Sport

Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með

Suma unga drengi dreymir um að spila fótbolta en aðra dreymir um að verða eins og Gummi Ben og lýsa fótboltaleikjum. Saga fimmtán ára drengs frá Suður-Perú hefur vakið heimsathygli en hann dreymir um að verða fótboltafréttamaður.

Fótbolti

„Okkur sjálfum að kenna“

Diogo Dalot hélt að hann væri búinn að tryggja Manchester United sigurinn þegar hann var tekinn af velli en þurfti síðan að horfa upp á West Ham jafna metin á lokamínútum leiksins. United missti af tækifærinu að komast upp í fimmta sæti deildarinnar.

Enski boltinn

United missti frá sér sigurinn í lokin

Manchester United var á leiðinni upp í fimmta sætið í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir gáfu færi á sér á lokamínútunum í lokaleik fjórtándu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. West Ham-menn nýttu sér það, jöfnuðu metin í 1-1 og tryggðu sér stig á Old Trafford.

Enski boltinn

„Missum þetta klaufa­lega frá okkur“

Íslenska landsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum gegn Spánverjum í kvöld á HM. Stelpurnar byrjuðu leikinn mjög vel en það fór að halla undan fæti í þeim síðari.

Sport

41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu

Liam Gleason, lacrosse-þjálfari karlaliðs Siena, er látinn. Þetta tilkynnti bandaríski háskólinn á miðvikudag, þremur dögum eftir að hann hlaut alvarlegan heilaskaða við fall á heimili sínu. Hann var aðeins 41 árs gamall.

Sport

Í vinnunni þegar hann fékk ó­vænt gleði­tíðindi

Magnús Orri Arnar­son, kvik­mynda­gerðar­maður, hlaut Hvata­verð­laun Íþrótta­sam­bands fatlaðra árið 2025 í gær. Verð­launin komu Magnúsi á óvart en hann var að vinna sem verk­taki á verð­launa­at­höfninni, grun­laus um að hann yrði kallaður upp og veitt þessi viður­kenning.

Sport