Black Rebel Motorcycle Club: Baby 81- þrjár störnur 17. maí 2007 15:00 Tríóið er byrjað að rokka aftur en vantar auka skammt af groddaskap og er of slípað. Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð. Á nýju plötunni, Baby 81 (nefnd eftir Abhilasha Jeyarajah frá Srí Lanka sem, eingöngu tveggja mánaða gamall, lenti í hinum miklu flóðbylgjum í lok árs 2004 með þeim afleiðingum að hann varð viðskila við foreldra sína og seinna bitbeinið í harkalegum forræðisdeilum) heldur sveitin á sínar fornu slóðir og heldur sig við það sem hún gerir best. Nick Jago er einnig mættur aftur á bak við trommurnar eftir smá hlé og virðist endurkoma hans hafa góð áhrif á hina tvo í sveitinni. Hér er því aftur komin á stjá rokkhljómsveit sem gerir það sem henni er eðlislægt og það sem henni finnst skemmtilegast. Á tímum er hljómurinn á plötunni reyndar alltof slípaður sem á ekki nógu vel við BRMC og platan missir oft marks. Aftur á móti er Baby 81 langaðgengilegast plata BRMC til þessa en þá staðreynd má túlka á tvo vegu: fínt fyrir þá sem ekki hafa mikið heyrt frá sveitinni áður en slæmt fyrir þá sem eru sólgnir í groddalegri útgáfuna af BRMC. Viðfangsefnin eru hins vegar í anda hinnar sönnu töffararokksrætur og fjalla um trúna, póliTíkina og einfaldlega almennan töffaraskap, þið vitið; sex, drugs and rock ‘n‘ roll. Nokkur lög fara því létt með að fá töffararokkgæsahúðina til þess að rísa og líklegast ekkert meira en hið rúmlega níu mínútna epíska lag American X. Berlin, Weapon of Choice og Need Some Air standa einnig sína plikt með sóma og sanna að Black Rebel Motorcycle Club er enn rokksveit af bestu gerð. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð. Á nýju plötunni, Baby 81 (nefnd eftir Abhilasha Jeyarajah frá Srí Lanka sem, eingöngu tveggja mánaða gamall, lenti í hinum miklu flóðbylgjum í lok árs 2004 með þeim afleiðingum að hann varð viðskila við foreldra sína og seinna bitbeinið í harkalegum forræðisdeilum) heldur sveitin á sínar fornu slóðir og heldur sig við það sem hún gerir best. Nick Jago er einnig mættur aftur á bak við trommurnar eftir smá hlé og virðist endurkoma hans hafa góð áhrif á hina tvo í sveitinni. Hér er því aftur komin á stjá rokkhljómsveit sem gerir það sem henni er eðlislægt og það sem henni finnst skemmtilegast. Á tímum er hljómurinn á plötunni reyndar alltof slípaður sem á ekki nógu vel við BRMC og platan missir oft marks. Aftur á móti er Baby 81 langaðgengilegast plata BRMC til þessa en þá staðreynd má túlka á tvo vegu: fínt fyrir þá sem ekki hafa mikið heyrt frá sveitinni áður en slæmt fyrir þá sem eru sólgnir í groddalegri útgáfuna af BRMC. Viðfangsefnin eru hins vegar í anda hinnar sönnu töffararokksrætur og fjalla um trúna, póliTíkina og einfaldlega almennan töffaraskap, þið vitið; sex, drugs and rock ‘n‘ roll. Nokkur lög fara því létt með að fá töffararokkgæsahúðina til þess að rísa og líklegast ekkert meira en hið rúmlega níu mínútna epíska lag American X. Berlin, Weapon of Choice og Need Some Air standa einnig sína plikt með sóma og sanna að Black Rebel Motorcycle Club er enn rokksveit af bestu gerð. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira