Sport „Hann er topp þrír í deildinni“ Segja má að Körfuboltakvöld hafi ekki haldið vatni yfir Orra Gunnarssyni, leikmanni Stjörnunnar. Skipti það litlu máli að Íslandsmeistararnir hafi tapað fyrir KR í 1. umferð deildarinnar. Körfubolti 5.10.2025 07:00 Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Alls eru 20 beinar útsendingar á rásum SÝNAR Sport í dag og kvöld. Sport 5.10.2025 06:03 „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Jónatan Ingi Jónsson réði úrslitum þegar Valur vann mikilvægan 3-2 sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í Bestu deild karla í kvöld. Hann skoraði sín fyrstu mörk frá því í ágúst og kveðst meðvitaður um að hafa verið slakur að undanförnu. Íslenski boltinn 4.10.2025 22:54 Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, var að vonum ánægður eftir mikilvægan 3-2 sigur hans manna á Stjörnunni í Bestu deild karla á Hlíðarenda í kvöld. Hann vísar ómaklegri gagnrýni fótboltasérfræðinga á bug. Íslenski boltinn 4.10.2025 22:40 Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Á dögunum var lýst eftir 26 ára gömlum manni. Dökkhærðum, smágerðum, örvfættum og illviðráðanlegum hægri kantmanni að nafni Jónatan Ingi Jónsson. Leitin hefur staðið yfir um hríð. Allar götur síðan 22. ágúst, þegar hann skoraði síðast mark fyrir Val í Bestu deildinni. Hann fannst á Hlíðarenda í kvöld og skilaði liði sínu einkar mikilvægum 3-2 sigri á Stjörnunni sem skýtur Val í Evrópu að ári. Íslenski boltinn 4.10.2025 22:00 Haukar og Fram með mikilvæga sigra Haukar sóttu sigur á Akureyri í Olís deild kvenna á meðan Fram lagði ÍR á heimavelli. Handbolti 4.10.2025 20:01 Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Alls litu tíu íslensk mörk dagsins ljós þegar Blomberg-Lippe vann útisigur á Zwickau í efstu deild þýska kvennahandboltans. Þá voru fjölmargir aðrir Íslendingar í eldlínunni. Handbolti 4.10.2025 19:45 Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Jón Axel Guðmundsson átti góðan leik fyrir San Pablo í efstu deild spænska körfuboltans. Tryggvi Snær Hlinason átti einnig fínan leik en lið hans mátti samt sem áður þola stórt tap. Körfubolti 4.10.2025 19:30 Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Inter fór létt með Cremonese í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans. Hinn 21 árs gamli Ange-Yoan Bonny gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt ásamt því að leggja upp hin þrjú. Fótbolti 4.10.2025 19:02 Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Þór/KA sigraði FHL á Reyðarfirði í dag í tíðindalitlum leik sem lifnaði þó heldur yfir í uppbótartíma. Leikar enduðu 2-3 fyrir Þór/KA þar sem þrjú markanna voru skoruð á lokamínútum leiksins. Íslenski boltinn 4.10.2025 19:00 Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Real Madrid mætir Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan 19:00. Fótbolti 4.10.2025 18:33 Markasúpa í Grafarholtinu Fram og Tindastóll gerðu 3-3 jafntefli í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fyrir leik var vitað að gestirnir frá Sauðárkróki væru fallnir og að nýliðar Fram myndu halda sæti sínu. Íslenski boltinn 4.10.2025 18:08 „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Magnús Már Einarsson var einstaklega ánægður með sína menn í Aftureldingu eftir að hafa sótt stig á lokamínútunum í 2-2 jafntefli gegn KR, sérstaklega eftir ranglætið sem honum fannst dómararnir hafa beitt gestunum. Íslenski boltinn 4.10.2025 17:45 Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn „Þetta var spennandi leikur, við nutum hans. Frammistaðan í fyrri hálfleik, að vera 2-0 yfir, hjálpaði okkur gríðarlega,“ sagði Mason Mount, annar af markaskorurum Rauðu djöflanna, eftir 2-0 sigur liðsins á Svörtu köttunum í Sunderland. Enski boltinn 4.10.2025 17:31 Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Það gekk á ýmsu undir lok botnslags KR og Aftureldingar í Bestu deild karla síðdegis. Þrjú mörk voru skoruð á 90. mínútu eða síðar og rautt spjald fór á loft. Leiknum lauk 2-2 og fóru bæði lið ósátt frá borði. Íslenski boltinn 4.10.2025 16:58 „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Óskar Hrafn Þorvaldsson segir leikmenn KR ekki hafa náð að endurstilla