Tekur við stöðu sviðsstjóra tæknisviðs HR Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2023 13:43 Ólafur Eysteinn Sigurjónsson hefur starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær 15 ár sem prófessor, lektor og dósent. HR Ólafur Eysteinn Sigurjónsson hefur verið ráðinn sviðsforseti tæknisviðs Háskólans í Reykjavík. Í tilkynningu segir að Ólafur Eysteinn hafi starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær fimmtán ár sem prófessor, lektor og dósent, samhliða því að leiða viðamikla starfsemi hjá Blóðbanka Landspítala. „Ólafur Eysteinn hlaut rannsóknarverðlaun HR árið 2019. Innan tæknisviðs HR eru tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild. Tæknisvið HR útskrifar flest tæknimenntað fólk hér á landi, allt frá grunnnámi upp á doktorsstig, og þar eru meðal annars starfrækt öflug alþjóðleg rannsóknasetur á sviði heilbrigðisvísinda. Ólafur Eysteinn hefur verið prófessor í verkfræði og nánar tiltekið heilbrigðisverkfræði við HR síðan 2017, var þar áður dósent frá 2014 og lektor frá 2008. Hann hefur meðal annars kennt sameinda- og frumulíffræði, vefjaverkfræði, lífaflfræði og lífefnisfræði. Ólafur Eysteinn hefur verið forstöðumaður rannsókna, nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbanka Landspítala frá árinu 2006 og er samhliða því klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann er enn fremur stofnandi og annar af eigendum nýsköpunarfyrirtækisins Platome líftækni og gegnir stöðu rannsóknarstjóra við fyrirtækið. Ólafur Eysteinn hefur setið í stjórn Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna frá árinu 2013 og verið forseti þeirra frá árinu 2016. Hann hefur meðal annars stundað rannsóknir á sviði endurmyndunarlæknisfræði (regenerative medicine), vefjaverkfræði og blóðbankafræði. Við veitingu rannsóknaverðlauna HR til hans árið 2019 var horft til fjölda þátta eins og birtinga á ritrýndum vettvangi, öflun styrkja, framlags til alþjóðlegs vísindasamfélags, þjálfun nemenda í rannsóknum og tengingu rannsókna við atvinnulíf og samfélag. Ólafur Eysteinn hefur á starfsferli sínum verið afkastamikill rannsakandi og öflugur í nýsköpunarstarfi, hann hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu rannsóknastarfi og átt þátt í, eða borið ábyrgð á, öflun 45 stærri og smærri rannsóknarstyrkja. Ólafur Eysteinn er fæddur árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, BS-gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MS-gráðu í lífvísindum frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Árið 2006 varði Ólafur doktorsritgerð við Ónæmisfræðistofnun Ríkisháskólasjúkrahússins í Ósló og við Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar Háskólans í Ósló. Fyrir ritgerðina, sem fjallar um hæfileika stofnfrumna til mismunandi sérhæfingar, hlaut hann gullorðu Haraldar Noregskonungs,“ segir um Ólaf Eystein í tilkynningunni. Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í tilkynningu segir að Ólafur Eysteinn hafi starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær fimmtán ár sem prófessor, lektor og dósent, samhliða því að leiða viðamikla starfsemi hjá Blóðbanka Landspítala. „Ólafur Eysteinn hlaut rannsóknarverðlaun HR árið 2019. Innan tæknisviðs HR eru tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild. Tæknisvið HR útskrifar flest tæknimenntað fólk hér á landi, allt frá grunnnámi upp á doktorsstig, og þar eru meðal annars starfrækt öflug alþjóðleg rannsóknasetur á sviði heilbrigðisvísinda. Ólafur Eysteinn hefur verið prófessor í verkfræði og nánar tiltekið heilbrigðisverkfræði við HR síðan 2017, var þar áður dósent frá 2014 og lektor frá 2008. Hann hefur meðal annars kennt sameinda- og frumulíffræði, vefjaverkfræði, lífaflfræði og lífefnisfræði. Ólafur Eysteinn hefur verið forstöðumaður rannsókna, nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbanka Landspítala frá árinu 2006 og er samhliða því klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann er enn fremur stofnandi og annar af eigendum nýsköpunarfyrirtækisins Platome líftækni og gegnir stöðu rannsóknarstjóra við fyrirtækið. Ólafur Eysteinn hefur setið í stjórn Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna frá árinu 2013 og verið forseti þeirra frá árinu 2016. Hann hefur meðal annars stundað rannsóknir á sviði endurmyndunarlæknisfræði (regenerative medicine), vefjaverkfræði og blóðbankafræði. Við veitingu rannsóknaverðlauna HR til hans árið 2019 var horft til fjölda þátta eins og birtinga á ritrýndum vettvangi, öflun styrkja, framlags til alþjóðlegs vísindasamfélags, þjálfun nemenda í rannsóknum og tengingu rannsókna við atvinnulíf og samfélag. Ólafur Eysteinn hefur á starfsferli sínum verið afkastamikill rannsakandi og öflugur í nýsköpunarstarfi, hann hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu rannsóknastarfi og átt þátt í, eða borið ábyrgð á, öflun 45 stærri og smærri rannsóknarstyrkja. Ólafur Eysteinn er fæddur árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, BS-gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MS-gráðu í lífvísindum frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Árið 2006 varði Ólafur doktorsritgerð við Ónæmisfræðistofnun Ríkisháskólasjúkrahússins í Ósló og við Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar Háskólans í Ósló. Fyrir ritgerðina, sem fjallar um hæfileika stofnfrumna til mismunandi sérhæfingar, hlaut hann gullorðu Haraldar Noregskonungs,“ segir um Ólaf Eystein í tilkynningunni.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira