Fallegur fjársjóður Bigga 18. maí 2007 06:45 Birgir Örn Steinarsson er að undirbúa sína aðra sólóplötu. Birgir Örn Steinarsson hefur fengið góða dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína Id í kanadíska tímaritinu Inside Entertainment og í tímaritinu Soundcheck. Platan kemur út í Bretlandi í júní en kom út hér á landi á síðasta ári. „Gimsteinninn á plötunni er hið æðislega Sofðu með ljósið á, sem fangar hjarta manns með hlýleika sínum og lágstemmdum tónum. Eins og heitur teinn í gegnum ís, nær lagið djúpum tilfinningum og sýnir svo yndislega depurð að manni verkjar,“ segir í dómi Inside Magazine. „Biggi á enn eftir að komast inn á Norður-Ameríkumarkaðinn. Þangað til verður platan Id lítill en verðmætur fjársjóður sem fáir vita af.“ Biggi, sem er búsettur í London, segir rosagott að heyra slík viðbrögð, sérstaklega af því að þau voru svo blendin á Íslandi. Hann er byrjaður að taka upp efni á nýja plötu en veit ekki hvenær hún kemur út. Meðleigjandi hans, Henry Bowers, úr hljómsveitinni Kula Shaker aðstoðaði hann í tveimur lögum. „Hann er frábær gæi og svo flinkur á svo mörg hljóðfæri. Hann spilaði á víbrafón og slagverk, en ég veit ekkert hvað verður úr þessu. Það verður örugglega önnur plata en ég er ekkert að flýta mér,“ segir Biggi. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson hefur fengið góða dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína Id í kanadíska tímaritinu Inside Entertainment og í tímaritinu Soundcheck. Platan kemur út í Bretlandi í júní en kom út hér á landi á síðasta ári. „Gimsteinninn á plötunni er hið æðislega Sofðu með ljósið á, sem fangar hjarta manns með hlýleika sínum og lágstemmdum tónum. Eins og heitur teinn í gegnum ís, nær lagið djúpum tilfinningum og sýnir svo yndislega depurð að manni verkjar,“ segir í dómi Inside Magazine. „Biggi á enn eftir að komast inn á Norður-Ameríkumarkaðinn. Þangað til verður platan Id lítill en verðmætur fjársjóður sem fáir vita af.“ Biggi, sem er búsettur í London, segir rosagott að heyra slík viðbrögð, sérstaklega af því að þau voru svo blendin á Íslandi. Hann er byrjaður að taka upp efni á nýja plötu en veit ekki hvenær hún kemur út. Meðleigjandi hans, Henry Bowers, úr hljómsveitinni Kula Shaker aðstoðaði hann í tveimur lögum. „Hann er frábær gæi og svo flinkur á svo mörg hljóðfæri. Hann spilaði á víbrafón og slagverk, en ég veit ekkert hvað verður úr þessu. Það verður örugglega önnur plata en ég er ekkert að flýta mér,“ segir Biggi.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira