Sport

Gjöf frá mömmu vatt ræki­lega upp á sig

Hin 24 ára gamla Árný Eik Dagsdóttir varð á dögunum yngsta íslenska konan til að klára járnkarl, 226 kílómetra langa keppni í sundi, hjóli og á hlaupum. Hún sneri bakinu við golfi til að einblína á ofursportið sem hún sinnir samhliða vinnu við tölvuleiki hjá CCP.

Sport

Harma rasíska og trans­fóbíska grein liðs­félaga Sveindísar

Grein sem fótboltakonan Elizabeth Eddy , liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Angel City, skrifaði í New York Post hefur valdið mikilli óánægju innan liðsins. Þar krafðist Eddy þess að settar yrðu skýrar reglur um að leikmenn úrvalsdeildar kvenna í Bandaríkjunum þyrftu að hafa fæðst með eggjastokka eða gengist undir kynjapróf.

Fótbolti

Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur

Erling Haaland fór í fyrsta sinn á ævinni í grímubúning, í tilefni hrekkjavökuteitis sem hann fór í með Isabel Haugseng Johansen kærustu sinni og barnsmóður. Hann fór í gervi Jókersins og kom íbúum Manchester-borgar skemmtilega á óvart.

Enski boltinn

„Bara feginn að við fundum þó leið“

„Við erum bara fegnir að við drógum lengra stráið,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, eftir 96-95 sigurinn á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í mögnuðum leik á Sauðárkróki í kvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta.

Körfubolti

Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö

Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að sjá spænska félagið Barcelona efst á lista yfir þau evrópsku knattspyrnufélög sem skulda mestan pening í dag en mun fleiri eru örugglega hissa á að sjá Tottenham fyrir ofan Manchester United miðað við áhyggjur og aðgerðir Sir Jim Ratcliffe.

Enski boltinn

Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk

Andri Már Rúnarsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í stað Hauks Þrastarsonar, sem meiddist í æfingaleiknum gegn Þýskalandi í gærkvöldi. Andri kemur til móts við hópinn í dag og verður með í hinum æfingaleiknum á sunnudag.

Handbolti

„Við þurfum að vera betri varnarlega“

Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Sauðárkróki í kvöld. Liðin mættust síðast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og Stólarnir eru fullir tilhlökkunar að hefna þeirra hörmuna, en verða að bæta varnarleikinn að mati þjálfarans.

Körfubolti