Sport

Orri kom inn á í sigri í Anda­lúsíu

Landsliðsframherjinn Orri Óskarsson varð að sætta sig við að spila tíu mínútur í kvöld þegar lið hans Real Sociedad vann góðan 2-0 útisigur gegn Sevilla í spænsku 1. deildinni í fótbolta.

Fótbolti

Olmo mættur aftur með látum

Dani Olmo var afar áberandi í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Barcelona síðan hann meiddist í læri um miðjan september. Börsungar unnu grannaslaginn við Espanyol í dag, 3-1, í spænsku 1. deildinni í fótbolta.

Fótbolti

Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið

Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta eru tvö heitustu lið landsins um þessar mundir og hefur Stjarnan enn ekki tapað leik í deildinni. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, þekkir vel til Tindastóls og Sauðárkróks og er spenntur fyrir því að stíga inn í Síkið í kvöld. 

Körfubolti

„Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“

ÍR tókst næstum því að vinna leik í Bónus deild karla síðasta fimmtudag en kastaði forystunni frá sér undir lokin gegn Álftanesi. Haukar eru einnig án sigurs eftir eins stigs tap gegn Þór Þorlákshöfn. Farið var yfir lánlausu liðin á Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sport í gær.

Körfubolti