstrarkostnaðar, styðja við loftslagsmarkmið Icelandair, og bjóða farþegum þægindi og ánægjulega upplifun. Vélarnar rúma um 190 farþega en til samanburðar rúma Boeing 757 flugvélar félagsins 183 farþega, Boeing 737 MAX-8 160 farþega og Boeing 737 MAX-9 178 farþega,“ segir Icelandair í tilkynningu sinni í dag. Frá fyrsta flugtaki Airbus A321XLR í fyrrasumar.Airbus „Airbus A321XLR flugvélin hefur allt að 8.700 kílómetra drægni sem gerir Icelandair kleift að nýta vélina á fjarlægari áfangastaði í núverandi leiðakerfi ásamt því að skapa tækifæri til þess að fljúga á nýja áfangastaði. Airbus A321LR flugvélin hefur allt að 7.400 kílómetra drægni sem gerir Icelandair kleift að nýta hana í núverandi leiðakerfi.“ Þegar Airbus A321LR-vélin var kynnt þótti hún strax mögulegur arftaki Boeing 757 hjá Icelandair. Hér má sjá fyrsta flug hennar árið 2018: „Boeing 757, 767 og 737 MAX flugvélarnar munu halda áfram að gegna mikilvægu hlutverki í rekstri Icelandair á komandi árum. Icelandair hefur átt farsælt viðskiptasamband við Boeing í áratugi og hafa Boeing vélarnar verið lykilþáttur í þróun og árangri félagsins. Stefnt er að því að Airbus A321XLR-vélin fái vottun flugmálayfirvalda á þessu ári og fari í þjónustu flugfélaga á því næsta.Airbus Fram til ársins 2025 mun Icelandair áfram reka flugflota sem samanstendur einungis af Boeing flugvélum en frá afhendingu fyrstu Airbus vélanna mun félagið reka blandaðan flota sem mun samanstanda bæði af Airbus og Boeing flugvélum,“ segir í tilkynningu Icelandair. Í fyrra kom fram að Icelandair hafi att flugvélaframleiðendum í keppni og að kaup á Boeing 787-Dreamliner hafi einnig verið til skoðunar, sem sjá má hér: Þegar Icelandair samdi um kaup á Boeing 737 MAX-þotunum árið 2012 var félagið hársbreidd frá því að semja við Airbus, sem fjallað var um hér:
Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Icelandair horfir til Boeing 787 við undirbúning næstu flugvélakaupa Forstjóri Icelandair segir að undirbúningur næstu flugvélakaupa sé að hefjast. Kaup á Boeing Dreamliner-breiðþotum til að reka með Max-þotunum eða að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur eru þeir tveir kostir sem helst er horft til. 11. júní 2022 23:15 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. 20. janúar 2022 22:45 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Icelandair horfir til Boeing 787 við undirbúning næstu flugvélakaupa Forstjóri Icelandair segir að undirbúningur næstu flugvélakaupa sé að hefjast. Kaup á Boeing Dreamliner-breiðþotum til að reka með Max-þotunum eða að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur eru þeir tveir kostir sem helst er horft til. 11. júní 2022 23:15
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50
Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. 20. janúar 2022 22:45
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00
Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37