Sport Forest heldur áfram að versla Eftir að hafa tekið því frekar rólega framan af félagaskiptaglugganum hefur Nottingham Forest gefið vel í síðustu daga og samið við þrjá nýja leikmenn. Tveir yngri landsliðsmenn Englands skrifuðu undir um helgina og Arnaud Kalimuendo, yngri landsliðsmaður Frakklands, skrifaði undir samning við félagið í dag. Enski boltinn 18.8.2025 16:02 Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fylkir vann langþráðan sigur á Keflavík, 4-0, í Lengjudeild karla í gær. Í morgun fengu Fylkismenn hins vegar vond tíðindi. Íslenski boltinn 18.8.2025 15:57 Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Tindastóll skráði sig til leiks í Norður-Evrópudeildinni í körfubolta í vetur og mun spila að minnsta kosti átta auka leiki ofan á álagið í deildar- og bikarkeppninni heima fyrir. Nú er ljóst hvaða liðum Stólarnir mæta, hvert þeir ferðast og hvaða lið heimsækja Síkið. Körfubolti 18.8.2025 15:17 Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Fram heldur tvo styrktarleiki í vikunni og selur sérútbúnar treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sömuleiðis mun allur ágóði af miðasölu á leikjum Fram - KR í kvöld og Fram - Víkings á miðvikudag renna í sjóðinn. Íslenski boltinn 18.8.2025 14:45 „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. Enski boltinn 18.8.2025 14:00 Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum Illa gengur hjá Neymar og félögum hans í brasilíska fótboltaliðinu Santos og gengi þess hefur mikil áhrif á stórstjörnuna. Fótbolti 18.8.2025 13:31 María mætt til frönsku nýliðanna Miðvörðurinn þrautreyndi María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara, hefur yfirgefið England og samið við franska knattspyrnufélagið Marseille. Fótbolti 18.8.2025 13:02 Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Einn allra besti fótboltaleikur ársins fór fram á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar FH vann loksins sigur á gervigrasi, 5-4 gegn sjálfum Íslandsmeisturum Breiðabliks. Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 18.8.2025 12:49 „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Máni Pétursson flutti þrumuræðu í Subway Tilþrifunum í gærkvöld og sagði það sorglega stöðu að Stjarnan hefði talið sig þurfa að kaupa þrjá útlendinga inn í fótboltalið sitt á skömmum tíma. Nú hlyti krafan að vera Íslandsmeistaratitill í haust, annars væri um misheppnaða tilraun að ræða. Íslenski boltinn 18.8.2025 12:33 „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. Enski boltinn 18.8.2025 12:03 Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Eftir að hafa daðrað við fallbaráttu er FH komið í baráttu um að vera í efri helmingi Bestu deildar karla eftir gott gengi í síðustu leikjum. Það er ekki síst framherjanum Sigurði Bjarti Hallssyni að þakka en hann hefur verið óstöðvandi að undanförnu. Íslenski boltinn 18.8.2025 11:31 Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Kylfingurinn Ben Griffin var í tómu tjóni í upphafi lokahringsins á BMW meistaramótinu í golfi í gær og fjórpúttaði (!) til að mynda á fyrstu holu. Ástæðan er vægast sagt óvenjuleg. Golf 18.8.2025 11:02 Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga FH vann í gær 5-4 sigur á Breiðabliki í hreint ótrúlegum fótboltaleik. Um er að ræða fyrsta sigur FH á gervigrasi í tæpt ár. Íslenski boltinn 18.8.2025 10:30 Forest fær nýjan markahrók Samkeppnin í fremstu víglínu hjá Nottingham Forest hefur snaraukist eftir að félagið festi kaup á franska markahróknum Arnaud Kalimuendo frá Rennes fyrir 31,5 milljón evra. Enski boltinn 18.8.2025 10:21 Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Viktor Gyökeres, framherji Arsenal, tókst ekki að stimpla sig inn hjá liðinu í 1-0 sigri á Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lítil ógn var af þeim sænska. Enski boltinn 18.8.2025 10:01 Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. Enski boltinn 18.8.2025 09:30 „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hvatti stuðningsmenn liðsins til að hafa í huga að ekki væri alltaf allt satt og rétt sem skrifað væri á fréttasíðum um leikmenn. Enski boltinn 18.8.2025 09:01 „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, getur vart beðið eftir fyrsta heimaleik sínum með liðið í undankeppni HM í næsta mánuði. Hann tekur undir orð fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands sem sagði nálgun Arnars í byrjun helst til of bratta. Fótbolti 18.8.2025 08:33 Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Scottie Scheffler átti stórkostlega vippu á næstsíðustu holunni á BMW meistaramótinu í golfi í gær og tryggði sér í kjölfarið fimmta sigurinn á PGA-mótaröðinni á þessu tímabili. Skotinn Robert MacIntyre var hins vegar vægast sagt fúll eftir að hafa endað í 2. sæti. Golf 18.8.2025 08:00 „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, segir það hafa tekið sig góðan tíma að líta á myndirnar og skoða skilaboðin sem hún fékk á Evrópumótinu í Sviss eftir vonbrigðin sem landsliðið upplifði þar. Fótbolti 18.8.2025 07:32 Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 18.8.2025 07:01 Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Það eru áhugaverðir leikir á dagskrá í kvöld bæði í íslenska og enska fótboltanum, í beinum útsendingum á sportstöðvum Sýnar. Sport 18.8.2025 06:02 Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Finnski skíðaskotfimikappinn Arttu Heikkinen, fyrrverandi heimsmeistari ungmenna, hefur verið ákærður fyrir að skjóta guðföður sinn þegar þeir voru á fuglaveiðum. Sport 17.8.2025 23:15 „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Rúnar Kárason hvetur stjórnendur hjá ÍBV til þess að viðurkenna mistök og biðja Kára Kristján Kristjánsson afsökunar vegna þess hvernig komið var fram við hann eftir að samningur hans við félagið rann út í sumar. Handbolti 17.8.2025 22:48 „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Lárus Orri Sigurðsson var borubrattur og jákvæður þrátt fyrir að lið hans, Skagamenn, hafi lotið í gras fyrir Víkingi í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Akranesi í kvöld. Spilamennskan hjá Skagaliðinu gerði það að verkum að Lárus Orri er bjartsýnn á framhaldið. Fótbolti 17.8.2025 22:28 „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir erfiða daga þegar lið hans lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta uppi á Skipaskaga í kvöld. Sigurinn færir Víking þremur stigum nær Val sem trónir á toppi deildarinnar. Fótbolti 17.8.2025 22:04 Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 17.8.2025 22:00 Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Atlético Madrid varð að sætta sig við 2-1 tap á útivelli gegn Espanyol í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld, þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. Fótbolti 17.8.2025 21:46 „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ „Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort. Íslenski boltinn 17.8.2025 21:46 Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Axel Óskar Andrésson, miðvörður Aftureldingar, var svekktur með varnarleik sinna manna í mörkunum sem þeir fengu á sig í 3-3 jafnteflinu við KA í Bestu deildinni í dag. Íslenski boltinn 17.8.2025 21:32 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 334 ›
Forest heldur áfram að versla Eftir að hafa tekið því frekar rólega framan af félagaskiptaglugganum hefur Nottingham Forest gefið vel í síðustu daga og samið við þrjá nýja leikmenn. Tveir yngri landsliðsmenn Englands skrifuðu undir um helgina og Arnaud Kalimuendo, yngri landsliðsmaður Frakklands, skrifaði undir samning við félagið í dag. Enski boltinn 18.8.2025 16:02
Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fylkir vann langþráðan sigur á Keflavík, 4-0, í Lengjudeild karla í gær. Í morgun fengu Fylkismenn hins vegar vond tíðindi. Íslenski boltinn 18.8.2025 15:57
Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Tindastóll skráði sig til leiks í Norður-Evrópudeildinni í körfubolta í vetur og mun spila að minnsta kosti átta auka leiki ofan á álagið í deildar- og bikarkeppninni heima fyrir. Nú er ljóst hvaða liðum Stólarnir mæta, hvert þeir ferðast og hvaða lið heimsækja Síkið. Körfubolti 18.8.2025 15:17
Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Fram heldur tvo styrktarleiki í vikunni og selur sérútbúnar treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sömuleiðis mun allur ágóði af miðasölu á leikjum Fram - KR í kvöld og Fram - Víkings á miðvikudag renna í sjóðinn. Íslenski boltinn 18.8.2025 14:45
„Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. Enski boltinn 18.8.2025 14:00
Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum Illa gengur hjá Neymar og félögum hans í brasilíska fótboltaliðinu Santos og gengi þess hefur mikil áhrif á stórstjörnuna. Fótbolti 18.8.2025 13:31
María mætt til frönsku nýliðanna Miðvörðurinn þrautreyndi María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara, hefur yfirgefið England og samið við franska knattspyrnufélagið Marseille. Fótbolti 18.8.2025 13:02
Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Einn allra besti fótboltaleikur ársins fór fram á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar FH vann loksins sigur á gervigrasi, 5-4 gegn sjálfum Íslandsmeisturum Breiðabliks. Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 18.8.2025 12:49
„Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Máni Pétursson flutti þrumuræðu í Subway Tilþrifunum í gærkvöld og sagði það sorglega stöðu að Stjarnan hefði talið sig þurfa að kaupa þrjá útlendinga inn í fótboltalið sitt á skömmum tíma. Nú hlyti krafan að vera Íslandsmeistaratitill í haust, annars væri um misheppnaða tilraun að ræða. Íslenski boltinn 18.8.2025 12:33
„Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. Enski boltinn 18.8.2025 12:03
Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Eftir að hafa daðrað við fallbaráttu er FH komið í baráttu um að vera í efri helmingi Bestu deildar karla eftir gott gengi í síðustu leikjum. Það er ekki síst framherjanum Sigurði Bjarti Hallssyni að þakka en hann hefur verið óstöðvandi að undanförnu. Íslenski boltinn 18.8.2025 11:31
Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Kylfingurinn Ben Griffin var í tómu tjóni í upphafi lokahringsins á BMW meistaramótinu í golfi í gær og fjórpúttaði (!) til að mynda á fyrstu holu. Ástæðan er vægast sagt óvenjuleg. Golf 18.8.2025 11:02
Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga FH vann í gær 5-4 sigur á Breiðabliki í hreint ótrúlegum fótboltaleik. Um er að ræða fyrsta sigur FH á gervigrasi í tæpt ár. Íslenski boltinn 18.8.2025 10:30
Forest fær nýjan markahrók Samkeppnin í fremstu víglínu hjá Nottingham Forest hefur snaraukist eftir að félagið festi kaup á franska markahróknum Arnaud Kalimuendo frá Rennes fyrir 31,5 milljón evra. Enski boltinn 18.8.2025 10:21
Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Viktor Gyökeres, framherji Arsenal, tókst ekki að stimpla sig inn hjá liðinu í 1-0 sigri á Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lítil ógn var af þeim sænska. Enski boltinn 18.8.2025 10:01
Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. Enski boltinn 18.8.2025 09:30
„Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hvatti stuðningsmenn liðsins til að hafa í huga að ekki væri alltaf allt satt og rétt sem skrifað væri á fréttasíðum um leikmenn. Enski boltinn 18.8.2025 09:01
„Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, getur vart beðið eftir fyrsta heimaleik sínum með liðið í undankeppni HM í næsta mánuði. Hann tekur undir orð fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands sem sagði nálgun Arnars í byrjun helst til of bratta. Fótbolti 18.8.2025 08:33
Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Scottie Scheffler átti stórkostlega vippu á næstsíðustu holunni á BMW meistaramótinu í golfi í gær og tryggði sér í kjölfarið fimmta sigurinn á PGA-mótaröðinni á þessu tímabili. Skotinn Robert MacIntyre var hins vegar vægast sagt fúll eftir að hafa endað í 2. sæti. Golf 18.8.2025 08:00
„Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, segir það hafa tekið sig góðan tíma að líta á myndirnar og skoða skilaboðin sem hún fékk á Evrópumótinu í Sviss eftir vonbrigðin sem landsliðið upplifði þar. Fótbolti 18.8.2025 07:32
Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 18.8.2025 07:01
Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Það eru áhugaverðir leikir á dagskrá í kvöld bæði í íslenska og enska fótboltanum, í beinum útsendingum á sportstöðvum Sýnar. Sport 18.8.2025 06:02
Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Finnski skíðaskotfimikappinn Arttu Heikkinen, fyrrverandi heimsmeistari ungmenna, hefur verið ákærður fyrir að skjóta guðföður sinn þegar þeir voru á fuglaveiðum. Sport 17.8.2025 23:15
„Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Rúnar Kárason hvetur stjórnendur hjá ÍBV til þess að viðurkenna mistök og biðja Kára Kristján Kristjánsson afsökunar vegna þess hvernig komið var fram við hann eftir að samningur hans við félagið rann út í sumar. Handbolti 17.8.2025 22:48
„Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Lárus Orri Sigurðsson var borubrattur og jákvæður þrátt fyrir að lið hans, Skagamenn, hafi lotið í gras fyrir Víkingi í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Akranesi í kvöld. Spilamennskan hjá Skagaliðinu gerði það að verkum að Lárus Orri er bjartsýnn á framhaldið. Fótbolti 17.8.2025 22:28
„Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir erfiða daga þegar lið hans lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta uppi á Skipaskaga í kvöld. Sigurinn færir Víking þremur stigum nær Val sem trónir á toppi deildarinnar. Fótbolti 17.8.2025 22:04
Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 17.8.2025 22:00
Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Atlético Madrid varð að sætta sig við 2-1 tap á útivelli gegn Espanyol í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld, þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. Fótbolti 17.8.2025 21:46
„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ „Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort. Íslenski boltinn 17.8.2025 21:46
Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Axel Óskar Andrésson, miðvörður Aftureldingar, var svekktur með varnarleik sinna manna í mörkunum sem þeir fengu á sig í 3-3 jafnteflinu við KA í Bestu deildinni í dag. Íslenski boltinn 17.8.2025 21:32