Sport

Skip Bayless kærður fyrir kyn­ferðis­lega á­reitni

Hárgreiðslukona sem starfaði hjá Fox Sports á árunum 2012-24 hefur kært Skip Bayless fyrir kynferðislega áreitni. Í kærunni kemur meðal annars fram að Bayless hafi boðist til að greiða henni 1,5 milljón Bandaríkjadala fyrir kynlíf.

Sport

„Hef klár­lega á­huga á að stýra liðinu á­fram“

Elentínus Guðjón Margeirsson stýrði kvennaliði Keflavíkur í körfubolta til sigurs í frumraun sinni í brúnni hjá liðinu en hann tók við keflinu í stafni liðsins eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson lét af störfum suður með sjó um miðjan desember síðastliðinn. 

Sport

Amorim segir leik­menn sína hrædda

Gengi Manchester United hefur verið afleitt í vetur og ekki skánað með komu portúgalska stjórans Rúbens Amorim. Tapi United gegn Liverpool í dag yrði það fjórða tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni, sem ekki hefur gerst í 46 ár.

Enski boltinn

Fá 21 árs Tékka í miðri mark­varðakrísu

Enska knattspyrnufélagið Tottenham hefur fest kaup á hinum 21 árs gamla Antonin Kinsky. Þessi tékkneski markvörður kemur til félagsins frá Slavia Prag þar sem hann hefur haldið markinu hreinu í 14 af 29 leikjum á leiktíðinni.

Enski boltinn

Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir

Þórir Hergeirsson var heiðraður samtímis á tveimur verðlaunahófum í gærkvöld, á Íslandi og í Noregi. Ein af stjörnunum sem hann þjálfaði svo lengi í norska handboltalandsliðinu, Stine Oftedal Dahmke, þakkaði Þóri fyrir allt í verðlaunaræðu.

Handbolti

Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu

Elvar Örn Jónsson, einn af burðarásum íslenska handboltalandsliðsins, vonast til þess að geta brátt tekið fullan þátt í lokaundirbúningnum fyrir HM. Hann er á toppi þýsku 1. deildarinnar með liði sínu Melsungen.

Handbolti

Telur sig hafa fengið hálf­gert lof­orð frá ÍSÍ um fjár­muni

Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir það mikil vonbrigði fyrir sambandið að fá ekki úthlutað fjármunum úr afrekssjóði ÍSÍ enn einu sinni. Hann telur sig hins vegar hafa fengið hálfgert loforð frá forsvarsmönnum ÍSÍ sem lofi góðu um framhaldið hvað úthlutun varðar.

Fótbolti

Allt er fer­tugum LeBron fært

Hinn fertugi LeBron James heldur áfram að skríða upp alla þá lista yfir tölfræði sem NBA-deildin í körfubolta getur boðið upp á. Nú síðast fór hann upp fyrir Michael Jordan er kemur að því að skora 30 stig eða meira í leik.

Körfubolti