Cortes syngur fyrir heimilislausa 22. maí 2007 08:00 Garðar Þór Cortes mun syngja við hlið allra hinna götulistamannanna á strætum Lundúnaborgar næstu vikur. MYND/Hari Garðar Þór Cortes mun á næstu vikum standa fyrir heldur óhefðbundnum tónleikum víðsvegar um London. Garðar hyggst syngja á götum úti, í bókstaflegri merkingu, og mun hann koma fram í verslunarmiðstöðvum, við járnbrautarstöðvar og á fleiri opinberum stöðum í London. Markmiðið með uppátæki Garðars Þórs er að vekja athygli á aðstæðum heimilislausra íbúa London, en yfirvöld í London standa fyrir miklu átaki í þeim efnum þessa dagana, auk þess sem hann reynir að breiða út boðskap klassískrar tónlistar. Enska blaðið Independent greinir frá þessu fyrirhugaða „tónleikaferðalagi“ Garðars Þórs. „Það verður algjörlega ný reynsla fyrir mig að syngja á götunni í svo mikilli nálægð við hlustendur. Ég trúi því hins vegar að ópera sé tónlist sem snertir hjörtu fólks. Ég vonast til að almenningur muni njóta flutningsins hjá mér,“ segir Garðar Þór við Independent. Enn fremur segir að Garðar Þór muni ekki þiggja laun fyrir þáttöku sína í átakinu. Fyrstu tónleikar Garðars munu fara fram á Leicester-torginu þann 1. júní næstkomandi en staður og stund annarra útitónleika Garðars Þórs hafa ekki verið tilkynntir opinberlega, enda mun eitt aðalmarkmið skipuleggjanda vera að koma almenningi á óvart með flutningi íslenska tenórsins. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Garðar Þór Cortes mun á næstu vikum standa fyrir heldur óhefðbundnum tónleikum víðsvegar um London. Garðar hyggst syngja á götum úti, í bókstaflegri merkingu, og mun hann koma fram í verslunarmiðstöðvum, við járnbrautarstöðvar og á fleiri opinberum stöðum í London. Markmiðið með uppátæki Garðars Þórs er að vekja athygli á aðstæðum heimilislausra íbúa London, en yfirvöld í London standa fyrir miklu átaki í þeim efnum þessa dagana, auk þess sem hann reynir að breiða út boðskap klassískrar tónlistar. Enska blaðið Independent greinir frá þessu fyrirhugaða „tónleikaferðalagi“ Garðars Þórs. „Það verður algjörlega ný reynsla fyrir mig að syngja á götunni í svo mikilli nálægð við hlustendur. Ég trúi því hins vegar að ópera sé tónlist sem snertir hjörtu fólks. Ég vonast til að almenningur muni njóta flutningsins hjá mér,“ segir Garðar Þór við Independent. Enn fremur segir að Garðar Þór muni ekki þiggja laun fyrir þáttöku sína í átakinu. Fyrstu tónleikar Garðars munu fara fram á Leicester-torginu þann 1. júní næstkomandi en staður og stund annarra útitónleika Garðars Þórs hafa ekki verið tilkynntir opinberlega, enda mun eitt aðalmarkmið skipuleggjanda vera að koma almenningi á óvart með flutningi íslenska tenórsins.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira