Cortes syngur fyrir heimilislausa 22. maí 2007 08:00 Garðar Þór Cortes mun syngja við hlið allra hinna götulistamannanna á strætum Lundúnaborgar næstu vikur. MYND/Hari Garðar Þór Cortes mun á næstu vikum standa fyrir heldur óhefðbundnum tónleikum víðsvegar um London. Garðar hyggst syngja á götum úti, í bókstaflegri merkingu, og mun hann koma fram í verslunarmiðstöðvum, við járnbrautarstöðvar og á fleiri opinberum stöðum í London. Markmiðið með uppátæki Garðars Þórs er að vekja athygli á aðstæðum heimilislausra íbúa London, en yfirvöld í London standa fyrir miklu átaki í þeim efnum þessa dagana, auk þess sem hann reynir að breiða út boðskap klassískrar tónlistar. Enska blaðið Independent greinir frá þessu fyrirhugaða „tónleikaferðalagi“ Garðars Þórs. „Það verður algjörlega ný reynsla fyrir mig að syngja á götunni í svo mikilli nálægð við hlustendur. Ég trúi því hins vegar að ópera sé tónlist sem snertir hjörtu fólks. Ég vonast til að almenningur muni njóta flutningsins hjá mér,“ segir Garðar Þór við Independent. Enn fremur segir að Garðar Þór muni ekki þiggja laun fyrir þáttöku sína í átakinu. Fyrstu tónleikar Garðars munu fara fram á Leicester-torginu þann 1. júní næstkomandi en staður og stund annarra útitónleika Garðars Þórs hafa ekki verið tilkynntir opinberlega, enda mun eitt aðalmarkmið skipuleggjanda vera að koma almenningi á óvart með flutningi íslenska tenórsins. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Garðar Þór Cortes mun á næstu vikum standa fyrir heldur óhefðbundnum tónleikum víðsvegar um London. Garðar hyggst syngja á götum úti, í bókstaflegri merkingu, og mun hann koma fram í verslunarmiðstöðvum, við járnbrautarstöðvar og á fleiri opinberum stöðum í London. Markmiðið með uppátæki Garðars Þórs er að vekja athygli á aðstæðum heimilislausra íbúa London, en yfirvöld í London standa fyrir miklu átaki í þeim efnum þessa dagana, auk þess sem hann reynir að breiða út boðskap klassískrar tónlistar. Enska blaðið Independent greinir frá þessu fyrirhugaða „tónleikaferðalagi“ Garðars Þórs. „Það verður algjörlega ný reynsla fyrir mig að syngja á götunni í svo mikilli nálægð við hlustendur. Ég trúi því hins vegar að ópera sé tónlist sem snertir hjörtu fólks. Ég vonast til að almenningur muni njóta flutningsins hjá mér,“ segir Garðar Þór við Independent. Enn fremur segir að Garðar Þór muni ekki þiggja laun fyrir þáttöku sína í átakinu. Fyrstu tónleikar Garðars munu fara fram á Leicester-torginu þann 1. júní næstkomandi en staður og stund annarra útitónleika Garðars Þórs hafa ekki verið tilkynntir opinberlega, enda mun eitt aðalmarkmið skipuleggjanda vera að koma almenningi á óvart með flutningi íslenska tenórsins.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira