
Tónlist

Háður Eurovision-keppninni
Peter Fenner semur textann við framlag Íslands til Eurovison-söngvakeppninnar. Peter er Eurovision-bolti, hefur mætt til hverrar keppni allt frá árinu 1997 og er mikill Íslandsvinur. „Já, ég vissi af þessum ágreiningi Kristjáns Hreinssonar og Sveins Rúnars og hef mikla samúð með Kristjáni,“ segir Peter Fenner, útvarpsmaður og söngtextaskáld.

Í ljósum kertanna
Árlegir kertaljósatónleikar söngvaskáldsins Harðar Torfasonar fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tónleikar þessir njóta jafnan gífurlegra vinsælda enda hefur tónlistarmaðurinn fjölhæfi fest sig í sessi sem einn dáðustu listamanna þjóðarinnar. Sem fyrr mun Hörður leika nýtt efni í bland við gamlar perlur auk þess að segja sögur úr veröldinni eins og honum er einum lagið.

Landslið poppara útskrifast
Benedikt Hermann Hermannsson, Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og eiginkona hans, María Huld úr Amiinu, eru á meðal þeirra sem útskrifast sem tónsmiðir úr Listaháskóla Íslands á næstunni.

Shogun verðugir sigurvegarar
Úrslit Músíktilrauna fóru fram síðastliðið laugardagskvöld í porti Listasafns Reykjavíkur. Að lokum stóð harðkjarnasveitin Shogun uppi sem verðugur sigurvegari. Heilt yfir var keppnin flott í alla staði og úrslitakvöldið sérlega glæsilegt.

Skúli á basssann með Blonde Redhead
Skúli Sverrisson hyggst rífa fram bassann og stíga á stokk með hljómsveitinni Blonde Redhead. Skúli hefur starfað með sveitinni um árabil og hefur meðal annars leikið inná þrjár plötur en samkvæmt fréttatilkynningu frá tónleikahaldaranum Grími Atlasyni er ákaflega sjaldgæft að hann sé með Blonde Redhead á sviðinu. „Hann gerði það reyndar í Austurbæjarbíó 2004 á mjög eftirminnilegum tónleikum,“ segir Grímur.

Músin á toppinn
Nýjasta plata bandarísku hljómsveitarinnar Modest Mouse, We Were Dead Before the Ship Even Sank, fór beint á topp sölulistans í Bandaríkjnum. Hún kom út þar á bæ þann 20. mars en í Evrópu kemur hún út 2. apríl.

Bandaríkjamenn sýna Heru áhuga
Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir hafa verið í viðræðum við þrjú bandarísk plötufyrirtæki. Hera hélt þrenna tónleika á hátíðinni South By Soutwest í Texas á dögunum og hafði upp úr krafsinu mikinn áhuga útgefenda.

Úrslit í kvöld
Lokahnykkur hinna árlegu og veigamiklu Músíktilrauna fer fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Eftir fimm undanúrslitakvöld í síðustu viku standa ellefu hljómsveitir eftir og munu þær berjast í kvöld. Þetta eru hljómsveitirnar

Norrænt samstarf
Fyrstu skref að sameiningu Íslands og Færeyja hafa verið stigin að sögn félaga í tríóinu TRISFO.

U2 byrjuð á næstu plötu
Írska hljómsveitin U2 hefur hafið upptökur á sinni næstu plötu, sem mun fylgja eftir How to Dismantle an Atomic Bomb sem kom út 2004. Upptökustjóri verður Rick Rubin, sem hefur unnið með Red Hot Chili Pepper, Johnny Cash, System of a Down, Weezer og nú síðast, Metallica.

Volta Bjarkar komin á netið
„Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið.

Tónlistarkransakaka á Barnum
Uffie er 18 ára bandarísk/frönsk söngkona sem hefur verið að ná töluverðum vinsældum hér á landi og víðar á síðustu misserum. Hún verður með tónleika á Barnum á Laugavegi 22 í kvöld. Uffie er þekkt fyrir opinskáa textagerð og afar líflega sviðsframkomu. Tónlistin sem hún spilar er einhverskonar rafmagnaður hiphop bræðingur sem er mjög hressandi.

Tilþrif á TÍBRÁ
Þýska tríóið Hyperion heldur tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Tónleikar tríósins eru liður í TÍBRÁR-tónleikaröðinni. Tríóið skipa þau píanóleikarinn Hagen Schwarzrock, Oliver Klipp fiðluleikari og Katarina Troe sellóleikari.

Magni hitar upp fyrir Aerosmith í Las Vegas
"Já, þetta er komið nokkurn veginn á hreint. Ég verð þarna sem gítarleikari og spila með Dilönu á tónleikum sem verða haldnir 28. apríl. Já, við erum upphitunarnúmer fyrir Aerosmith," segir tónlistarmaðurinn Magni.

Lög um einmanaleikann
Tónlistarmaðurinn Teitur er meðal þeirra sem koma fram á færeyskum degi á Nasa í kvöld. Teitur, sem hefur verið að gera það gott í Danmörku, hlakkar mikið til tónleikanna. Freyr Bjarnason spjallaði við þennan hæfileikaríka pilt.

Jógvan og Hara í úrslit X-factor
Guðbjörg var send heim í gær í næst síðasta þætti X-factor. Það er því ljóst að það verða Jógvan og Hara sem mætast í úrslitum í Vetrargarðinum í Smáralind eftir viku. Hara eru í hópi Páls Óskars en Jógvan í hópi Einars Bárðarsonar.

