Menning

„Framar okkar björtustu vonum”

Rúmlega tíu prósent þjóðarinnar eru þegar búin að tryggja sér miða á söngleikinn Mamma mía sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þar hljómar tónlist Abba í fyrsta sinn á íslensku en þýðandinn sver af sér aðdáun á hljómsveitinni.

Menning

Útilistaverk Sigga Odds frumsýnt

Norr11 frumsýndi í tilefni af Hönnunarmars útilistaverk hannað af Sigga Odds á Hverfisgötu í portinu beint á móti Þjóðleikhúsinu síðdegis í dag.

Menning

Með bókverk á klósettinu

Hönnunarmars hefst í dag. Ein af opnunum dagsins er opnun Dulkápunnar á gömlum og nýjum bókverkum í gömlu salernunum við Bankastræti 0.

Menning

Ungæðislegt fjör

Úkraínski píanóleikarinn Alexander Romanovsky flytur Píanókonsert númer 1 eftir Sergej Rakhmaninoff á sinfóníutónleikunum í kvöld.

Menning

Ballett alþýðunnar

Fótbolti sleit barnsskónum á Íslandi á öðrum áratug síðustu aldar. Melavöllurinn var tekinn í notkun sumarið 1911 og árið eftir var Íslandsmótið í knattspyrnu haldið í fyrsta sinn. Í fásinninu í Reykjavík tók fólk allri afþreyingu fegins hendi og bæjarbúar mættu í stórum hópum á völlinn í hvert sinn sem færi gafst.

Menning

Syngja um huldar verur við kertaljós

Söngysturnar Erla Björg og Rannveig Káradætur, ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara verða með myndskreytta baðstofutónleika í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Garðabæ á morgun.

Menning

Verkalýðsbarátta vinnandi fólks

Um sjötíu ljósmyndir, skjöl og tilkynningar er uppistaða sýningar Vinnandi fólk sem opnuð er í dag í Þjóðminjasafninu í tilefni 100 ára afmælis Alþýðusambands Íslands.

Menning

Leiklistin skrifuð í stjörnurnar

Atli Óskar Fjalarsson er ungur og efnilegur leiklistarnemi sem stundar nám við New York Film Academy í Los Angeles. Atli hefur þegar leikið í nokkrum íslenskum kvikmyndum og í síðasta mánuði var hann var hann útnefndur rísandi stjarna eða Shooting Star á kvikmyndahátíðinni í Berlín.

Menning

Litagleðin ræður ríkjum

Fyrsta myndlistarsýning Ingibergs Finnboga Gunnlaugssonar stendur yfir í Gallerý O í Ármúla 4 -6. Hann gerir abstraktverk útskorin í tré og þar ræður litagleðin ríkjum.

Menning

Hatur og skrifræði

Þann 10. mars árið 1966 var Sandra Laing, tíu ára skólastúlka í smábænum Piet Retief í Suður-Afríku, kölluð upp til skólastjórans. Á skrifstofu hans biðu tveir lögreglumenn sem fylgdu henni út af skólalóðinni. Skýringin var sú að skólanum höfðu borist kvartanir frá nokkrum foreldrum vegna Söndru litlu, sem væri dökk á hörund og mætti því ekki ganga í skóla sem ætlaður væri hvítum börnum í samræmi við aðskilnaðarstefnu stjórnvalda, Apartheid.

Menning

Atburðarásin er skrautleg og viðburðarrík

Elma Stefanía leikkona hefur leikið fjölda aðalhlutverka frá því hún útskrifaðist vorið 2013. Elma er um þessar mundir í miðju æfingarferli á sýningunni Auglýsing ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson

Menning

Öll þessi andlit í Drekkingarhyl

Steinunn J. Kristjánsdóttir prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands skrifar um dægurlag á nýrri plötu eftir Bubba Morthens og söguna sem liggur að baki textanum.

Menning

Fæ hugljómun á hverjum degi

Helga Kristjánsdóttir hefur verið valin bæjarlistamaður Grindavíkur 2016. Hún fór fyrst í sjúkraliðanám og svo hágreiðslu en nú á myndlistin hug hennar allan.

Menning

Með sjötta skilningarvitið

Júlíana – hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Gréta Sigurðardóttir hótelstjóri segir einstakt og jafnvel skrítið fólk vera þar í brennidepli.

Menning

Skissur af augnablikum

Grafísk verk Hildar Björnsdóttur eru til sýnis í veitingastofum Hannesarholts að Grundarstíg 10. Sýningin ber titilinn Innlit.

Menning