Sport

Danir fela HM-styttuna

Danir eru farnir að þekkja ansi vel gullstyttuna sem þeir hafa nú fengið fjórum sinnum í röð fyrir að verða heimsmeistarar í handbolta karla. Þeir tíma hins vegar ekki að hafa styttuna til sýnis á milli móta, vegna tryggingakostnaðar.

Handbolti

Grótta laus úr banni FIFA

Ekkert íslenskt félag er lengur á lista FIFA yfir félög í banni frá félagaskiptum. Bæði Fram og Grótta hafa nú greitt úr sínum málum og losnað af listanum.

Íslenski boltinn

Viðar Örn Haf­steins­son: Við ætlum okkur að skrifa söguna

Kraftaverk þarf til að Höttur bjargi sér frá falli úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir úrslit kvöldsins. Höttur tapaði 86-89 á heimavelli fyrir Stjörnunni. Liðið sýndi ágætan leik og var komið í ágæta stöðu í fjórða leikhluta þegar Stjarnan hrökk í gang. Þjálfari Hattar var þó heilt yfir sáttur við leik síns liðs.

Körfubolti

„Ekkert sér­stak­lega upp­tekinn af því að við erum fallnir”

Haukar tóku á móti Keflavík í kvöld í botnbaráttuslag. Það var ljóst fyrir leik að ef Haukar ætluðu að bjarga sér frá falli var það nauðsynlegt að vinna þennan leik. Haukarnir héldu sér inn í leiknum allan tíman en töpuðu að lokum 96-103 og því eru Haukar nánast fallnir um deild. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Hauka kom í viðtal eftir leik þar sem hann var vonsvikinn með tapið, en að mörgu leiti ánægður með sína menn.

Körfubolti

„Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“

Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku.

Fótbolti

Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks for­skot“

Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum.

Fótbolti