Tekur við stöðu sviðsstjóra tæknisviðs HR Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2023 13:43 Ólafur Eysteinn Sigurjónsson hefur starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær 15 ár sem prófessor, lektor og dósent. HR Ólafur Eysteinn Sigurjónsson hefur verið ráðinn sviðsforseti tæknisviðs Háskólans í Reykjavík. Í tilkynningu segir að Ólafur Eysteinn hafi starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær fimmtán ár sem prófessor, lektor og dósent, samhliða því að leiða viðamikla starfsemi hjá Blóðbanka Landspítala. „Ólafur Eysteinn hlaut rannsóknarverðlaun HR árið 2019. Innan tæknisviðs HR eru tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild. Tæknisvið HR útskrifar flest tæknimenntað fólk hér á landi, allt frá grunnnámi upp á doktorsstig, og þar eru meðal annars starfrækt öflug alþjóðleg rannsóknasetur á sviði heilbrigðisvísinda. Ólafur Eysteinn hefur verið prófessor í verkfræði og nánar tiltekið heilbrigðisverkfræði við HR síðan 2017, var þar áður dósent frá 2014 og lektor frá 2008. Hann hefur meðal annars kennt sameinda- og frumulíffræði, vefjaverkfræði, lífaflfræði og lífefnisfræði. Ólafur Eysteinn hefur verið forstöðumaður rannsókna, nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbanka Landspítala frá árinu 2006 og er samhliða því klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann er enn fremur stofnandi og annar af eigendum nýsköpunarfyrirtækisins Platome líftækni og gegnir stöðu rannsóknarstjóra við fyrirtækið. Ólafur Eysteinn hefur setið í stjórn Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna frá árinu 2013 og verið forseti þeirra frá árinu 2016. Hann hefur meðal annars stundað rannsóknir á sviði endurmyndunarlæknisfræði (regenerative medicine), vefjaverkfræði og blóðbankafræði. Við veitingu rannsóknaverðlauna HR til hans árið 2019 var horft til fjölda þátta eins og birtinga á ritrýndum vettvangi, öflun styrkja, framlags til alþjóðlegs vísindasamfélags, þjálfun nemenda í rannsóknum og tengingu rannsókna við atvinnulíf og samfélag. Ólafur Eysteinn hefur á starfsferli sínum verið afkastamikill rannsakandi og öflugur í nýsköpunarstarfi, hann hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu rannsóknastarfi og átt þátt í, eða borið ábyrgð á, öflun 45 stærri og smærri rannsóknarstyrkja. Ólafur Eysteinn er fæddur árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, BS-gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MS-gráðu í lífvísindum frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Árið 2006 varði Ólafur doktorsritgerð við Ónæmisfræðistofnun Ríkisháskólasjúkrahússins í Ósló og við Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar Háskólans í Ósló. Fyrir ritgerðina, sem fjallar um hæfileika stofnfrumna til mismunandi sérhæfingar, hlaut hann gullorðu Haraldar Noregskonungs,“ segir um Ólaf Eystein í tilkynningunni. Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í tilkynningu segir að Ólafur Eysteinn hafi starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær fimmtán ár sem prófessor, lektor og dósent, samhliða því að leiða viðamikla starfsemi hjá Blóðbanka Landspítala. „Ólafur Eysteinn hlaut rannsóknarverðlaun HR árið 2019. Innan tæknisviðs HR eru tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild. Tæknisvið HR útskrifar flest tæknimenntað fólk hér á landi, allt frá grunnnámi upp á doktorsstig, og þar eru meðal annars starfrækt öflug alþjóðleg rannsóknasetur á sviði heilbrigðisvísinda. Ólafur Eysteinn hefur verið prófessor í verkfræði og nánar tiltekið heilbrigðisverkfræði við HR síðan 2017, var þar áður dósent frá 2014 og lektor frá 2008. Hann hefur meðal annars kennt sameinda- og frumulíffræði, vefjaverkfræði, lífaflfræði og lífefnisfræði. Ólafur Eysteinn hefur verið forstöðumaður rannsókna, nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbanka Landspítala frá árinu 2006 og er samhliða því klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann er enn fremur stofnandi og annar af eigendum nýsköpunarfyrirtækisins Platome líftækni og gegnir stöðu rannsóknarstjóra við fyrirtækið. Ólafur Eysteinn hefur setið í stjórn Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna frá árinu 2013 og verið forseti þeirra frá árinu 2016. Hann hefur meðal annars stundað rannsóknir á sviði endurmyndunarlæknisfræði (regenerative medicine), vefjaverkfræði og blóðbankafræði. Við veitingu rannsóknaverðlauna HR til hans árið 2019 var horft til fjölda þátta eins og birtinga á ritrýndum vettvangi, öflun styrkja, framlags til alþjóðlegs vísindasamfélags, þjálfun nemenda í rannsóknum og tengingu rannsókna við atvinnulíf og samfélag. Ólafur Eysteinn hefur á starfsferli sínum verið afkastamikill rannsakandi og öflugur í nýsköpunarstarfi, hann hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu rannsóknastarfi og átt þátt í, eða borið ábyrgð á, öflun 45 stærri og smærri rannsóknarstyrkja. Ólafur Eysteinn er fæddur árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, BS-gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MS-gráðu í lífvísindum frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Árið 2006 varði Ólafur doktorsritgerð við Ónæmisfræðistofnun Ríkisháskólasjúkrahússins í Ósló og við Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar Háskólans í Ósló. Fyrir ritgerðina, sem fjallar um hæfileika stofnfrumna til mismunandi sérhæfingar, hlaut hann gullorðu Haraldar Noregskonungs,“ segir um Ólaf Eystein í tilkynningunni.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira