Sport

„Það er betra að sakna á þennan hátt“

Eftir að hafa slegið í gegn í Dan­mörku, orðið marka­drottning og unnið titla, tekur ís­lenska lands­liðs­konan í fót­bolta. Emilía Kiær Ás­geirs­dóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tíma­punktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla.

Fótbolti

„Það er krísa“

Það var þungt yfir þjálfara Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍR í kvöld þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann var lengi í klefanum að fara yfir málin með sínum mönnum áður en hann gaf kost á sér. Leikurinn endaði 98-90 fyrir ÍR eftir framlengdan leik.

Körfubolti

Van Gerwen í úr­slit í sjöunda sinn

Hollendingurinn Michael Van Gerwen er kominn í úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti í sjöunda sinn. Hann stefnir á að vinna heimsmeistaratitilinn í fjórða sinn á morgun, föstudag.

Sport

Upp­gjörið: Njarð­vík - Þór Þ. 106-104 | Heima­sigur í hörku­leik

Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Bæði lið höfðu tapað síðasta leiks sínum fyrir hlé og vonuðust til þess að byrja nýtt ár með sterkum sigri. Það fór svo að það var Njarðvík sem hafði betur eftir mikla spennu 106-104.

Körfubolti

Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent

Það bendir allt til þess að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold gangi til liðs við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Spænska félagið vill þó ekki bíða svo lengi.

Enski boltinn

For­seti FIDE vill ekki refsa Carlsen

Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli.

Sport

Tvö­falt sjokk fyrir Al­freð

Alfreð Gíslason þarf að spjara sig á HM án tveggja leikmanna sem voru í þýska landsliðshópnum hans og unnu silfur á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar.

Handbolti