Fáheyrð Schubertsperla
Á tónleikum Söngsveitarinnar Fílharmóníu verður þýsk rómantík í fyrirrúmi en á vortónleikunum nú er leitað í smiðju Brahms, Mendelsohns og Schuberts.

Íslandsmót plötusnúða á Pravda
Næstu fimmtudagskvöld munu fara fram á skemmtistaðnum Pravda "Íslandsmót plötusnúða" í samstarfi við X-ið 977 og Tuborg. X-ið er að leita að þeim sem eru að leika sér að því að þeyta skífum og eru kannski ekki vel þekktir í skemmtanalífi landans.

37 atriði staðfest á Aldrei fór ég suður
Nýr og uppfærður listi yfir þá sem koma fram á Aldrei fór ég suður hefur nú litið dagsins ljós. Helstu tíðindi eru þau að rokksveitin I adapt hefur dottið út vegna anna hljómsveitarmeðlima sem eru uppteknir við að meika það í útlöndum.

Tónleikar til styrktar Ljósinu
Múm, Pétur Ben og Ólöf Arnalds munu skapa magnaða upplifun í einstöku andrúmslofti Fríkirkjunnar í kvöld. Tónleikarnir eru í minningu Margrétar Jónsdóttur sem lést úr krabbameini fyrir rúmu ári síðan, aðeins 24 ára gömul.

Franskt og íslenskt
Franska tónlistarkonan og rithöfundurinn Laetitia Sadier, sem er þekkt fyrir söng sinn með Stereolab, spilar með hljómsveitinni Monade á tónleikum Tilraunaeldhússins í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld.

Gaf gítarinn
The Edge, gítarleikari U2, hefur gefið uppáhaldsgítar sinn til góðgerðarmála. Um er að ræða góðgerðasamtök sem The Edge átti þátt í að stofna, sem sjá um að safna hljóðfærum í stað þeirra sem eyðilögðust eða týndust þegar fellibylurinn Katrina reið yfir Bandaríkin.

Teitur á Íslandi
Pétur Ben og hinn færeyski Teitur halda tónleika í Fosstúni í Borgarfirði á föstudag á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN. Þetta eru fyrstu tónleikar Teits á Íslandi. Hann hefur notið alþjóðlegrar velgengni undanfarið og hefur önnur plata hans, Stay Under the Stars, hlotið verðskuldaða athygli. Fór lagið Louis Louis m.a. í fyrsta sæti iTunes-spilunarlistans í Danmörku.

Heita á Eurovision
Heitið hefur verið allt að tveimur og hálfri milljón króna á hópinn sem tekur þátt í Eurovision-keppninni í Helsinki í vor. Sveinn Rúnar Sigurðsson, höfundur lagsins Ég les í lófa þínum eða Valentine Lost eins og það útleggst á ensku, hefur skrifað undir samstarfssamning við SPRON. Með samningnum verður fyrirtækið bakhjarl Eurovision-hópsins.

Hot Chip hitar upp fyrir Björk
Breska hljómsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleikum hennar í Laugardalshöll 9. apríl. Hot Chip hefur tvívegis spilað hér á landi við góðar undirtektir. Plata sveitarinnar, The Warning, var ofarlega á mörgum árslistum yfir þær bestu í fyrra og var hún m.a. tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Á meðal þekktustu laga hennar eru Over & Over, And I Was a Boy From School og Colours.

Hættu við tónleika
Bandarísku rappararnir Snoop Dogg og P Diddy hafa hætt við sameiginlega tónleika sína í Bretlandi eftir að Snoop var neitað um landvistarleyfi í landinu. Áttu þeir m.a. að koma fram í London og í Manchester.

Úr kökubasar í þrenna tónleika
Í kvöld og annað kvöld verða haldnir þrennir tónleikar undir yfirskriftinni „Ljóslifandi" í minningu Margrétar Jónsdóttur sem lést úr krabbameini fyrir rúmu ári síðan, aðeins 24 ára, eftir fimm ára hetjulega baráttu við þennan illvíga sjúkdóm.

Snoop og Diddy aflýsa tónleikum í Bretlandi
Snoop Dogg og P Diddy hafa ákveðið að hætta við tónleikahald í Bretlandi en Snoop hefur verið synjað um vegabréfsáritun. Talsmaður rapparanna hefur sagt að nú hafi allt verið reynt til að fá ákvörðuninni um synjunina snúið við. Snoop og Diddy áttu að halda tónleika á Wembley í London í kvöld og svo í Cardiff, Manchester, Glasgow og Nottingham næstu daga.

Miðasala á Björk hefst á morgun
Björk heldur sína fyrstu tónleika hér á Íslandi í sex ár mánudaginn 9. apríl í Laugardalshöll. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í heimstónleikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út um heim allan þann 7. maí. Þetta verður í fyrsta sinn sem ný lög af þessari plötu munu hljóma, en á prógramminu eru líka eldri lög af fyrri plötum Bjarkar.

Eivör sigraði
Eivör Pálsdóttir var sigurvegari í lagakeppni sem Norðurlandahúsið í Færeyjum blés til á meðal færeyskra tónlistarmanna í tengslum við tónlistarhátíðina Atlantic Music Event, sem verður haldin í Færeyjum, Íslandi, Danmörku og líklega á Englandi á þessu ári. Hérlendis verður hátíðin haldin á Nasa næstkomandi laugardag.