sig eftir að hafa komist yfir í uppbótartíma, sem gerði það að verkum að Afturelding skoraði jöfnunarmark í hádramatísku 2-2 jafntefli á Meistaravöllum. Þrátt fyrir svekkjandi niðurstöðu fyrir KR var stemningin inni í klefa góð, því næg er neikvæðnin annars staðar. Íslenski boltinn 4.10.2025 16:56 Þriðja tap Liverpool í röð Englandsmeistarar Liverpool hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Að þessu sinni var það gegn Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum. Enski boltinn 4.10.2025 16:00 Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Harry Kewell sem gerði garðinn frægan t.d. með Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að leikmannaferlinum lauk hefur hann reynt fyrir sér í þjálfun og nálgast núna heimahagana í Ástralíu. Fótbolti 4.10.2025 15:33 Lamar Jackson ekki með um helgina Baltimore Ravens verða án leikstjórnenda síns Lamar Jackson á morgun þegar liðið mætir Houston Texans í NFL deildinni á sunnudag. Það eru slæm tíðindi fyrir Baltimore sem hafa ekki byrjað vel í deildinni í vetur. Sport 4.10.2025 15:00 George Russell á ráspól í Singapúr Tímatakan í Formúlu 1 kappakstrinum í Singapúr fór fram fyrr í dag. George Russel, sem ekur fyrir Mercedes, komst á ráspól og ræsir því fyrstur þegar kappaksturinn sjálfur fer fram á morgun. Formúla 1 4.10.2025 14:38 Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. Sport 4.10.2025 14:01 Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Manchester United mætti nýliðum Sunderland á Old Trafford í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fyrr í dag. Tvö mörk í fyrri hálfleik voru nóg fyrir heimamenn í Manchester United sem spiluðu fínan leik í dag. Enski boltinn 4.10.2025 13:30 Arsenal á toppinn Skytturnar hans Mikel Arteta eru komnar á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á lánlausum Hömrum. Enski boltinn 4.10.2025 13:30 Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum KR og Afturelding gerðu 2-2 jafntefli í þriðju umferð neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Þrjú mörk litu dagsins ljós á lokamínútum leiksins og Elmar Kári Cogic jafnaði metin fyrir gestina á fimmtu mínútu uppbótartímans. Bæði lið eru því enn í fallsætum Bestu deildar karla þegar tvær umferðir eru eftir. Íslenski boltinn 4.10.2025 13:15 Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum ÍA lagði ÍBV í Vestmannaeyjum í dag 0-2 og eru að fjarlægjast fallsvæðið. Gísli Laxdal Unnsteinsson og Viktor Jónsson skoruðu mörkin í dag og Skagamenn sigldu með stigin í heimahöfn og eru komnir fimm stigum frá fallsvæðinu. Íslenski boltinn 4.10.2025 13:15 Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Grindavík lagði Njarðvík að velli í fyrstu umferð Bónus deildar karla í gærkvöldi. Lokastaðan var 109-96 en Andri Már Eggertsson, Nabblinn, tók bræðurna Jóhann og Ólaf Ólafssyni tali eftir leik og gerði upp þennan fyrsta leik liðsins í Grindavík síðan í nóvember árið 2023. Körfubolti 4.10.2025 13:00 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Ítalska úrvalsdeildin, Serie A, í kvennafótbolta hóf göngu sína í dag. Inter lagði Ternana á heimavelli næst örugglega 5-0. Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í rammanum og hélt hreinu. Fótbolti 4.10.2025 12:35 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Það eru tæpar þrjár vikur í að NBA deildin fari af stað og eru liðin í óða önn að undirbúa sig. Stórstjarnan Giannis Antetokounmpo er samt ekki farinn af stað en hann greindist með Covid-19 nýlega. Körfubolti 4.10.2025 11:47 Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Leeds United tók á móti Tottenham Hotspur á Elland Road í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Tottenham fór með sigur af hólmi 1-2 og tyllti sér í annað sæti deildarinnar um sinn í það minnsta. Enski boltinn 4.10.2025 11:03 Upplifðu sigurstund Blika í návígi Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna með því að leggja Víking að velli 3-2 í Kópavoginum í gærkvöld. Þetta var þriðja tilraun Blika eftir skiptingu deildarinnar að tryggja sér titilinn og var fögnuðurinn ósvikinn í leikslok. Fótbolti 4.10.2025 10:32 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 334 ›
