Allir geta sameinast í tónlistinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 10:00 "Ég er með saxófón frá 1958 í djassinum en nýrra og fullkomnara hljóðfæri í klassíkinni,“ segir Sölvi. Vísir/GVA Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson er í sumarfríi frá tónlistarskóla í Berlín. Situr samt ekki auðum höndum heldur notar tímann í að spila djass með félögum sínum, Rögnvaldi Borgþórssyni á gítar, Birgi Steini Theodórssyni á bassa og Óskari Kjartanssyni á trommur. Saman mynda þeir Camus kvartett sem kemur fram í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30 í tónleikaröðinni Arctic Concerts. „Við félagarnir kynntumst í FÍH fyrir fimm árum og spilum alltaf saman þegar við erum allir á landinu. Þetta eru þriðju tónleikarnir á einu ári,“ segir Sölvi. „Við erum eiginlega að spila uppáhaldsdjasslögin okkar eftir uppáhaldssnillingana Miles Davis, Wayne Shorter, John Coltrane og fleiri, allt þekkta standarda. Þessi grúppa er mest í því.“ Sölvi er sonur Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara og Guðrúnar Óskarsdóttur semballeikara. Hann hefur unnið til fjölda viðurkenninga, meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016, og stundar nú framhaldsnám í Jazz Institude Berlin, búinn þar með eitt ár af fjórum og kann mjög vel við sig. „Þetta er frábær skóli og bara 90 manns í BA-námi, allir mjög nánir og smá fjölskyldustemning í hópnum. Við erum með aðgang að skólanum allan sólarhringinn alla vikuna, og getum næstum búið þar. Erum með eldhús og það eru sófar inni í nokkrum herbergjum þar sem hægt er að fleygja sér stöku nætur.“ Hann leigir þó úti í bæ í Berlín með tveimur öðrum strákum og spilar oft með öðrum þeirra. „Svo er bassaleikarinn í Camus kvartett, Birgir Steinn, líka í skólanum og við erum búnir að spila hrikalega mikið saman í alls konar verkefnum. Rögnvaldur gítaristi bjó líka í Berlín í hálft ár og þá vorum við þrír oft saman í tríói.“ Sölvi var átta ára þegar hann byrjaði að læra á saxófón og var fyrstu sjö árin í klassík, bæði í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Færði sig svo í skóla FÍH og var bæði í klassík og djassi í fjögur ár en leggur nú áherslu á djassinn. „Ég get vel hugsað mér að fara í klassíkina einhvern tíma seinna. Þetta eru tveir ólíkir heimar, ólík hljóðfæri og það getur verið smá kúnst að halda sér í formi í báðum stílunum. Ég er með saxófón frá 1958 í djassinum en nýrra og fullkomnara hljóðfæri í klassíkinni.“ Hann er tvítugur núna, lauk stúdentsprófi frá MH 18 ára og fékk tónlistina metna. „Það er kostur að vera ungur þegar maður sækir um skóla erlendis, þá á maður möguleika á að þroskast enn meira. Annars er fólk á öllum aldri í skólanum, yngsti nemandinn 18 ára og elsti rúmlega þrítugur. Aldursbilið í FÍH var þó enn breiðara. Það geta allir sameinast í tónlistinni.“ Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson er í sumarfríi frá tónlistarskóla í Berlín. Situr samt ekki auðum höndum heldur notar tímann í að spila djass með félögum sínum, Rögnvaldi Borgþórssyni á gítar, Birgi Steini Theodórssyni á bassa og Óskari Kjartanssyni á trommur. Saman mynda þeir Camus kvartett sem kemur fram í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30 í tónleikaröðinni Arctic Concerts. „Við félagarnir kynntumst í FÍH fyrir fimm árum og spilum alltaf saman þegar við erum allir á landinu. Þetta eru þriðju tónleikarnir á einu ári,“ segir Sölvi. „Við erum eiginlega að spila uppáhaldsdjasslögin okkar eftir uppáhaldssnillingana Miles Davis, Wayne Shorter, John Coltrane og fleiri, allt þekkta standarda. Þessi grúppa er mest í því.“ Sölvi er sonur Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara og Guðrúnar Óskarsdóttur semballeikara. Hann hefur unnið til fjölda viðurkenninga, meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016, og stundar nú framhaldsnám í Jazz Institude Berlin, búinn þar með eitt ár af fjórum og kann mjög vel við sig. „Þetta er frábær skóli og bara 90 manns í BA-námi, allir mjög nánir og smá fjölskyldustemning í hópnum. Við erum með aðgang að skólanum allan sólarhringinn alla vikuna, og getum næstum búið þar. Erum með eldhús og það eru sófar inni í nokkrum herbergjum þar sem hægt er að fleygja sér stöku nætur.“ Hann leigir þó úti í bæ í Berlín með tveimur öðrum strákum og spilar oft með öðrum þeirra. „Svo er bassaleikarinn í Camus kvartett, Birgir Steinn, líka í skólanum og við erum búnir að spila hrikalega mikið saman í alls konar verkefnum. Rögnvaldur gítaristi bjó líka í Berlín í hálft ár og þá vorum við þrír oft saman í tríói.“ Sölvi var átta ára þegar hann byrjaði að læra á saxófón og var fyrstu sjö árin í klassík, bæði í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Færði sig svo í skóla FÍH og var bæði í klassík og djassi í fjögur ár en leggur nú áherslu á djassinn. „Ég get vel hugsað mér að fara í klassíkina einhvern tíma seinna. Þetta eru tveir ólíkir heimar, ólík hljóðfæri og það getur verið smá kúnst að halda sér í formi í báðum stílunum. Ég er með saxófón frá 1958 í djassinum en nýrra og fullkomnara hljóðfæri í klassíkinni.“ Hann er tvítugur núna, lauk stúdentsprófi frá MH 18 ára og fékk tónlistina metna. „Það er kostur að vera ungur þegar maður sækir um skóla erlendis, þá á maður möguleika á að þroskast enn meira. Annars er fólk á öllum aldri í skólanum, yngsti nemandinn 18 ára og elsti rúmlega þrítugur. Aldursbilið í FÍH var þó enn breiðara. Það geta allir sameinast í tónlistinni.“
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira