Tónlist

Skítamórall gefur út lag: „Alvöru Skímó slagari með öllum stælunum“
Hljómsveitin Skítmórall hefur sent frá sér nýjan sumarsmell. Lagið sem ber heitið Innan í mér, er alvöru „Skímó slagari með öllum stælunum“.

Ræddi við raunverulega áhrifavalda samfélagsins í krafti guðdómsins
Íslenskir rapparar eru svívirtir af fjölmiðlum og íslensku ríkisstjórninni, að sögn Bergþórs Mássonar, sem mætti kalla einn helsta sérfræðing þjóðarinnar í rapptónlist. Þá nafnbót hlýtur hann að eiga skilið eftir útgáfu hlaðvarpsþátta sinna Kraftbirtingarhljóms guðdómsins, sem luku göngu sinni í dag, því þar hefur Bergþór rætt við nánast alla nafnþekkta rappara landsins á síðasta eina og hálfa árinu.

Sjáðu nýtt tónlistarmyndband Oscars Leone
Tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, betur þekktur undir listamannanafninu Oscar Leone, gaf á dögunum út lagið Sjaldan er ein báran stök. Nú er búið að birta tónlistarmyndbandið við lagið, sem er mjög persónulegt en það er tileinkað móður Péturs.

Ágreiningurinn leystur og fagnað með tónleikaferðalagi
Aðdáendur Hipsumhaps geta tekið gleði sína á ný því platan, Lög síns tíma, er orðin aðgengileg á streymisveitunni Spotify á nýjan leik eftir að hafa verið fjarlægð í síðustu viku. Það vakti mikla athygli þegar nýjasta plata hljómsveitarinnar var fjarlægð sökum ágreinings á milli Fannars Inga Friðþjófssonar, forsprakka hljómsveitarinnar og plötuútgáfunnar Record Records.

Eins og að kaupa lottómiða
Tónlistarkonan Hildur hefur sótt þónokkur lagasmíða „workshop“ erlendis þar sem hún vinnur með fólki frá öllum heimshornum að tónlistarsköpun. Hún segir að mörg af þessum lögum líti aldrei dagsins ljós.

Record Records vísar ásökunum um vanefndir á bug
Plötuútgáfan Record Records hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að útgáfuréttur nýjustu plötu Hipsumhaps sé ennþá í þeirra höndum. Riftun einkaleyfissamnings af hálfu hljómsveitarinnar hafi verið ólögmæt.

Nýjasta plata Hipsumhaps fjarlægð af Spotify vegna ágreinings
Það hefur vakið athygli aðdáenda hljómsveitarinnar Hipsumhaps að nýjasta plata þeirra, Lög síns tíma, hefur verið fjarlægð af streymisveitunni Spotify. Platan kom út í síðasta mánuði.

Kóngurinn er kominn aftur og „pillur og pain“ eru ekki annað en minning
Já, þeir eru að fokking tala um Can, drengurinn er bara barn…

Tileinkar móður sinni nýja lagið og opnar hjartað upp á gátt
Tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, sem margir þekkja sem Oscar Leone, gaf í dag út lagið Sjaldan er ein báran stök. Hann segir að þetta sé persónulegt lag og tileinkar það móður sinni.

Hjörtur Ingvi úr Hjaltalín heldur einleikstónleika
Hjörtur Ingvi Jóhannsson úr Hjaltalín leikur spunatónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfjarðarsveit þann 27. júní 2021 klukkan 16:00. Tónleikarnir eru hluti af sólóverkefninu 24 myndir.

Nýr listi með því heitasta í danstónlistinni fyrir sumarið
Glænýr PartyZone listi fyrir júní er kynntur og fluttur í nýjasta þætti PartyZone, sem fór í loftið á Vísi í dag.

Tónlistarkonan Cell7: Kaflaskipti, nýtt lag og ný plata
“Bíddu, ha! Eru liðin tvö ár? Ég sem ætlaði aldrei að vera í pásu,” segir Ragna Kjartansdóttir í samtali við Vísi. Á miðnætti sendi hún frá sér lagið It's Complicated sem er fyrsta lag Cell7 af væntanlegri breiðskífu.

Varð umboðsmaður Kaleo fyrir tilviljun
Sindri Ástmarsson hafði starfað sem plötusnúður og útvarpsmaður í dágóðan tíma þegar hann vildi leita á ný mið. Áður en hann vissi af var hann orðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo.

JóiPé og Króli í hringferð um landið: „Fyrsta skipti sem að við seljum á okkar eigin tónleika“
Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið.

Álfheiður fær ekki að keppa í BBC Cardiff Singer of the World vegna veirunnar
Íslenska sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir fær ekki að halda áfram keppni í BBC Cardiff Singer of the World en hún hefur verið skikkuð í sóttkví eftir að einstaklingur í flugvélinni hennar á leið frá Íslandi til Bretlands greindist smitaður af veirunni.

Tom Hannay frumsýnir myndband við lagið Dog Days
Enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay hefur gefið út Dog days, fyrsta lagið og myndband af samnefndri plötu sem kemur út í heild sinni í sumar. Youtube stjarnan Sorelle Amore leikur á móti sjálfum Tom í „kraftmiklu og fagurfræðilegu“ myndbandinu.

„Óþarfa samkeppni sem getur skapað spennu á milli fólks“
Tónlistar- og leikkonan Silja Rós gefur í dag út lagið Success. Lagið er töluvert dekkra en seinustu lög söngkonunnar og einkennist af flæðandi takti og tilfinningaríkri rödd Silju sem drífur lagið áfram.

Kominn með algjört ógeð á samfélagsmiðlum í dag
Ólafur Arnalds er einn árangurríkasti tónlistarmaður Íslands. Lögin hans streymast í milljónatali á Spotify og uppselt er á tónleika um allan heim. Í fyrsta þættinum af annarri þáttaröð af hlaðvarpinu Bransakjaftæði talar Ólafur um praktísku hlið ferilsins síns.

Mikilvægt að hreyfa sig og dansa á þessum undarlegu tímum
Tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir segir að viðbrögðin hafi verið ótrúleg við plötunni hennar Be The Love. Platan kom út fyrr í vikunni og hefur verið spiluð meira en tuttugu þúsund sinnum á Spotify.

„Það getur verið mikið átak að gefa eftir og treysta“
Lára Rúnars var að senda frá sér lagið Landamæri sem hún syngur með manninum sínum Arnari Gíslasyni, best þekktur sem einn fremsti trommuleikari landsins. Hann hefur unnið meðal annars með Mugison, Jónasi Sig, Ensími og Dr.Spock.

Floni fjarlægir plötu með Auði
Tónlistarmaðurinn Floni hefur tekið plötu sem hann vann í samstarfi við Auð út af Spotify aðgangi sínum.

Red Riot senda frá sér dansvænan sumarsmell
RED RIOT sendu frá sér sumarlegt danslag í dag af væntanlegri plötu. Hljómsveitin RED RIOT er skipuð þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttur og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekktum sem Hildur og Cell7.

Daft Punk platan Discovery endurútsett á orgel í Laugarneskirkju
Þann 16. júní næstkomandi gefst tónlistarunnendum tækifæri til að hlusta á plötuna Discovery endurútsetta fyrir orgel, þar sem organistinn Kristján Hrannar Pálsson leikur plötuna í gegn, lag fyrir lag, á kirkjuorgel Laugarneskirkju.

„Við getum öll verið til staðar fyrir hvert annað“
Guðbjörg Elísa, eða Gugga Lisa eins og hún kallar sig, hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við nýja lagið sitt Lífið Er Núna.

Fallegur flutningur Eydísar og GDRN
Eydís Helena Evensen píanóleikari og tónskáld kemur fram í nýjasta myndbandi KEX Live at Home. Eydís flutti þar lögin af plötu sinni Bylur.

Ekkert lát á vinsældum Måneskin
Ekkert lát er á vinsældum hljómsveitarinnar Måneskin sem kom, sá og sigraði Eurovision þann 22. maí síðastliðinn. Sigurlagið hefur rokið upp vinsældalista um allan heim.

„Sækjum oft í það sem við vitum að er ekki okkur ætlað“
Tónlistarkonan Greta Salóme gefur í dag út lagið Svartur Hrafn. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi og hægt er að sjá á það í spilaranum hér fyrir neðan. Lagið Svartur hrafn kemur svo formlega út á Spotify á miðnætti.

Friðrik Dór les upp andstyggileg ummæli um sig
Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson kynnti lagið Hvílíkur dagur í Brennslunni í dag. Lagið var frumflutt í þættinum og kemur á allar streymisveitur á morgun en það er Pálmi Ragnar sem gerði lagið með Frikka.

Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni
Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra.

Jón Arnór og Baldur gefa út lagið Alla leið
Vinirnir Jón Arnór Pétursson og Baldur Björn Arnarsson voru að senda frá sér lagið, Alla leið. Þeir eru 13 og 14 ára gamlir og sömdu lagið og textann sjálfir.