„Hann er topp þrír í deildinni“ Segja má að Körfuboltakvöld hafi ekki haldið vatni yfir Orra Gunnarssyni, leikmanni Stjörnunnar. Skipti það litlu máli að Íslandsmeistararnir hafi tapað fyrir KR í 1. umferð deildarinnar. Körfubolti 5.10.2025 07:00
Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Alls eru 20 beinar útsendingar á rásum SÝNAR Sport í dag og kvöld. Sport 5.10.2025 06:03
„Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Jónatan Ingi Jónsson réði úrslitum þegar Valur vann mikilvægan 3-2 sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í Bestu deild karla í kvöld. Hann skoraði sín fyrstu mörk frá því í ágúst og kveðst meðvitaður um að hafa verið slakur að undanförnu. Íslenski boltinn 4.10.2025 22:54
Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, var að vonum ánægður eftir mikilvægan 3-2 sigur hans manna á Stjörnunni í Bestu deild karla á Hlíðarenda í kvöld. Hann vísar ómaklegri gagnrýni fótboltasérfræðinga á bug. Íslenski boltinn 4.10.2025 22:40
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Á dögunum var lýst eftir 26 ára gömlum manni. Dökkhærðum, smágerðum, örvfættum og illviðráðanlegum hægri kantmanni að nafni Jónatan Ingi Jónsson. Leitin hefur staðið yfir um hríð. Allar götur síðan 22. ágúst, þegar hann skoraði síðast mark fyrir Val í Bestu deildinni. Hann fannst á Hlíðarenda í kvöld og skilaði liði sínu einkar mikilvægum 3-2 sigri á Stjörnunni sem skýtur Val í Evrópu að ári. Íslenski boltinn 4.10.2025 22:00
Haukar og Fram með mikilvæga sigra Haukar sóttu sigur á Akureyri í Olís deild kvenna á meðan Fram lagði ÍR á heimavelli. Handbolti 4.10.2025 20:01
Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Alls litu tíu íslensk mörk dagsins ljós þegar Blomberg-Lippe vann útisigur á Zwickau í efstu deild þýska kvennahandboltans. Þá voru fjölmargir aðrir Íslendingar í eldlínunni. Handbolti 4.10.2025 19:45
Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Jón Axel Guðmundsson átti góðan leik fyrir San Pablo í efstu deild spænska körfuboltans. Tryggvi Snær Hlinason átti einnig fínan leik en lið hans mátti samt sem áður þola stórt tap. Körfubolti 4.10.2025 19:30
Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Inter fór létt með Cremonese í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans. Hinn 21 árs gamli Ange-Yoan Bonny gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt ásamt því að leggja upp hin þrjú. Fótbolti 4.10.2025 19:02
Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Þór/KA sigraði FHL á Reyðarfirði í dag í tíðindalitlum leik sem lifnaði þó heldur yfir í uppbótartíma. Leikar enduðu 2-3 fyrir Þór/KA þar sem þrjú markanna voru skoruð á lokamínútum leiksins. Íslenski boltinn 4.10.2025 19:00
Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Real Madrid mætir Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan 19:00. Fótbolti 4.10.2025 18:33
Markasúpa í Grafarholtinu Fram og Tindastóll gerðu 3-3 jafntefli í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fyrir leik var vitað að gestirnir frá Sauðárkróki væru fallnir og að nýliðar Fram myndu halda sæti sínu. Íslenski boltinn 4.10.2025 18:08
„Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Magnús Már Einarsson var einstaklega ánægður með sína menn í Aftureldingu eftir að hafa sótt stig á lokamínútunum í 2-2 jafntefli gegn KR, sérstaklega eftir ranglætið sem honum fannst dómararnir hafa beitt gestunum. Íslenski boltinn 4.10.2025 17:45
Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn „Þetta var spennandi leikur, við nutum hans. Frammistaðan í fyrri hálfleik, að vera 2-0 yfir, hjálpaði okkur gríðarlega,“ sagði Mason Mount, annar af markaskorurum Rauðu djöflanna, eftir 2-0 sigur liðsins á Svörtu köttunum í Sunderland. Enski boltinn 4.10.2025 17:31
Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Það gekk á ýmsu undir lok botnslags KR og Aftureldingar í Bestu deild karla síðdegis. Þrjú mörk voru skoruð á 90. mínútu eða síðar og rautt spjald fór á loft. Leiknum lauk 2-2 og fóru bæði lið ósátt frá borði. Íslenski boltinn 4.10.2025 16:58
„Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Óskar Hrafn Þorvaldsson segir leikmenn KR ekki hafa náð að endurstilla sig eftir að hafa komist yfir í uppbótartíma, sem gerði það að verkum að Afturelding skoraði jöfnunarmark í hádramatísku 2-2 jafntefli á Meistaravöllum. Þrátt fyrir svekkjandi niðurstöðu fyrir KR var stemningin inni í klefa góð, því næg er neikvæðnin annars staðar. Íslenski boltinn 4.10.2025 16:56
Þriðja tap Liverpool í röð Englandsmeistarar Liverpool hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Að þessu sinni var það gegn Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum. Enski boltinn 4.10.2025 16:00
Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Harry Kewell sem gerði garðinn frægan t.d. með Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að leikmannaferlinum lauk hefur hann reynt fyrir sér í þjálfun og nálgast núna heimahagana í Ástralíu. Fótbolti 4.10.2025 15:33
Lamar Jackson ekki með um helgina Baltimore Ravens verða án leikstjórnenda síns Lamar Jackson á morgun þegar liðið mætir Houston Texans í NFL deildinni á sunnudag. Það eru slæm tíðindi fyrir Baltimore sem hafa ekki byrjað vel í deildinni í vetur. Sport 4.10.2025 15:00
George Russell á ráspól í Singapúr Tímatakan í Formúlu 1 kappakstrinum í Singapúr fór fram fyrr í dag. George Russel, sem ekur fyrir Mercedes, komst á ráspól og ræsir því fyrstur þegar kappaksturinn sjálfur fer fram á morgun. Formúla 1 4.10.2025 14:38
Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. Sport 4.10.2025 14:01
Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Manchester United mætti nýliðum Sunderland á Old Trafford í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fyrr í dag. Tvö mörk í fyrri hálfleik voru nóg fyrir heimamenn í Manchester United sem spiluðu fínan leik í dag. Enski boltinn 4.10.2025 13:30
Arsenal á toppinn Skytturnar hans Mikel Arteta eru komnar á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á lánlausum Hömrum. Enski boltinn 4.10.2025 13:30
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum KR og Afturelding gerðu 2-2 jafntefli í þriðju umferð neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Þrjú mörk litu dagsins ljós á lokamínútum leiksins og Elmar Kári Cogic jafnaði metin fyrir gestina á fimmtu mínútu uppbótartímans. Bæði lið eru því enn í fallsætum Bestu deildar karla þegar tvær umferðir eru eftir. Íslenski boltinn 4.10.2025 13:15
Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum ÍA lagði ÍBV í Vestmannaeyjum í dag 0-2 og eru að fjarlægjast fallsvæðið. Gísli Laxdal Unnsteinsson og Viktor Jónsson skoruðu mörkin í dag og Skagamenn sigldu með stigin í heimahöfn og eru komnir fimm stigum frá fallsvæðinu. Íslenski boltinn 4.10.2025 13:15
Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Grindavík lagði Njarðvík að velli í fyrstu umferð Bónus deildar karla í gærkvöldi. Lokastaðan var 109-96 en Andri Már Eggertsson, Nabblinn, tók bræðurna Jóhann og Ólaf Ólafssyni tali eftir leik og gerði upp þennan fyrsta leik liðsins í Grindavík síðan í nóvember árið 2023. Körfubolti 4.10.2025 13:00
Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Ítalska úrvalsdeildin, Serie A, í kvennafótbolta hóf göngu sína í dag. Inter lagði Ternana á heimavelli næst örugglega 5-0. Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í rammanum og hélt hreinu. Fótbolti 4.10.2025 12:35
Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Það eru tæpar þrjár vikur í að NBA deildin fari af stað og eru liðin í óða önn að undirbúa sig. Stórstjarnan Giannis Antetokounmpo er samt ekki farinn af stað en hann greindist með Covid-19 nýlega. Körfubolti 4.10.2025 11:47
Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Leeds United tók á móti Tottenham Hotspur á Elland Road í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Tottenham fór með sigur af hólmi 1-2 og tyllti sér í annað sæti deildarinnar um sinn í það minnsta. Enski boltinn 4.10.2025 11:03
Upplifðu sigurstund Blika í návígi Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna með því að leggja Víking að velli 3-2 í Kópavoginum í gærkvöld. Þetta var þriðja tilraun Blika eftir skiptingu deildarinnar að tryggja sér titilinn og var fögnuðurinn ósvikinn í leikslok. Fótbolti 4.10.2025 10:32
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn